Kane enn titlalaus vegna ótrúlegs Olmo Valur Páll Eiríksson skrifar 12. ágúst 2023 20:40 Kane þarf að bíða lengur eftir fyrsta gullinu á ferlinum. Getty Dani Olmo stal fyrirsögnunum í fyrsta leik Harry Kane fyrir Bayern München í kvöld. Hann skoraði öll þrjú mörk RB Leipzig í 3-0 sigri sem tryggði liðinu í leiðinni þýska ofurbikarinn. Margt hefur verið rætt og ritað um skipti Kane til þýsku meistaranna sem gengu í gegn í gær. Eftir tólf titlalaus ár hjá Tottenham vonast hann til að fá sínar fyrstu gullmedalíurnar á ferlinum hjá þýska stórveldinu sem hefur haft áskrift að meistaratitlinum þarlendis síðustu ár. Aðeins degi eftir skiptin fékk Kane tækifæri til þess í dag er Bayern og Leipzig kepptu um þýska ofurbikarinn á Allianz Arena, heimavelli Bayern. Olmo var geggjaður í kvöld.Getty Það voru hins vegar aðeins þrjár mínútur liðnar af leiknum þegar Spánverjinn Dani Olmo kom Leipzig í forystu. Hann tvöfaldaði þá forystu undir lok fyrri hálfleiks þegar hann lék meistaralega á tvo varnarmenn Bayern áður en hann klobbaði Sven Ulreich í marki Bayern. Thomas Tuchel gerði þrefalda breytingu í hálfleik og Bæjarar fengu þónokkur færi til að minnka muninn í síðari hálfleiknum. Þeim gekk bölvanlega fyrir framan markið og refsaðist fyrir þegar Olmo fullkomnaði þrennu sína af vítapunktinum um hálfleikinn miðjan. Kane var þá nýkominn inn af bekknum en á tæpum hálftíma á vellinum tókst honum ekki að setja mark sitt á leikinn. Leipzig vann 3-0 og fagnar ofurbikarnum í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þá bindur sigurinn jafnframt enda á þriggja ára sigurhrinu Bæjara í keppninni. Þýski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Margt hefur verið rætt og ritað um skipti Kane til þýsku meistaranna sem gengu í gegn í gær. Eftir tólf titlalaus ár hjá Tottenham vonast hann til að fá sínar fyrstu gullmedalíurnar á ferlinum hjá þýska stórveldinu sem hefur haft áskrift að meistaratitlinum þarlendis síðustu ár. Aðeins degi eftir skiptin fékk Kane tækifæri til þess í dag er Bayern og Leipzig kepptu um þýska ofurbikarinn á Allianz Arena, heimavelli Bayern. Olmo var geggjaður í kvöld.Getty Það voru hins vegar aðeins þrjár mínútur liðnar af leiknum þegar Spánverjinn Dani Olmo kom Leipzig í forystu. Hann tvöfaldaði þá forystu undir lok fyrri hálfleiks þegar hann lék meistaralega á tvo varnarmenn Bayern áður en hann klobbaði Sven Ulreich í marki Bayern. Thomas Tuchel gerði þrefalda breytingu í hálfleik og Bæjarar fengu þónokkur færi til að minnka muninn í síðari hálfleiknum. Þeim gekk bölvanlega fyrir framan markið og refsaðist fyrir þegar Olmo fullkomnaði þrennu sína af vítapunktinum um hálfleikinn miðjan. Kane var þá nýkominn inn af bekknum en á tæpum hálftíma á vellinum tókst honum ekki að setja mark sitt á leikinn. Leipzig vann 3-0 og fagnar ofurbikarnum í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þá bindur sigurinn jafnframt enda á þriggja ára sigurhrinu Bæjara í keppninni.
Þýski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira