Þýski boltinn

Fréttamynd

Svava Rós og Selma Sól skoruðu báðar í jafn­tefli

Svava Rós Guðmundsdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir skoruðu báðar þegar Brann og Rosenborg gerðu 1-1 jafntefli. Sveindís Jane Jónsdóttir hóf tímabilið á bekknum hjá Wolfsburg, Berglind Björg Þorvaldsdóttir spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir París Saint-Germain og Anna Björk Kristjánsdóttir var í liði Inter sem vann stórsigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara Björk á toppinn á Ítalíu | Bayern byrjar ekki vel

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn á miðri miðju meistaraliðs Juventus er liðið vann 1-0 sigur á Roma í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í liði Bayern München sem tókst ekki að landa sigri gegn Eintracht Frankfurt.

Fótbolti
Fréttamynd

City að fá stærðfræðiséní í vörnina

Manchester City er við það að ganga frá kaupum á svissneska miðverðinum Manuel Akanji frá Borussia Dortmund. Hann verður þá annar leikmaðurinn sem fer þá leið í sumar á eftir Norðmanninum Erling Braut Haaland.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sjö mörk er Bayern burstaði botnlið Bochum

Þýskalandsmeistarar Bayern München lentu ekki í neinum vandræðum er liðið heimsótti Bochum í þýsku úrvalsdeildinni í kanttspyrnu í dag. Gestirnir unnu vægast sagt afar sannfærandi sigur, 0-7.

Fótbolti
Fréttamynd

Karólína í raun verið meidd í heilt ár

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland þegar ljóst varð að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn besti leikmaður liðsins á EM, yrði ekki með vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

Keyptu Mané dýrum dómum en táningurinn stelur fyrir­­­­­sögnunum

Þegar Sadio Mané gekk í raðir Þýskalandsmeistara Bayern München í sumar var talið að hann yrði ein af stjörnum liðsins. Þó hann sé án efa með betri leikmönnum liðsins og í Þýskalandi yfir höfuð þá hefur annar leikmaður Bayern stolið fyrirsögnunum í upphafi móts, sá heitir Jamal Musiala og er aðeins 19 ára gamall.

Fótbolti
Fréttamynd

Þægilegur sigur Bayern München

Bayern München er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í þýsku efstu deildinni í fótbolta karla. Liðið vann Wolfsburg með tveimur mörkum gegn engu á Allianz Arena. 

Fótbolti
Fréttamynd

Ungu varamennirnir snéru taflinu við fyrir Dortmund

Borussia Dortmund vann 1-3 endurkomusigur er liðið heimsótti Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Það voru varamennirnir Jamie Bynoe-Gittens og Youssoufa Moukoko sem snéru taflinu við fyrir gestina.

Fótbolti
Fréttamynd

RB Leipzig að landa Werner

Timo Werner mun ganga til liðs við RB Leipzig frá Chelsea í vikunni en þýska félagið mun greiða um það bil 30 milljónir evra fyrir hann.

Fótbolti