Verðlag

Fréttamynd

Beyoncé kennt um aukna verð­bólgu

Verðbólga mældist 9,7 prósent í maí í Svíþjóð, sem er töluvert meira en spáð hafði verið. Verðhækkun hótelgistingar og veitinga leiddi verðlagshækkanir og koma stjórstjörnunnar Beyoncé gæti skýrt hækkunina.

Lífið
Fréttamynd

Al­var­leg staða ríki á fá­keppnis­markaði

Alvarleg staða ríkir á fákeppnismarkaði og samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja lítil að sögn formanns VR sem segir vísbendingar um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt nokkrum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi, óásættanlegar. Auka verði samkeppni.

Neytendur
Fréttamynd

Seðlabankastjóri væntir frekari aðgerða gegn verðbólgu í fjárlögum

Seðlabankastjóri segir aðgerðir stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu jákvæðar. Þær væru eitt skref af mörgum sem taka verði og væntir frekari aðgerða í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Þá hvetur Seðlabankinn lánastofnanir til að nýta aukinn veðrétt heimila eftir mikla hækkun húsnæðisverðs til að breyta skilmálum lána.

Innlent
Fréttamynd

Neytendur geta borið saman matvöruverð þriggja verslunarrisa

Vefurinn Verðgáttin er nú komin í loftið en hún gerir neytendum kleift að fylgjast með þróun verðlags helstu neysluvara í stærstu matvöruverslunum landsins; Bónus, Krónunni og Nettó. Í Verðgáttinni munu neytendur sjá vöruverð gærdagsins og verðsögu vörunnar.

Neytendur
Fréttamynd

Seðlabankinn hvetur lánastofnanir til sveigjanleika

Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans með vaxtahækkunum og hertum lánaskilurðum hafa kælt niður húsnæðismarkaðinn. Sömuleiðis hafi eignamyndun í íbúðarhúsnæði aukist. Brýnt sé að lánastofnanir bjóði lántakendum skilamálabreytingar á lánum miðað við þarfir hvers og eins, sérstaklega eftir að tímabil fastra vaxta á lánum rennur út.

Innlent
Fréttamynd

Heimilin hugi að breytingu lánasamninga

Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn­völd auki hús­næð­is­vand­ann með breytt­u skatt­kerf­i

Stjórnvöld munu auka á húsnæðisvanda landsmanna með því að lækka endurgreiðsluhlutall vegna vinnu iðnaðarmanna um tæplega helming, að mati Samtaka iðnaðarins. Aðgerðin muni leiða til meiri kostnaðar við byggingu íbúða sem dragi úr framboði. „Samdráttur í framboði mun óhjákvæmilega hafa áhrif á íbúðaverð til hækkunar. Það eru þau áhrif sem við þessar aðstæður munu koma fram í aukinni verðbólgu og hærri vöxtum,“ segja samtökin.

Innherji
Fréttamynd

Bíræfnir bensíntittir

Síðast liðin misseri hefur eldsneytisverð verið í hæstu hæðum á Íslandi. Á síðasta eina og hálfa ári hefur greinarhöfundur verið í Danmörku nokkrum sinnum með nokkurra mánaða millibili. Í hvert eitt sinn hefur líter af bensíni og olíu verið um þrjátíu krónum ódýrari í Danmörku burtséð frá því hvernig gengi krónu og heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur sveiflast á tímabilinu.

Skoðun
Fréttamynd

Kristrún vill að launahækkanir æðstu embættismanna fylgi markaðnum

Formaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að laun æðstu embættismanna hækki ekki meira en laun á almennum markaði, enda væri það markmið laga um laun þeirra að þeir leiddu ekki launahækkanir í landinu. Hún og aðrir viðmælendur í Pallborðinu í dag voru sammála um að þörf væri á víðtæku samstarfi um vinnumarkaðinn en á mjög ólíkum forsendum.

Innlent
Fréttamynd

Tókust á um stöðu verðbólgu og vaxta í Pallborðinu

Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri SA, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar mæta í Pallborðið með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur hundruð umsóknir um litla stúdíóíbúð

Svo virðist sem alger örvænting ríki meðal leigjenda. Halldóra Jónasdóttir auglýsti litla stúdíóíbúð á dögunum og áður en hún vissi af voru komnar 200 umsóknir – samdægurs. Þær fóru í að verða 400 þegar upp var staðið.

Innlent
Fréttamynd

Bar­áttan við verð­bólguna

Ákvörðun Seðlabankans um stýrivaxtahækkun kom ef til vill ekki mjög á óvart miðað við undangengnar ákvarðanir hans. Eina ráð hans virðist vera að ráðast á kaupmátt launafólks til að reyna að hafa áhrif á kauphegðun þeirra sem hafa meira á milli handanna enda hafa hinir tekjulægri ekki borið uppi mikinn vöxt neyslunnar. 

Skoðun
Fréttamynd

Verð­bólga niður í 9,5 prósent

Verð­bólgan mældist 9,5 prósent í maí og fór niður um 0,4 prósentu­stig frá því í apríl þegar hún var 9,9 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í til­kynningu frá Hag­stofunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í­hugar að flytja úr landi vegna hækkananna

Formaður VR segir galið að Seðlabankastjóri skuli skella skuldinni á verkalýðshreyfinguna þegar kemur að verðbólgu í landinu. Hann segir endalausar hótanir í garð verkalýðshreyfingarinnar vera óskiljanlegar. Öryrki íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkana.

Innlent
Fréttamynd

Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu

Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin hafi hugað að tekjulágu fólki

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir nauðsynlegt að ráðast í rót verðbólgunnar og sýna aukið aðhald í ríkisfjármálum. Hann segir ríkisstjórnina hafa hugað að tekjulágu fólki en telur að það eigi ekki að reyna að lifa með verðbólguástandinu.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti í tveggja stafa tölu

Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka meginvexti sína í tveggja stafa tölu ef á þarf að halda til að ná verðbólgu niður að sögn seðlabankastjóra. Bankinn hækkaði vexti um 1,25 prósentustig í morgun og skorar á aðila vinnumarkaðarins að gera hófsama langtímasamninga og stjórnvöld að auka aðhald sitt í efnahagsmálum.

Innlent
Fréttamynd

Að­­gerðir í hús­­næðis­­málum for­­senda lang­­tíma­samninga að mati Eflingar

Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið reiðubúið að gera langtíma kjarasamninga eins og seðlabankastjóri kalli eftir. Til þess að það megi verða þurfi stjórnvöld að hins vegar að koma að málum með vel útfærðar aðgerðir í húsnæðismálum. Verðbólgan og stjarnfræðilega há húsleiga vegna húsnæðisskorts væri að sliga láglaunafólk sem ætti varla fyrir helstu nauðsynjum.

Innlent
Fréttamynd

Pen­ing­a­stefn­u­nefnd ætti að fund­a oft­ar í ljós­i krefj­and­i að­stæðn­a

Markaðurinn brást við meiri stýrivaxtahækkun en væntingar stóðu til með því að ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hækkaði og hlutabréf lækkuðu í verði. Verðbólguálag til skemmri tíma hækkaði um 20-30 punkta. Sérfræðingur á markaði bendir á að mögulega hafi stýrivaxtahækkunin verið hærri í ljósi þess hve langt er í næsta fund peningastefnunefndar og gagnrýnir að peningastefnunefnd skuli ekki funda mánaðarlega í ljósi krefjandi aðstæðna í hagkerfinu.

Innherji