Ítalski boltinn

Fréttamynd

Mourinho segist ekki hafa talað við nein félög

Jose Mourinho, þjálfari Inter, segir að hann hafi ekki rætt við nein félög um framtíðarstarf en mikið hefur verið skrifað og slúðrað um framtíð hans í boltanum. Mourinho gaf í dag út yfirlýsingu á heimasíðu Inter.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho fór í fýluferð til Þýskalands

Jose Mourinho, þjálfari Inter, hefur sagt að ferðalag hans til Þýskalands þar sem hann fór til að skoða Bayern-liðið hafi verið tilgangslaust en hann fór og fylgdist með leik liðsins gegn Hertha Berlin. Bayern sigraði leikinn 3-1 og fagnaði meistaratitlinum þar í landi eftir leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Litið á Ranieri sem „lúser" hjá Chelsea

Jose Mourinho, þjálfari Inter, er ekki vanur að skafa utan af hlutunum og hann hefur nú sent Claudio Ranieri, þjálfara Roma, vænar sneiðar. Lið þeirra mættust í úrslitum bikarsins á dögunum og þá vann Inter. Liðin berjast einnig á toppi ítölsku deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho krefst virðingar

José Mourinho, þjálfari Inter, missti sig í sigurvímunni gegn Barcelona á dögunum og lofaði því þá að hann yrði áfram hjá Inter næsta vetur. Hann hefur nú dregið í land með þær yfirlýsingar.

Fótbolti
Fréttamynd

Berlusconi vill fá Van Basten

La Gazzetta dello Sport heldur því fram í dag að Hollendingurinn Marco Van Basten sé efstur á óskalista Silvio Berlusconi, eiganda AC Milan, sem næsti þjálfari liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho er ekki á förum frá Inter

Marco Branca hjá Inter segir að það sé eingöngu draumur blaðamanna að José Mourinho fari frá Inter. Hann segir að Portúgalinn sé alls ekki á förum frá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Buffon ýjar að brottför frá Juve

Gianluigi Buffon ýjaði í gær að því að hann gæti verið á förum frá Juventus en hann hefur í margar vikur verið orðaður við brottför frá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Roma vann Parma og setti pressu á Inter

AS Roma komst aftur á toppinn í ítölsku A-deildinni í fótbolta eftir 2-1 sigur í dag. Roma er með eins stigs forskot á Inter Milan sem á morgun mætir Lazio á Ólympíuleikvanginum í Róm en það er líka heimavöllur AS Roma.

Fótbolti
Fréttamynd

David Beckham spilar ekki fyrr en í fyrsta lagi í nóvember

Það mun taka David Beckham lengur en áætlað var að ná sér eftir að hafa slitið hásin í deildarleik með AC Milan í mars. Beckham býst ekki við að spila fótbolta á ný fyrr en í fyrsta lagi í nóvember. Hann missir því ekki bara af HM heldur nánast öllu tímabilinu í bandarísku deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfari Napoli orðaður við AC Milan

Walter Mazzarri, þjálfari Napoli, er sá nýjasti sem orðaður er við þjálfarastöðuna hjá AC Milan. Talið er að Leonardo hverfi á braut í sumar. Napoli situr í sjötta sæti ítölsku deildarinnar, tólf stigum á eftir AC Milan sem er í þriðja sæti.

Fótbolti
Fréttamynd

Lippi vill mæta Capello í úrslitum

Marcello Lippi, landsliðsþjálfari Ítalíu, vill mæta Englandi í úrslitum heimsmeistaramótsins. Lippi stýrði Ítölum til titilsins 2006 áður en hann vék til hliðar fyrir Roberto Donadoni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Balotelli kominn á sölulista

Ítalíumeistarar Inter hafa ákveðið að setja Mario Balotelli á sölulista eftir framkomu hans í undanúrslitaleiknum gegn Barcelona í gær.

Fótbolti