Þýski boltinn

Fréttamynd

Nistelrooy samdi við Malaga

Ruud van Nistelrooy snýr aftur í spænsku úrvalsdeildina á næsta keppnistímabili en hann hefur gengið frá samningi við Malaga.

Fótbolti
Fréttamynd

Neuer samdi loksins við Bayern

Bayern München og Schalke hafa loksins náð saman um félagaskiptin á markverðinum Manuel Neuer. Hann mun formlega ganga til liðs við Bayern þann 1. júlí næstkomandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Stuðningsmaður Schalke löðrungaði Neuer í bikarfögnuðinum

Manuel Neuer endaði ferilinn hjá Schalke 04 með því að taka við þýska bikarnum eftir 5-0 sigur á Duisburg í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Hinn 25 ára gamli markvörður er nú á leiðinni til Bayern Munchen eftir tveggja áratuga veru í Schalke og einn stuðningsmaður félagsins sýndi óánægju sína í verki með að Neuer skyldi ekki endurnýja samning sinn við félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Neuer nálgast Bayern

Uli Höness, forseti Bayern München, segir að félagið hafi komist að grófu samkomulagi við Schalke um kaup á markverðinum Manuel Neuer.

Fótbolti
Fréttamynd

Solbakken tekur við Köln

Ekkert verður að því að Ståle Solbakken muni taka við norska landsliðinu árið 2012 því hann hefur samþykkt að taka við þjálfun þýska liðsins FC Köln.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi orðaður við Everton og Fulham

Samkvæmt þýskum fjölmiðlum hafa ensku úrvalsdeildarfélögin Everton og Fulham áhuga á að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson frá Hoffenheim. Það kemur hins vegar ekki til greina, segja forráðamenn þýska liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Aron markahæstur þegar Kiel vann þýska bikarinn

Aron Pálmarsson átti mjög góðan leik þegar hann og félagar hans í Kiel urðu þýskir bikarmeistarar eftir sex marka sigur á Flensburg-Handewitt, 30-24, í bikarúrslitaleiknum í Hamburg. Alfreð Gíslason gerði því Kiel að bikarmeisturum í annað skiptið á þremur árum.

Handbolti
Fréttamynd

Gylfi tryggði Hoffenheim útisigur á móti Nürnberg

Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í dag þegar hann skoraði sigurmark liðsins þremur mínútum fyrir leikslok. Gylfi lagði einnig upp fyrra mark Hoffenheim sem lenti undir í leiknum en vann síðan góðan 2-1 sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Neuer: Ég verð áfram í Þýskalandi

Einn heitasti bitinn á markaðnum, Manuel Neuer, segir við þýska fjölmiðla í dag að hann sé ekki á leiðinni frá Þýskalandi og mun að öllum líkindum leika í þýsku deildinni á næstu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Dortmund meistari - Gylfi Þór í byrjunarliðinu

Dortmund varð í dag þýskur meistari er liðið lagði Nurnberg af velli, 2-0. Mikil gleði var því eðlilega á Signal Iduna Park í dag þegar glerharðir stuðningsmenn félagsins fögnuðu titlinum með liðinu. Þetta er í sjöunda sinn sem Dortmund hampar þýska meistaratitlunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Hoffeinheim tapaði en Gylfi skoraði

Gylfi Sigurðsson, leikmaður Hoffeinheim, var á skotskónum fyrir lið sitt sem tapaði fyrir Bayern Leverkusen 2-1 í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Markið má sjá hér að ofan.

Fótbolti
Fréttamynd

Kahn þarf að borga 20 milljónir í sekt fyrir smygl

Oliver Kahn, fyrrum markvörður Bayern Munchen og þýska landsliðsins, hefur verið dæmdur til að greiða 125 þúsund evrur eða 20 milljónir íslenskra króna í sekt fyrir að reyna að smygla fatnaði til Þýskalands. Kahn gaf ekki upp lúxus-klæðnað sem hann keypti fyrir meira en 6000 evrur í ferð sinni til Dúbæ.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi lék í 45 mínútur í 1-0 sigri Hoffenheim

Gylfi Sigurðsson lék í 45 mínútur með Hoffenheim í 1-0 sigri liðsins gegn Frankfurt í dag í þýsku 1. deildinni. Gylfi kom inná sem varamaður í upphafi síðari hálfleiks en hann hefur aðeins fengið tækifæri í byrjunarliðinu hjá Hoffenheim í 6 leikjum það sem af er tímabilinu.

Fótbolti