Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. október 2024 16:32 Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Hann vonast til þess að fjárlög hans verði samþykkt 18-.19. nóvember næstkomandi með aðhaldi. það muni auka líkur á stýrivaxtalækkun. vísir/vilhelm Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur hjöðnun verbólgu, umfram það sem Seðlabankinn spáði í ágúst, auka líkur á því að bankinn lækki vexti við ákvörðun í nóvember. Hjöðnunin var drifin áfram af minni hækkun húsnæðis og segir ráðuneytið segir að spenna á húsnæðismarkaði virðist loks fara minnkandi. Í morgun var greint frá því að verðbólga hefði hjaðnað um 0,3 prósentustig og mælist nú 5,1 prósent. Vísitala neysluverðs hækkar um 0,28 prósent frá fyrri mánuði, svipað og vísitala neysluverðs án húsnæðis sem hækkar um 0,29 prósent frá október 2024. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að hraðari hjöðnun verðbólgu hafi stutt við þá ákvörðun peningastefnunefndar að lækka vexti í október, þegar stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta og eru nú 9 prósent. „Næsta ákvörðun peningastefnunefndar verður kynnt 20. nóvember næstkomandi. Það að verðbólga minnki nú áfram, og sé umtalsvert lægri en Seðlabankinn spáði í ágúst að hún yrði að meðaltali á 4. ársfjórðungi (5,8%), eykur líkurnar á því að vextir verði aftur lækkaðir í nóvember.“ Á móti vegi óvissa um aðhaldsstig ríkisfjármála. „Verði fjárlög afgreidd með því aðhaldi sem boðað er í fjárlagafrumvarpi áður en peningastefnunefnd kemur saman 18.-19. nóvember er sú óvissa minni.“ Tekið er fram að húsnæðisliðurinn hafi vegið þyngst til lækkunar á árstakti verðbólgu. „Húsnæði í vísitölu neysluverðs hækkaði um 0,19% á milli mánaða; reiknuð húsaleiga hefur ekki hækkað minna í um eitt ár. Spenna á húsnæðismarkaði virðist hafa minnkað undanfarið eftir því sem áhrif vegna Grindavíkur fjara út og uppsöfnuð áhrif vaxtahækkana og almennrar kólnunar hagkerfisins bíta í meiri mæli.“ „Enn er mikið framboð íbúða til sölu og fjöldi nýbyggðra íbúða er svipaður það sem af er ári eins og í fyrra á sama tíma og dregið hefur úr aðflutningi fólks til landsins. Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað tvo mánuði í röð, að vísu í kjölfar mikilla hækkana á fyrri helmingi ársins. Áhrifa þess í húsnæðislið VNV gætir með töf.“ Fjármál heimilisins Seðlabankinn Verðlag Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Í morgun var greint frá því að verðbólga hefði hjaðnað um 0,3 prósentustig og mælist nú 5,1 prósent. Vísitala neysluverðs hækkar um 0,28 prósent frá fyrri mánuði, svipað og vísitala neysluverðs án húsnæðis sem hækkar um 0,29 prósent frá október 2024. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að hraðari hjöðnun verðbólgu hafi stutt við þá ákvörðun peningastefnunefndar að lækka vexti í október, þegar stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta og eru nú 9 prósent. „Næsta ákvörðun peningastefnunefndar verður kynnt 20. nóvember næstkomandi. Það að verðbólga minnki nú áfram, og sé umtalsvert lægri en Seðlabankinn spáði í ágúst að hún yrði að meðaltali á 4. ársfjórðungi (5,8%), eykur líkurnar á því að vextir verði aftur lækkaðir í nóvember.“ Á móti vegi óvissa um aðhaldsstig ríkisfjármála. „Verði fjárlög afgreidd með því aðhaldi sem boðað er í fjárlagafrumvarpi áður en peningastefnunefnd kemur saman 18.-19. nóvember er sú óvissa minni.“ Tekið er fram að húsnæðisliðurinn hafi vegið þyngst til lækkunar á árstakti verðbólgu. „Húsnæði í vísitölu neysluverðs hækkaði um 0,19% á milli mánaða; reiknuð húsaleiga hefur ekki hækkað minna í um eitt ár. Spenna á húsnæðismarkaði virðist hafa minnkað undanfarið eftir því sem áhrif vegna Grindavíkur fjara út og uppsöfnuð áhrif vaxtahækkana og almennrar kólnunar hagkerfisins bíta í meiri mæli.“ „Enn er mikið framboð íbúða til sölu og fjöldi nýbyggðra íbúða er svipaður það sem af er ári eins og í fyrra á sama tíma og dregið hefur úr aðflutningi fólks til landsins. Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað tvo mánuði í röð, að vísu í kjölfar mikilla hækkana á fyrri helmingi ársins. Áhrifa þess í húsnæðislið VNV gætir með töf.“
Fjármál heimilisins Seðlabankinn Verðlag Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira