Fótbolti

Liðsfélagar Gylfa mættu of seint á æfingu og var hent út úr hópnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Gylfi Þór Sigurðsson fær hugsanlega aftur tækifæri í byrjunarliði Hoffenheim á móti Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni á föstudagskvöldið. Holger Stanislawski, þjálfari Hoffenheim, henti nefnilega tveimur miðjumönnum liðsins út úr hópnum fyrir leikinn.

Gylfi lék síðast fyrir Hoffenheim í 1-3 tapi á móti Schalke 29. október síðastliðinn en hann hefur setið á bekknum í undanförnum þremur leikjum liðsins. Gylfi hefur spilað 6 deildarleiki með Hoffenheim í vetur og á enn eftir að skora á tímabilinu.

Miðjumennirnir Chinedu Obasi og Roberto Firmino mættu of seint á æfingu hjá Hoffenheim í vikunni og misstu fyrir vikið sætið sitt í leikmannahópnum fyrir Leverkusen-leikinn.

Holger Stanislawski ákvað að refsa leikmönnunum af því að þetta var ekki í fyrsta sinn sem þeir mættu seint á æfingu hjá liðinu.

Chinedu Obasi og Roberto Firmino voru báðir í byrjunarliði Hoffenheim  í 1-1 jafntefli á móti Freiburg um síðustu helgi og skoraði Firmino mark Hoffenheim í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×