Fótbolti

Ekki ómögulegt að vinna í Barcelona

Hart er brattur fyrir kvöldið.
Hart er brattur fyrir kvöldið. vísir/getty
Man. City á heldur betur erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld er liðið mætir Barcelona á útivelli í Meistaradeildinni og þarf að vinna upp tveggja marka forskot Börsunga úr fyrri leiknum.

Leikmenn City mæta nokkuð borubrattir til leiks og markvörður City, Joe Hart, hefur trú á sínu liði.

"Þessi rimma er ekkert búin. Við megum ekki gleyma því hvað við höfum gert í vetur og hvað við getum gert," sagði Hart.

"Við verðum að mæta grimmir til leiks og sýna að við getum spilað gegn stórliði eins og Barcelona. Við unnum riðilinn á útivelli gegn Bayern. Þetta verður erfitt en alls ekki ómögulegt."

Barcelona hefur fatast flugið heima fyrir eftir sigurinn gegn City. Barca hefur meðal annars tapað fyrir Real Sociedad og Real Valladolid.

"Ég held að þeirra frammistaða í deildinni muni ekki hafa áhrif á þennan leik. Við vitum hvað svona stórleikir þýða fyrir Barcelona. Þeir verða örugglega í sínu besta formi í þessum leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×