Meistaradeildin

Fréttamynd

Grosskreutz: Við þurfum að fá stuðning en ekki stunur

Kevin Grosskreutz, miðjumaður Borussia Dortmund, var ekki ánægður með stuðninginn í gær þegar þýska liðið komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir tap á heimavelli á móti rússneska liðinu Zenit frá Sankti Pétursborg.

Fótbolti
Fréttamynd

Rooney: Getur verið byrjunin á tímabilinu fyrir okkur

Wayne Rooney var að sjálfsögðu kátur eftir 3-0 sigur Manchester United á gríska liðinu Olympiacos í sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar í gær. United-liðið þurfti að vinna upp tveggja marka forskot Grikkjanna og það tókst þökk sé þrennu frá Robin Van Persie.

Enski boltinn
Fréttamynd

Moyes: Við getum unnið Meistaradeildina

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, upplifði langþráða sigurstund á Old Trafford í gærkvöldi þegar United-liðið komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 3-0 sigur á gríska liðinu Olympiacos.

Enski boltinn
Fréttamynd

Meiðsli Van Persie ekki alvarleg

David Moyes, stjóri Manchester United, sagði eftir sigur sinna manna á Olympiakos í kvöld að Hollendingurinn Robin van Persie væri ekki alvarlega meiddur.

Fótbolti
Fréttamynd

Allt undir hjá Moyes og United

Manchester United þarf að vinna gríska liðið Olympiakos 3-0 í Meistaradeildinni í kvöld ætli það að komast áfram í keppninni. Eðlilega er mikill órói í herbúðum United og er framtíð stjórans líklega í húfi í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan er ekkert lið

Arrigo Sacchi er einn merkasti þjálfari í sögu AC Milan en undir hans stjórn vann AC Milan tvo Evrópumeistaratitla og lið hans gleymist seint.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekki ómögulegt að vinna í Barcelona

Man. City á heldur betur erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld er liðið mætir Barcelona á útivelli í Meistaradeildinni og þarf að vinna upp tveggja marka forskot Börsunga úr fyrri leiknum.

Fótbolti