Ítalski boltinn

Fréttamynd

Vucinic skaut Roma upp í annað sætið á Ítalíu

Einn leikur fór fram í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Roma vann 0-1 sigur gegn Fiorentina. Framherjinn Mirko Vucinic skoraði eina mark leiksins þegar um tíu mínútur lifðu leiks en með sigrinum klifruðu Rómverjar upp í annað sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Inter.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter styrkti stöðu sína á toppnum á Ítalíu

Ítalíumeistarar Inter eru í góðum málum eftir leiki dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni og eru nú komnir með tíu stiga forskot á erkifjendur sína í AC Milan. Inter vann 3-0 sigur gegn Cagliari á San Siro-leikvanginum en AC Milan gerði aðeins markalaust jafntefli á útivelli gegn Bologna.

Fótbolti
Fréttamynd

Pastore: Draumurinn að spila fyrir Barcelona

Æðsti draumur Javier Pastore er að ganga til liðs við Barcelona. Þessi miðjumaður Palermo á Ítalíu er mjög eftirsóttur og hefur meðal annars verið sterklega orðaður við Chelsea og Manchester United.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho neitar því að hafa haldið partý

Margir ítalskir fjölmiðlar kenndu Ronaldinho um að AC Milan hefði tapað fyrir Inter á dögunum. Þeir héldu því fram að Brasilíumaðurinn hefði haldið heljarinnar partý nokkrum dögum fyrir leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Dossena: Ástríðan meiri í Napólí en í Liverpool

Andrea Dossena heldur því fram að það sé meiri ástríða fyrir fótbolta hjá nýja félagi sínu Napóli en var hjá Liverpool þar sem hann lék áður. Dossena en nýhættur hjá Liverpool þar sem hann eyddi tveimur vonbrigðarárum á Anfield.

Fótbolti
Fréttamynd

Gleðipinninn Ronaldinho sektaður af AC Milan

Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum hefur Brasilíumaðurinn Ronaldinho hjá AC Milan verið sektaður af félaginu eftir að upp komst að hann hafi farið út að skemmta sér á skemmtistað í vikunni fyrir grannaslaginn gegn Inter í ítölsku deildinni á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Gana reynir að fá Balotelli í sínar raðir

Ítalska blaðið Gazzetta dello Sport greinir frá því að aðstandendur landsliðs Gana, sem tekur þátt í lokakeppni HM í sumar, séu ekki búnir að gefa upp alla von um að sannfæra framherjann Mario Balotelli hjá Inter um að spila fyrir Gana.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter vann Mílanóslaginn

Það var heitt í kolunum í Mílanó í kvöld þegar erkifjendurnir AC Milan og Inter mættust í toppslag í ítölsku deildinni. Inter vann leikinn, 2-0, þó svo liðið hafi misst mann af velli snemma í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ciro Ferrara að pakka saman?

Eigendur Juventus virðast vera búnir að gefast upp á þjálfara liðsins, Ciro Ferrara. Ef marka má fregnir ítalska blaðsins, La Stampa, má búast við því að hann taki poka sinn á næstu klukkustundum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo styður AC Milan í kvöld

Það er risaslagur í ítalska boltanum í kvöld þegar grannarnir í AC Milan og Inter eigast við. AC Milan getur með sigri saxað forskot Inter í þrjú stig og þar að auki á liðið leik til góða.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho fær nýjan samning

Forráðamenn AC Milan eru svo hrifnir af frammistöðu Brasilíumannsins Ronaldinho í vetur að félagið ætlar að bjóða honum nýjan langtímasamning.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan og Mourinho fengu ítalska Óskarinn

Svíinn Zlatan Ibrahimovic var valinn besti leikmaður ítölsku deildarinnar leiktíðina 2008-09 en þetta er annað árið í röð sem Zlatan hlýtur þessi verðlaun sem Ítalarnir kalla einfaldlega Óskarinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho með þrennu fyrir AC Milan

Brasilíumaðurinn Ronaldinho skoraði þrennu fyrir AC Milan þegar liðið vann 4-0 sigur á Siena í ítölsku deildinni í dag. AC Milan minnkaði forskot nágrannanna í Inter í sex stig með þessum góða sigri en Inter náði aðeins 2-2 jafntefli á móti Bari á laugardaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Baptista í viðræðum við Inter

Brasilíski framherjinn Julio Baptista er í viðræðum við Ítalíumeistara Inter og vonast umboðsmaður hans til þess að leikmaðurinn verði farinn til Inter innan tveggja vikna.

Fótbolti