Gæti reynst „langhlaup“ að koma verðbólgunni alla leið niður í markmið
![Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku banka, segist telja að stærri skrefin í fyrirséðum vaxtalækkunum peningastefnunefndar Seðlabankans verði framhlaðin í takti við hjöðnun verðbólgunnar, sem mun að stóru leyti koma fram á fyrsta fjórðungi næsta árs.](https://www.visir.is/i/ECC3D98271EDE9804C29D5AA173888D8131102A9FBC3B30F5C8D7F0E5A8104FA_713x0.jpg)
Hægari hjöðnun undirliggjandi verðbólgu kann að benda til þess að mögulega muni „síðasta mílan“ reynast peningastefnunefnd óþægur ljár í þúfu, að mati hagfræðings Kviku banka, og það verði langhlaup að koma verðbólgunni alla leið niður í 2,5 prósenta markmið. Þrátt fyrir að verðbólgulækkunin í nóvember hafi verið minni en spár greinenda gerðu ráð fyrir þá breytir það ekki væntingum um allt að hundrað punkta vaxtalækkun á fyrstu tveimur fundum nefndarinnar á nýju ári.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/4CA6DF98D4A4637C890FB066E3F7DED69CA25A5CA9246E2A460DD0BEEDF22887_308x200.jpg)
Munum áfram „velkjast um í heimi fjögurra prósenta raunvaxta“
Þótt ný þjóðhagsspá Seðlabankans geri ráð fyrir að verðbólgan verði farin að nálgast markmið um mitt næsta ár þá ætlar peningastefnunefndin ekki að láta mun betri horfur „slá ryki í augun á sér, að sögn hagfræðinga Arion banka, en einhver bið verður á því að aðhaldsstigið fari minnkandi. Útlit er fyrir töluverðar vaxtalækkanir á næstunni ef verðbólgan þróast í takt við væntingar en peningastefnunefndin mun hins vegar eftir sem áður vera varkár.