Guðmundur Andri Thorsson

Fréttamynd

Þingræðið á að vera þungt í vöfum

Fyrst sviku þeir loforð sín um að stíga engin skref í Evrópumálum nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú sniðganga þeir sjálft þjóðþingið í meðferð mikilvægasta utanríkismáls lýðveldissögunnar; senda án samráðs við utanríkismálanefnd loðmullulegt bréf sem enginn skilur, órætt og klúðurslegt uppsagnarbréf.

Fastir pennar
Fréttamynd

Áttundi mars var í gær

Aðrir karlar vilja vera með. Auðvitað. Femínisminn er ein af hinum stóru og voldugu réttlætishreyfingum okkar daga og auðvelt að hrífast með, sérstaklega þegar haft er í huga hversu ótal margt er óunnið í þessum efnum. En sú þátttaka getur verið snúin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hryðjuverkaógn á Íslandi

Aðeins ein tilraun hefur verið gerð til hryðjuverkaárásar hér á landi – séu skyrslettur Helga Hóseassonar ekki taldar með – og það var árið 2012, í tíð síðustu ríkisstjórnar,

Fastir pennar
Fréttamynd

Óðal feðranna

Þeir líða dagarnir við vetrarhörkur og þennan endalausa sökudólga-eltingaleik, hring eftir hring, þar sem valdamenn fyrri ára klukka hver annan og skiptast á að „vera'ann“, á meðan við fáum allra náðarsamlegast að fylgjast með.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að kenningu verða

Það er aldrei ánægjuefni að horfa á eftir mönnum í fangelsi. Það hlýtur að vera þungbær reynsla að vera lokaður inni, sviptur frelsi og án samvista við fjölskyldu og vini. Því fylgir mikil auðmýking, félagsleg útskúfun og löskuð sjálfsmynd. Þegar dómur er fallinn yfir fólki og það fer í fangelsi eiga samborgarar þess að líta svo á að máli viðkomandi sé lokið og dæma það af verkum sínum þaðan í frá...

Fastir pennar
Fréttamynd

Lægstbjóðandi mannúðar

Ekki er heppilegt fyrirkomulag við flutninga á fötluðu fólki að skipta oft um bílstjóra þannig að þeir þekki ekki þarfir og venjur þeirra sem þjónustunnar njóta.

Skoðun
Fréttamynd

Land, þjóð og tunga – 1500 kall

Esjan er frænka mín. Ég held að fáir þekki mig betur en hún, enda hefur hún vakað yfir mér öll þessi ár. Og Snæfellsjökull: ég sit stundum á svölunum á fögrum sumarkvöldum og horfi á hann; við spjöllum saman um hitt og þetta sem okkur finnst ástæða til

Fastir pennar
Fréttamynd

Þorrablótið

Þorrablót er trúarhátíð. Siðurinn hefur verið rakinn til veitingamannsins og síðar prestsins Halldórs Gröndal sem rak Naustið á sjöunda áratug síðustu aldar og hóf þá nýbreytni að bjóða upp á gamlan íslenskan súrmat undir þessu nafni; og varð afar vinsælt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Heimurinn og hann

Forsætisráðherra nennti ekki til Parísar í stóru gönguna og enginn úr aðstoðarmannahirð hans hafði döngun í sér til að rífa hann út úr híði sínu og útskýra fyrir honum mikilvægi þessa augnabliks, telja í hann kjark eða hvað það nú var sem hann þurfti á að halda. Við getum þakkað Sigmundi Davíð það að þennan dag var Ísland ekki til í samfélagi þjóðanna…

Fastir pennar
Fréttamynd

Glæpir gegn mannkyni

Við búum í opnu samfélagi. Hér má segja og tjá næstum hvað sem er, hvað sem líður fornfálegum og óvirkum lagabókstaf um guðlast. Á hinu opinbera svæði hefur nánast allt verið afhelgað. Það táknar að þótt einhverjum sé eitthvað heilagt verður viðkomandi að una því að öðrum þyki lítið til þess helgidóms koma.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óvinir ríkisins

Merkileg þessi sterka þörf hægri manna fyrir að "skrifa söguna“: ná að túlka hana á undan "hinum“ – og ekki bara sína sögu heldur kannski miklu fremur sögu andstæðinganna: Þeir líta á söguna sem herfang.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skiptumst á skoðunum frekar en skotum

Þetta var ár sundurlyndisins, ár ósáttfýsinnar, ár haltukjafti-stefnunnar, jafnvel enn frekar en endranær hjá þessari þrasgjörnu þjóð, með þeim afleiðingum að þeir sem völdin hafa telja sig hafa rétt til að láta kné fylgja kviði gagnvart hinum sem völdin hafa misst, fremur en að leita leiða til að sætta ólík sjónarmið.

Skoðun
Fréttamynd

Um þessar mundir

Jólaguðspjallið er saga um ljós og myrkur. Þar sjáum við vald og valdaleysi, fátækt og ríkidæmi, styrk og veikleika. Allt fólkið í heiminum er þar andspænis einu litlu barni. Þetta er saga um mátt hins veika og magnleysi hins sterka. Þetta er saga um lögmálin í lífinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Markaðsvæðing lífsgæðanna

Einhver örgustu falsorð seinni tíma eru "frjálshyggja“ og "nýfrjálshyggja“ þegar í raun og veru er átt við hugmyndafræði sem nær væri að kenna við "auðhyggju“ og "markaðsnauðhyggju“. Þessari stefnu fylgir nefnilega frelsisskerðing fyrir hinn breiða fjölda;

Fastir pennar
Fréttamynd

Útkjálkun

Ég held að rétt hafi verið hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að segja af sér en þar með er ekki sagt að ég sé hýena.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekki að ræða það

Þegar Búsáhaldabyltingin stóð sem hæst fannst mörgum sem þátttakendur í henni sýndu alþingi óvirðingu. Þarna stóð fólkið og framdi háreysti, reyndi að ná eyrum þingmanna sem vildu fá að vera í friði við að ræða hugðarefni sín, vínsölu í verslunum – linnti ekki látum fyrr en boðað hafði verið til kosninga á ný og helstu hrunkvöðlum komið frá…

Fastir pennar
Fréttamynd

Þjóðarsálarflækjur

Sit hér í útlenskri miðborg sem er full af fólki en ekki flugvélum; þeir eru skrítnir þessir útlendingar.

Skoðun
Fréttamynd

Faraó-maurarnir

Faraó-maurarnir hafa dreift sér um samfélagið. Þeir eru litlir, næstum ósýnilegir, fara um hratt í beinni röð, hver á eftir öðrum, staðfastir, einhuga

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað gaf herinn í Ósló þér?

Þegar íslenskir ráðamenn eru spurðir um stóra hríðskotabyssumálið verða þeir svolítið eins og þeir séu í Frúnni í Hamborg. Á þá kemur einbeitingar- og áhyggjusvipur og viðtalið verður eins og þeir séu með allan hugann við að segja ekki eitthvað sem má ekki segja – já eða nei, hvítt eða svart.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fákeppniseftirlitið

Því fylgja ýmsar þversagnir að vera í Sjálfstæðisflokknum. Skattalækkunarflokkur sem hækkar skatta á mat. Einkaframtakssinnar sem hreiðra um sig hjá ríkinu hvar sem glufa sést

Fastir pennar
Fréttamynd

Óhlýðni

Fái dómur Héraðsdóms Reykjaness yfir níumenningunum í Gálgahrauni að standa hafa stjórnvöld þar með sent okkur landsmönnum svolítið margræð skilaboð um það hvar óhlýðni kunni að vera réttlætanleg og hvar ekki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Guð blessi Mjólkursamsöluna

Svokallaður Kristsdagur vakti athygli nú nýlega fyrir mörg og ýtarleg bænarefni sem Guð var beðinn um uppfylla næst þegar hann leiðir hugann að Íslandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vælubíll í vitlausu stæði

Margir hafa átt um sárt að binda af völdum Hrunsins. Fólk missti vinnu, hús, sparifé, missti tilveru sína. Og ekki eru öll kurl komin til grafar með þau áhrif sem Hrunið hafði í raun og veru á Íslendinga og sjálfsmynd þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Lexusar og lesuxar

Fjárlagafrumvarpið sýnir afdráttarlausar hugmyndir um verðugar tekjulindir: Gjöld verða lækkuð á Lexusum en hækkuð á lestri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Síðasta lag fyrir fréttir

Hlustendur Rásar eitt eru svo miklir intróvertar að þeir koma ekki einu sinni fram í hlustendakönnunum. Þar með er ekki sagt að þeir séu ekki til: öðru nær. Gott ef þetta er ekki fólkið sem hlustar á útvarp – hlustar en lætur það ekki vera þarna eins og hvern annan skarkala og nið í bakgrunni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lestrarvild

Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur og Elliði Vignisson bæjarstjóri í Eyjum halda því fram að Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður kenndur við Brim hafi látið Reyni Traustason hafa fé í rekstur DV gegn því að blaðið myndi draga taum hans í deilum um Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum.

Fastir pennar