Verðlag

Fréttamynd

Al­mennt launa­fólk finni ekki fyrir auknum kaup­mætti

Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi.

Innlent
Fréttamynd

„Bullið sem vellur upp úr þessu á­gæta fólki“

Í gær birti ég hér grein undir nafninu “Þið mótmælið… afleiðingum eigin gjörða”. Greinin var svargrein við hluta af grein formanns VR og þingmanns Flokks fólksins þar sem þau boðuðu fólk með sér til mótmæla á Austurvelli. Greinin hefur kannski helst vakið athygli fyrir galla í reiknivél TR, sem ég endurbirti eftir að hafa skoðað frekari gögn á vefsíðu TR. Það var leitt, að þessi mistök skyldu rata þar inn hjá mér og ég hef birt grein sem tekur á því.

Skoðun
Fréttamynd

Gögn sem ekki er hægt að TReysta

Í gær birti ég hér grein undir nafninu “Þið mótmælið… afleiðingum eigin gjörða”. Greinin var svargrein við hluta af grein formanns VR og þingmanns Flokks fólksins þar sem þau boðuðu fólk með sér til mótmæla á Austurvelli. Í upphafi greinar tók ég dæmi þeirra af einstæðri móður í erfiðri stöðu og reyndi að átta mig á forsendunum. Til þess notaði ég m.a. reiknivél sem var að finna á vef TR (Tryggingastofnunar Ríkisins), opinberrar stofnunar, til þess að reyna að áætla hvaða ráðstöfunartekjur einstæða móðirin hefði. Það voru mistök, enda komst ég að því eftir á að reiknivélin var gölluð.

Skoðun
Fréttamynd

Þið mót­mælið... af­leiðingum eigin gjörða

Þingmaður og verkalýðsforingi birtu 1500 orða grein í gær sem ber nafnið „Við mótmælum…”. Greinin byrjar á að reyna að færa lesendur í spor einstæðrar móður á örorkubótum sem hefur náð að eignast íbúð, var með fasta vexti í nokkur ár en nú hefur greiðslubyrði hennar meira en tvöfaldast.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta er al­veg orðið al­veg á­gætt

Við mótmælum 10. september. Árum saman hefur það verið reynsla almennings að það er sama hvernig hagkerfið veltist og snýst, alltaf skal almenningur borga brúsann og bera skarðan hlut frá borði.

Skoðun
Fréttamynd

Vonast til að stutt sé í vaxta­lækkanir og þær verði „nokkuð hraðar“

Skýr merki eru um að hátt vaxtastig sé farið að þrengja mjög að lántökum, einkum fyrirtækjum, og gangi verðbólgan niður næstu mánuði er útlit fyrir að raunvextirnir muni hækka verulega, segir bankastjóri Íslandsbanka. Hann brýnir peningastefnunefnd Seðlabankans til að vera framsýna í ákvörðunum sínum og telur að aðstæður séu að skapast til að hefja vaxtalækkunarferlið.

Innherji
Fréttamynd

Hefur „miklar á­hyggjur“ af við­varandi háum verð­bólgu­væntingum

Nýlega birtir þjóðhagsreikningar gefa til kynna að það sé jafnvel enn meiri kraftur í innlendri eftirspurn en peningastefnunefnd Seðlabankans taldi í liðnum mánuði, að sögn varaseðlabankastjóra, en þar hafi bæði samneyslan og fjárfesting verið umfram spár bankans. Viðvarandi háar verðbólguvæntingar séu „mikið áhyggjuefni“ og það þarf skýrari merki um að þær séu að ganga niður til að hægt sé að hefja vaxtalækkunarferlið.

Innherji
Fréttamynd

Skinkan langódýrust í Prís

Prís er enn ódýrasta matvöruverslunin tæpum fjórum vikum eftir opnun. Það er niðurstaða nýjasta verðlagseftirlits ASÍ. Frá upphafi ágústmánaðar hafa fjórar stærstu matvöruverslanir landsins lækkað verð sín. Verðlag á matvöru lækkaði um 0,5 prósent á milli júlí og ágúst.

Neytendur
Fréttamynd

Lík­ur á vaxt­a­lækk­un í nóv­emb­er auk­ist vegn­a minn­i verð­bólg­u

Líkur hafa aukist á vaxtalækkun í nóvember enda gæti verðbólga hafa hjaðnað í 5,6 prósent í október. Matvælaverðbólga dróst saman hraustlega í nýrri mælingu. „Þótt freistandi sé að þakka innkomu Prís þessa lækkun þykir okkur líklegra að óvænt hækkun liðarins i júlí hafi einfaldlega verið frávik vegna tímabundinna þátta“ sem hafi gengið til ágústmælingu verðbólgu, segir í viðbrögðum frá markaðsviðskiptum Kviku banka.

Innherji
Fréttamynd

„Prís­á­hrif“ í verð­bólgu­tölum

Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hag­stjórn á verð­bólgu­tímum

Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?

Skoðun
Fréttamynd

Meir um verð­bólgu og ríkis­fjár­mál

Í grein eftir Konráð S. Guðjónsson, efnahagráðgjafa ríkisstjórnarinnar, sem birtist á Vísi 23. ágúst svarar hann gagnrýni á grein sína 10 stað­reyndir um verð­bólgu og ríkisfjármál m.a. frá undirrituðum. Þrátt fyrir glannalega yfirlýsingu í byrjun stígur Konráð mun varlegar til jarðar í þessari grein en í fyrri greininni.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­rétt­læti mamons

Háir stýrivextir eru aðför gegn almenningi en gjöf til þeirra sem græða á þeim. Stýrivextir – þetta orð, ómæ, ómæ! Þeir reka fólk í röðum ofaní ginið á bönkum landsins, stýra því snyrtilega hverjir græða. Herra minn drottinn, ekki guð á himnum, en jú, peningaguðinn er eins og fimmfaldur Búdda, kjagandi um með uppglennt augu af græðgi. Hann fær aldrei nóg.

Skoðun
Fréttamynd

Ruglað um verð­bólgu og ríkis­fjár­mál

Þegar viðtekinni visku er ögrað má vænta kröftugra viðbragða. Það virðist hafa gerst annars vegar í grein hér á Vísi og hins vegar á síðum Viðskiptablaðsins í kjölfar greinar minnar um ríkisfjármál og verðbólgu.

Skoðun
Fréttamynd

Á­hyggju­efni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðla­bankarnir lækka vexti

Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri.

Innherji
Fréttamynd

Mikil þensla kemur í veg fyrir lækkun vaxta

Seðlabankastjóri segir ekki hægt að lækka vexti í þeirri þenslu sem nú ríki í efnahagsmálum. Vextirnir komi mjög misjafnlega við fólk en virðist hafa lítil áhrif á stóran hluta þjóðarinnar því neysla væri enn mjög mikil.

Innlent
Fréttamynd

Al­var­leg van­skil aukist tölu­vert

Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus, segir að þrátt fyrir að lítið beri á greiðsluvanda vegna fasteignalána bendi gögn félagsins til þess að alvarleg vanskil séu að aukast töluvert. Þau fari einnig lengra inn í innheimtuferlið og verði alvarlegri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kjara­samningar ekki enn skilað minni verð­bólgu

Seðlabankastjóri hefur trú á að verðbólga muni hjaðna og vextir lækka þannig að ekki þurfi að koma til uppsagnar kjarasamninga á næsta ári. Þenslan í efnahagsmálum sé hins vegar enn of mikil og áhrif tilflutnings íbúa Grindavíkur gæti enn á fasteignamarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Hörð peninga­stefna ekki komið heimilum í vand­ræði

„Þó að stýrivextir hafi verið 9,25% núna í heilt ár þá sjáum við eiginlega mjög lítil merki um greiðsluvandræði á fasteignalánum, enda hafa töluvert miklar hækkanir átt sér stað á fasteignaverði sem hafa bætt eigin fé hjá heimilunum og síðan launahækkanir,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar.

Viðskipti innlent