„Við í Framsókn erum sultuslök“ Máni Snær Þorláksson skrifar 3. ágúst 2023 16:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að þau í Framsókn séu „sultuslök“ og ánægð með ríkisstjórnarsamstarfið. Vísir/Vilhelm Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra virðist ekki kippa sér mikið upp við yfirlýsingar um titring innan ríkisstjórnarinnar. Þau í Framsóknarflokknum séu róleg og ánægð með samstarfið í ríkisstjórninni. „Við í Framsókn erum sultuslök, enda hásumar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins í samtali við fréttastofu. „En auðvitað er það þannig að maður leggur við hlustir, af því það skiptir máli að hlusta á þá sem maður er að vinna með.“ Mikið hefur verið fjallað um titring innan ríkisstjórnarinnar að undanförnu og talað hefur verið um að þar leiki allt á reiðiskjálfi. Innt eftir viðbrögðum Framsóknar við stöðunni í ríkisstjórninni segir Lilja að lykiláhersla flokksins sé að það ríki góð samvinna í öllu sem þau geri. „Hugmyndafræði Framsóknarflokksins gengur út á samvinnu, ef það er góð samvinna þá ná samfélög og ríki góðum árangri. Þannig það er lykilforsenda þess að ríkisstjórnarsamstarf gangi vel að það sé gagnkvæmur skilningur á þessari grundvallarhugmyndarfræði Framsóknarflokksins.“ Lilja segir að það hafi tekist að leysa ágreiningsmál í ríkisstjórninni með góðri samvinnu.Vísir/Vilhelm Er góð samvinna í ríkisstjórninni núna? „Það koma alltaf upp ágreiningsmál í öllum ríkisstjórnum, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim. Við erum gæfurík að því leytinu til að við ræðum málin opinskátt og okkur hefur tekist hingað til að leiða þau mál til lykta með góðri samvinnu.“ Gott að hægt sé að ræða opinskátt Síðustu daga hafa áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins verið með yfirlýsingar um óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið. Málamiðlanir séu of miklar og þörf sé á breytingum. „Þessir ágætu vinir mínir í Sjálfstæðisflokknum hafa ætíð haft ríka þörf fyrir að tjá sig,“ segir Lilja við því. „Þeir hafa auðvitað nefnt ákveðin atriði sem þeim hefur þótt vera miður góð og hafa nefnt frestun hvalveiða, grænu umskiptin og svo útlendingamálin.“ Það sé farsælt og gott að búa í samfélagi þar sem lykilfólk í stjórnmálum geti tjáð sig og að hægt sé að ræða opinskátt um hlutina. Meiri líkur séu á að framfarir verði í slíkum samfélögum. „Þannig ég geri engar athugasemdir við þetta því þegar öllu er á botninn hvolft skiptir auðvitað mestu máli að það ríki velsæld í íslensku samfélagi og að við sjáum fyrir endann á þessari verðbólgu, það er númer eitt, tvö og þrjú.“ Ánægð með samstarfið Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í síðasta mánuði að flokkar í ríkisstjórninni eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Það leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Lilja segir við því að ríkisstjórnin þurfi alltaf að huga að samheldni, þau séu saman í liði. Það sé þó hins vegar þannig að hver og einn ráðherra beri ábyrgð á sínum málaflokkum. „Svo þegar það koma upp ágreiningsmál þá virkar það auðvitað enn frekar eins og hver og einn ráðherra sé að starfa á eigin forsendum en viðkomandi ráðherra þarf auðvitað þá að færa rök fyrir því sem verið er að gera. “ Er Framsókn ánægð með samstarfið? „Framsókn er ánægð með samstarfið og leggur höfuðáherslu á að við náum verðbólgunni niður til þess að vextirnir lækki svo að kjör heimilanna verði betri.“ Ríkisstjórnin sé samstíga í baráttunni við verðbólguna Lilja segir að eitt meginmarkmið með tilkomu ríkisstjórnarsamstarfsins hafi verið að mynda stöðugleika í íslenskum stjórnmálum. Það hefur að hennar sögn tekist. „Nú eru stór verkefni framundan og fyrst er að nefna efnahagsmálin, að ná verðbólgunni enn frekar niður og það er að mínu mati verkefni þessarar ríkisstjórnar númer eitt, tvö og þrjú. Við erum sammála um mikilvægi þess og höfum verið að gera breytingar á ríkisfjármálunum til þess að ná þessu markmiði. Þá hafnar Lilja því algjörlega að ekki sé nógu mikil sameiginleg stefna hjá ríkisstjórninni þegar kemur að því að takast á við verðbólguna. „Vegna þess að við sjáum að það voru gerðar breytingar á ríkisfjármálaáætluninni til þess að ná þessu markmiði okkar,“ segir hún. Það skeri Ísland út frá mörgum ríkjum í Evrópu að hér hafi verið sjö prósent hagvöxtur á síðasta ári. „Það er mikill undirliggjandi verðbólguþrýstingur þegar hagvöxtur er svona mikill. Þess vegna höfum við séð vaxtahækkanir sem eru umfangsmeiri en til að mynda í Evrópu. Það endurspeglar í raun og veru þann kraft og viðurkenningu á þerri efnahagsstefnu sem við höfum verið að reka, þar sem kaupmátturinn hefur undanfarið, fram að þessu verðbólgutímabili, verið að aukast. Atvinnuleysi er mjög lágt og virkni á vinnumarkaði með því allra hæsta sem gerist í veröldinni. Þannig ég hafna því að við séum ekki samstíga í að ná verðbólgunni niður.“ Hafnar því að um sé að ræða stöðnun Lilja hafnar því einnig að ríkisstjórnarsamstarfið sé farið að snúast um kyrrstöðu eða það að halda völdum. Ríkisstjórnin hafi náð að koma miklu í verk. „Ég nefni í fyrsta lagi að efnahagslífið hefur náð að blómstra hjá þessari ríkisstjórn og í öðru lagi hefur staða heimilanna verið að styrkjast á þessu tímabili. Hins vegar er núna verðbólga, sem er auðvitað að valda því að kaupmáttur er að minnka en heilt yfir hefur hagvöxtur og kaupmáttur aukist hjá þessari ríkisstjórn. Einnig hafi ríkisstjórnin farið í ýmsar kerfisbreytingar í menntamálum, heilbrigðismálum og menningarmálum. „Þannig ég hafna því tali stjórnarandstöðunnar að um sé að ræða stöðnun,“ segir Lilja. Óskhyggja að fá kosningar á næstunni Stuðningur við Framsókn og hina stjórnarflokkana hefur farið lækkandi að undanförnu. Flokkarnir þrír myndu ekki ná meirihluta ef gengið yrði til kosninga í dag ef miðað er við skoðanakannanir. Lilja virðist þó ekki vera að undirbúa sig fyrir kosningar á næstunni. „Það er kosið á fjögurra ára fresti og það eru tvö ár í kosningar.“ Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, hélt því fram í samtali við fréttastofu í gær að ríkisstjórnin gæti ekki dáið vegna ótta við kosningar. „Það er auðvitað óskhyggja hjá stjórnarandstöðunni að það sé boðað til kosninga en það er ekki samkvæmt því stjórnarfyrirkomulagi sem hefur verið við líði á Íslandi.“ Þá hafi Framsóknarflokkurinn áður náð að snúa vörn í sókn eftir lélegar niðurstöður í könnunum. Frá því Lilja byrjaði í pólitík hafi hún séð miklar sveiflur á fylgi flokksins. „Ég hef séð Framsóknarflokkinn vera að mælast í sex prósentum og svo höfum við endað í átján prósentum nokkrum kosningum seinna. Það er svo margt sem getur breyst í þessu, vika í stjórnmálum er mjög langur tími.“ Áhyggjur af skoðanakönnunum séu því ekki miklar í herbúðum Framsóknarflokksins. „Við höldum bara áfram. Við förum í verkin, leggjum við hlustir en höldum áfram með okkar vinnu,“ segir Lilja. „Þegar skoðanakannanir eru eins og þær eru að það er skýr vísbending til okkar að við þurfum að gera enn betur.“ Þurfi að standa sig betur Stuðningur við ríkisstjórnina hefur einnig farið minnkandi og mælist einungis 33 prósent samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Gallup. „Það eru vísbendingar um að við þurfum að standa okkur betur og við förum í það verkefni,“ segir Lilja varðandi minnkandi stuðning við ríkisstjórnina. Varðandi það hvernig ríkisstjórnin geti unnið inn traust almennings aftur segir Lilja að það sé skipti mjög miklu máli að ná verðbólgunni niður. „Íslendingar hafa mikið óþol gagnvart verðbólgu. Það er líka auðvitað þannig að við erum að fara inn í stóran vetur og mjög mikilvægir kjarasamningar framundan.“ Tryggja þurfi að þau sem hafa minnst á milli handanna komi vel út úr þeim kjarasamningum. „Ríkisstjórnin tók mjög ákveðin skref þegar launahækkanir okkar voru 2,5 prósent, þvert á það sem búið var að gera ráð fyrir sem voru rúm 6 prósent. Þarna vorum við að leiða með góðu fordæmi og setja baráttuna gegn verðbólgu í fyrsta sæti.“ Lilja er vongóð um að verðbólgan haldi áfram að lækka. Það krefjist þó þess að sátt náist um að ná verðbólgunni niður. „Við höfum auðvitað náð verðbólgunni niður áður og það mun takast líka núna. Það eru ágætis horfur, gengið hefur verið að styrkjast, sem á að skila sér í lækkun vöruverðs til neytenda. Þannig ég er nokkuð bjartsýn á framhaldið.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Verðlag Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Við í Framsókn erum sultuslök, enda hásumar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins í samtali við fréttastofu. „En auðvitað er það þannig að maður leggur við hlustir, af því það skiptir máli að hlusta á þá sem maður er að vinna með.“ Mikið hefur verið fjallað um titring innan ríkisstjórnarinnar að undanförnu og talað hefur verið um að þar leiki allt á reiðiskjálfi. Innt eftir viðbrögðum Framsóknar við stöðunni í ríkisstjórninni segir Lilja að lykiláhersla flokksins sé að það ríki góð samvinna í öllu sem þau geri. „Hugmyndafræði Framsóknarflokksins gengur út á samvinnu, ef það er góð samvinna þá ná samfélög og ríki góðum árangri. Þannig það er lykilforsenda þess að ríkisstjórnarsamstarf gangi vel að það sé gagnkvæmur skilningur á þessari grundvallarhugmyndarfræði Framsóknarflokksins.“ Lilja segir að það hafi tekist að leysa ágreiningsmál í ríkisstjórninni með góðri samvinnu.Vísir/Vilhelm Er góð samvinna í ríkisstjórninni núna? „Það koma alltaf upp ágreiningsmál í öllum ríkisstjórnum, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim. Við erum gæfurík að því leytinu til að við ræðum málin opinskátt og okkur hefur tekist hingað til að leiða þau mál til lykta með góðri samvinnu.“ Gott að hægt sé að ræða opinskátt Síðustu daga hafa áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins verið með yfirlýsingar um óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið. Málamiðlanir séu of miklar og þörf sé á breytingum. „Þessir ágætu vinir mínir í Sjálfstæðisflokknum hafa ætíð haft ríka þörf fyrir að tjá sig,“ segir Lilja við því. „Þeir hafa auðvitað nefnt ákveðin atriði sem þeim hefur þótt vera miður góð og hafa nefnt frestun hvalveiða, grænu umskiptin og svo útlendingamálin.“ Það sé farsælt og gott að búa í samfélagi þar sem lykilfólk í stjórnmálum geti tjáð sig og að hægt sé að ræða opinskátt um hlutina. Meiri líkur séu á að framfarir verði í slíkum samfélögum. „Þannig ég geri engar athugasemdir við þetta því þegar öllu er á botninn hvolft skiptir auðvitað mestu máli að það ríki velsæld í íslensku samfélagi og að við sjáum fyrir endann á þessari verðbólgu, það er númer eitt, tvö og þrjú.“ Ánægð með samstarfið Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í síðasta mánuði að flokkar í ríkisstjórninni eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Það leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Lilja segir við því að ríkisstjórnin þurfi alltaf að huga að samheldni, þau séu saman í liði. Það sé þó hins vegar þannig að hver og einn ráðherra beri ábyrgð á sínum málaflokkum. „Svo þegar það koma upp ágreiningsmál þá virkar það auðvitað enn frekar eins og hver og einn ráðherra sé að starfa á eigin forsendum en viðkomandi ráðherra þarf auðvitað þá að færa rök fyrir því sem verið er að gera. “ Er Framsókn ánægð með samstarfið? „Framsókn er ánægð með samstarfið og leggur höfuðáherslu á að við náum verðbólgunni niður til þess að vextirnir lækki svo að kjör heimilanna verði betri.“ Ríkisstjórnin sé samstíga í baráttunni við verðbólguna Lilja segir að eitt meginmarkmið með tilkomu ríkisstjórnarsamstarfsins hafi verið að mynda stöðugleika í íslenskum stjórnmálum. Það hefur að hennar sögn tekist. „Nú eru stór verkefni framundan og fyrst er að nefna efnahagsmálin, að ná verðbólgunni enn frekar niður og það er að mínu mati verkefni þessarar ríkisstjórnar númer eitt, tvö og þrjú. Við erum sammála um mikilvægi þess og höfum verið að gera breytingar á ríkisfjármálunum til þess að ná þessu markmiði. Þá hafnar Lilja því algjörlega að ekki sé nógu mikil sameiginleg stefna hjá ríkisstjórninni þegar kemur að því að takast á við verðbólguna. „Vegna þess að við sjáum að það voru gerðar breytingar á ríkisfjármálaáætluninni til þess að ná þessu markmiði okkar,“ segir hún. Það skeri Ísland út frá mörgum ríkjum í Evrópu að hér hafi verið sjö prósent hagvöxtur á síðasta ári. „Það er mikill undirliggjandi verðbólguþrýstingur þegar hagvöxtur er svona mikill. Þess vegna höfum við séð vaxtahækkanir sem eru umfangsmeiri en til að mynda í Evrópu. Það endurspeglar í raun og veru þann kraft og viðurkenningu á þerri efnahagsstefnu sem við höfum verið að reka, þar sem kaupmátturinn hefur undanfarið, fram að þessu verðbólgutímabili, verið að aukast. Atvinnuleysi er mjög lágt og virkni á vinnumarkaði með því allra hæsta sem gerist í veröldinni. Þannig ég hafna því að við séum ekki samstíga í að ná verðbólgunni niður.“ Hafnar því að um sé að ræða stöðnun Lilja hafnar því einnig að ríkisstjórnarsamstarfið sé farið að snúast um kyrrstöðu eða það að halda völdum. Ríkisstjórnin hafi náð að koma miklu í verk. „Ég nefni í fyrsta lagi að efnahagslífið hefur náð að blómstra hjá þessari ríkisstjórn og í öðru lagi hefur staða heimilanna verið að styrkjast á þessu tímabili. Hins vegar er núna verðbólga, sem er auðvitað að valda því að kaupmáttur er að minnka en heilt yfir hefur hagvöxtur og kaupmáttur aukist hjá þessari ríkisstjórn. Einnig hafi ríkisstjórnin farið í ýmsar kerfisbreytingar í menntamálum, heilbrigðismálum og menningarmálum. „Þannig ég hafna því tali stjórnarandstöðunnar að um sé að ræða stöðnun,“ segir Lilja. Óskhyggja að fá kosningar á næstunni Stuðningur við Framsókn og hina stjórnarflokkana hefur farið lækkandi að undanförnu. Flokkarnir þrír myndu ekki ná meirihluta ef gengið yrði til kosninga í dag ef miðað er við skoðanakannanir. Lilja virðist þó ekki vera að undirbúa sig fyrir kosningar á næstunni. „Það er kosið á fjögurra ára fresti og það eru tvö ár í kosningar.“ Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, hélt því fram í samtali við fréttastofu í gær að ríkisstjórnin gæti ekki dáið vegna ótta við kosningar. „Það er auðvitað óskhyggja hjá stjórnarandstöðunni að það sé boðað til kosninga en það er ekki samkvæmt því stjórnarfyrirkomulagi sem hefur verið við líði á Íslandi.“ Þá hafi Framsóknarflokkurinn áður náð að snúa vörn í sókn eftir lélegar niðurstöður í könnunum. Frá því Lilja byrjaði í pólitík hafi hún séð miklar sveiflur á fylgi flokksins. „Ég hef séð Framsóknarflokkinn vera að mælast í sex prósentum og svo höfum við endað í átján prósentum nokkrum kosningum seinna. Það er svo margt sem getur breyst í þessu, vika í stjórnmálum er mjög langur tími.“ Áhyggjur af skoðanakönnunum séu því ekki miklar í herbúðum Framsóknarflokksins. „Við höldum bara áfram. Við förum í verkin, leggjum við hlustir en höldum áfram með okkar vinnu,“ segir Lilja. „Þegar skoðanakannanir eru eins og þær eru að það er skýr vísbending til okkar að við þurfum að gera enn betur.“ Þurfi að standa sig betur Stuðningur við ríkisstjórnina hefur einnig farið minnkandi og mælist einungis 33 prósent samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Gallup. „Það eru vísbendingar um að við þurfum að standa okkur betur og við förum í það verkefni,“ segir Lilja varðandi minnkandi stuðning við ríkisstjórnina. Varðandi það hvernig ríkisstjórnin geti unnið inn traust almennings aftur segir Lilja að það sé skipti mjög miklu máli að ná verðbólgunni niður. „Íslendingar hafa mikið óþol gagnvart verðbólgu. Það er líka auðvitað þannig að við erum að fara inn í stóran vetur og mjög mikilvægir kjarasamningar framundan.“ Tryggja þurfi að þau sem hafa minnst á milli handanna komi vel út úr þeim kjarasamningum. „Ríkisstjórnin tók mjög ákveðin skref þegar launahækkanir okkar voru 2,5 prósent, þvert á það sem búið var að gera ráð fyrir sem voru rúm 6 prósent. Þarna vorum við að leiða með góðu fordæmi og setja baráttuna gegn verðbólgu í fyrsta sæti.“ Lilja er vongóð um að verðbólgan haldi áfram að lækka. Það krefjist þó þess að sátt náist um að ná verðbólgunni niður. „Við höfum auðvitað náð verðbólgunni niður áður og það mun takast líka núna. Það eru ágætis horfur, gengið hefur verið að styrkjast, sem á að skila sér í lækkun vöruverðs til neytenda. Þannig ég er nokkuð bjartsýn á framhaldið.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Verðlag Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira