Enski boltinn

Rooney: Getur verið byrjunin á tímabilinu fyrir okkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney þegar sigurinn var í höfn.
Wayne Rooney þegar sigurinn var í höfn. Vísir/Getty
Wayne Rooney var að sjálfsögðu kátur eftir 3-0 sigur Manchester United á gríska liðinu Olympiacos í sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar í gær. United-liðið þurfti að vinna upp tveggja marka forskot Grikkjanna og það tókst þökk sé þrennu frá Robin Van Persie.

„Auðvitað skulduðum við Moyes og okkur sjálfum að ná góðum úrslitum. Stuðningsmennirnir, stjórinn og allir hjá Manchester United áttu skilið að fá þennan sigur. Þetta eru frábær úrslit og vonandi upphafið að einhverju sérstöku," sagði Wayne Rooney við Sky Sports en United-liðið þarf að vinna Meistaradeildina til að vera með í keppninni á næsta tímabili.

„Löngunin í sigur skilaði þessu. Stuðningur okkar fólks hefur verið frábær og stuðningsmennirnir voru líka frábærir á móti Liverpool. Við gleðjumst með þeim," sagði Rooney sem lagði upp annað mark Robin van Persie í leiknum.

„Þessi sigur getur verið byrjunin á tímabilinu fyrir okkur," sagði Rooney. Wayne Rooney lagði þarna upp sitt sjöunda mark í Meistaradeildinni á leiktíðinni en hann hefur ekki skorað síðan að hann gerði tvö á móti Bayer 04 Leverkusen í fyrsta leik.

Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Moyes: Giggs er frík

Hinn fertugi Ryan Giggs átti stórleik í 3-0 sigri Manchester United á Olympiakos í kvöld.

Meiðsli Van Persie ekki alvarleg

David Moyes, stjóri Manchester United, sagði eftir sigur sinna manna á Olympiakos í kvöld að Hollendingurinn Robin van Persie væri ekki alvarlega meiddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×