Ítalski boltinn

Fréttamynd

Benitez: Þarf að breyta ýmsu eftir Mourinho

Rafa Benitez, þjálfari Inter, segir að það muni taka tíma að breyta ákveðnum hlutum hjá félaginu sem José Mourinho innleiddi hjá félaginu. Inter tapaði fyrir Atletico Madrid í Ofurbikarnum og leit ekki of vel út.

Fótbolti
Fréttamynd

Burdisso kominn til Roma

Roma er búið að kaupa argentínska varnarmanninn Nicolas Burdisso frá Inter en leikmaðurinn vildi ólmur ganga aftur í raðir Roma.

Fótbolti
Fréttamynd

Burdisso vill komast til Roma

Argentínski varnarmaðurinn Nicolas Burdisso vill ólmur komast frá Inter og yfir til Roma þar sem hann ætlar að verða meistari. Hann lék áður með félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Aquilani ætlar ekki aftur til Liverpool

Ítalinn Alberto Aquilani virðist vera búinn að gefast upp á ferli sínum hjá Liverpool. Hann segist vera kominn til Juventus til þess að vera þar áfram þó svo hann sé aðeins á lánssamningi hjá félaginu sem stendur.

Fótbolti
Fréttamynd

Kaladze brjálaður út í forráðamenn Milan

Georgíumaðurinn hjá AC Milan, Kakha Kaladze, er brjálaður út í forráðamenn félagsins sem hann telur hafa beitt þjálfara félagsins, Massimiliano Allegri, þrýstingi til þess að henda sér úr hópnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan ræðir við Barcelona um Zlatan

Adriano Galliani, stjórnarformaður AC Milan, hefur staðfest að hann muni ræða við forráðamenn Barcelona með það í huga að kaupa Svíann Zlatan Ibrahimovic af félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus getur unnið titilinn

Alberto Aquilani er kominn til Juventus frá Liverpool en hann verður lánaður til ítalska liðsins í vetur. Roy Hodgson, stjóri Liverpool, hefur því augljóslega enga trú á leikmanninum.

Fótbolti
Fréttamynd

Moratti, forseti Inter: Maicon verður áfram hjá okkur

Massimo Moratti, forseti ítalska félagsins Internaztionale, segir að Real Madrid sé ekki tilbúið að gera nóg til þess að fá brasiliska bakvörðinn Maicon. Maicon hefur verið á óskalista Jose Mourinho síðan hann fór yfir á Santiago Bernabeu.

Fótbolti
Fréttamynd

Adebayor vill spila fyrir Juventus

„Juventus er frábært félag sem ég hef svo sannarlega áhuga á að spila fyrir," segir Emmanuel Adebayor, sóknarmaður Manchester City, í viðtali við ítalskt dagblað í morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Jovetic frá í hálft ár

Ítalska liðið Fiorentina hefur orðið fyrir miklu áfalli en ljóst er að miðjumaðurinn Stevan Jovetic leikur ekki næstu sex mánuði vegna slæmra meiðsla í hné.

Fótbolti
Fréttamynd

Staðfest að Insua fer ekki til Fiorentina

Argentínumaðurinn Emiliano Insua er ekki á leið til Fiorentina á Ítalíu. Það varð ljóst í dag þegar framkvæmdastjóri Fiorentina steig fram og sagði að ekki hefðu náðst samningar við leikmanninn.

Fótbolti