Spænski boltinn Schuster vonast eftir kraftaverki gegn Barcelona Barcelona og Getafe spila fyrri leik sinn í udanúrslitum spænska konungsbikarsins á miðvikudagskvöldið og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 18:25. Bernd Schuster, þjálfari smáliðs Getafe, segist vonast eftir kraftaverki á Nou Camp. Fótbolti 16.4.2007 15:26 Spánn: Valencia gerði Barcelona greiða Valencia lagði Sevilla 2-0 í kvöldleiknum í spænska boltanum með tveimur mörkum frá spænska landsliðsmanninum David Villa. Sigur Valencia þýðir að Barcelona er enn með fjögurra stiga forskot á toppnum. Valencia skaust með sigrinum í fjórða sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir Sevilla. Fótbolti 15.4.2007 23:05 Heilladísirnar á bandi Barcelona Barcelona náði í kvöld fjögurra stiga forskoti á toppi spænsku deildarinnar í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Mallorca á heimavelli. Markið var sjálfsmark á síðustu mínútu leiksins eftir að skot varamannsins Javier Saviola hrökk af stönginni í varnarmann og í netið. Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á bekknum hjá Barcelona. Sevilla getur minnkað forskot Barca niður í eitt stig með sigri á Valencia í stórleik kvöldsins sem er sýndur beint á Sýn. Fótbolti 15.4.2007 19:18 Súrt tap hjá Real Madrid Real Madrid missti af tækifæri til að komast á topp spænsku deildarinnar í knattspyrnu í kvöld þegar liðið lá 2-1 á útivelli fyrir Racing Santander. Real hafði ekki tapað í 9 leikjum í röð, en eftir að Raul kom Madrid yfir í upphafi leiks, skoraði varnarmaðurinn Ezequiel Garay tvö mörk úr vítaspyrnum í síðari hálfleiknum. Fótbolti 14.4.2007 20:39 Bernd Schuster tekur við Real Madrid Þýski knattspyrnuþjálfarinn Bernd Schuster hefur skrifað undir samning við spænska stórveldið Real Madrid og mun taka við þjálfun þess þann 1. júlí. Þetta fullyrða þýskir fjölmiðlar í dag og segja fulltrúa Schusters hafa staðfest tíðindin. Schuster er þjálfari Getafe í dag en fyrir hjá Real Madrid er ítalski þjálfarinn Fabio Capello. Fótbolti 12.4.2007 16:53 Real tilbúið að borga 7 milljarða fyrir Ronaldo Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag að forráðamenn Real Madrid á Spáni hafi átt fund með forráðamönnum Manchester United þar sem þeir hafi boðist til að gera enska félaginu kauptilboð í Cristiano Ronaldo upp á ríflega 7 milljarða íslenskra króna. Ef af þessum viðskiptum verður, er ljóst að Ronaldo yrði dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. Fótbolti 12.4.2007 14:46 Eiður Smári kannast ekki við áhuga Man Utd Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki kannast við meintan áhuga Manchester United um að fá hann í sínar raðir og segist reikna með að verða áfram hjá Spánarmeisturum Barcelona. Þetta segir hann í einkaviðtali við Sky sjónvarpsstöðina í dag. Fótbolti 12.4.2007 14:15 Stoichkov var ekki atvinnulaus lengi Búlgarska knattspyrnugoðið Hristo Stoichkov var ekki lengi atvinnulaus, en hann verður tilkynntur sem næsti knattspyrnustjóri spænska liðsins Celta Vigo í dag. Þessi tíðindi koma innan við sólarhring eftir að honum var sagt upp sem landsliðsþjálfara Búlgaríu. Celta Vigo er komið í fallbaráttu í spænsku deildinni eftir lélegt gengi undanfarið. Fótbolti 11.4.2007 04:22 Eiður Smári er ekki á leið til Manchester United Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, segir í samtali við Sky sjónvarpsstöðina í dag að ekkert sé til í skrifum spænsku blaðanna sem orðuðu hann við Manchester United í dag. Fótbolti 10.4.2007 14:16 Bjartsýni ríkir í herbúðum Real Madrid Leikmenn og forráðamenn Real Madrid segja að sjálfstraustið í herbúðum liðsins sé afar gott um þessar mundir og að menn hafi fulla trú á því að liðið geti komið í veg fyrir að Barcelona vinni spænska meistaratitilinn þriðja árið í röð. Sóknarmaðurinn Robinho og Ramon Calderon, forseti félagsins, eru mjög bjartsýnir. Fótbolti 9.4.2007 12:14 Allt í járnum í spænsku úrvalsdeildinni Mikil spenna er hlaupin í spænsku úrvalsdeildina í knattspyrnu eftir að Real Madrid sigraði Osasuna í kvöld á sama tíma og Sevilla náði aðeins markalausu jafntefli gegn Racing Santander á heimavelli sínum. Barcelona er því enn á toppnum, með eins stigs forskot á Sevilla, en á tvö stig á Real Madrid. Fótbolti 8.4.2007 20:38 Eiður kom inn á í tapleik Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen lék síðustu 25 mínúturnar fyrir Barcelona sem tapaði fyrir Real Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Zaragoza vann 1-0 en það var argentínski framherjinn Diego Milito sem skoraði eina mark leiksins. Barcelona er áfram með tveggja stiga forystu á Sevilla á toppi deildarinnar en síðarnefnda liðið á leik til góða. Fótbolti 7.4.2007 19:48 Reyes fór úr axlarlið Spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes hjá Real Madrid fór úr axlarlið á æfingu liðsins í dag og því verður ekkert af endurkomu hans í liðið í bráð. Reyes hafði verið meiddur á hné og átti að snúa aftur í hóp liðsins um næstu helgi. Hann er lánsmaður frá enska liðinu Arsenal. Fótbolti 5.4.2007 18:23 Eto´o hættur að fara með börn sín á völlinn Kamerúninn Samuel Eto´o hjá Barcelona segist ekki lengur treysta sér til að koma með börnin sín á leiki í spænsku deildinni vegna kynþáttafordóma. Hann kallar á forráðamenn deildarinnar og félaga á Spáni að bregðast við ástandinu. Fótbolti 4.4.2007 13:32 Beckham farinn að æfa á ný David Beckham er nú farinn að æfa með Real Madrid á ný eftir hnémeiðsli sem hann varð fyrir í leik gegn Getafe í byrjun mars. Beckham æfði lyftingar einn síns liðs á meðan hann var meiddur en er nú kominn til liðs við félaga sína á æfingasvæðinu á ný. Ekki er vitað hvort hann verður í leikmannahópi Real þegar liðið tekur á móti Osasuna um helgina. Fótbolti 3.4.2007 18:13 Lukkan á bandi Real Madrid Real Madrid var fjarri sínu besta í spænska boltanum í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á botnliði Celta Vigo á útivelli og náði þriðja sæti deildarinnar. Sevilla gerði aðeins markalaust jafntefli við Osasuna og því hefur Barcelona nú tveggja stiga forystu á toppnum. Fótbolti 1.4.2007 22:04 Laporta: Ronaldinho verður áfram hjá Barcelona Forseti Barcelona segir að brasilíski snillingurinn Ronaldinho sé ánægður hjá félaginu og segir að honum sé frjálst að leika með liði Barcelona eins lengi og hann vill. Laporta forseti átti fund með umboðsmanni leikmannsins um helgina og fullvissar stuðningsmenn Barcelona að ekkert sé til í því að hann sé á leið til AC Milan eins og rekið hefur verið í fjölmiðlum undanfarið. Fótbolti 1.4.2007 14:30 Barcelona á toppnum Barcelona vann í gærkvöld mikilvægan sigur á Deportivo 2-1 í spænsku deildinni í knattspyrnu og náði þar með þriggja stiga forystu á Sevilla sem er í öðru sætinu, en á leik til góða. Fótbolti 1.4.2007 12:39 Valencia lagði Espanyol Valencia skaust í þriðja sætið í spænsku deildinni í kvöld þegar liðið lagði Espanyol 3-2 í hörkuleik þar sem David Villa, Miguel Angulo og Vicente skoruðu mörk heimamanna á Mestalla. Luis Garcia og Alberto Riera skoruðu mörk gestanna. Real Madrid getur náð þriðja sætinu á ný með sigri á Osasuna á morgun. Fótbolti 31.3.2007 21:16 Saviola verður að vera þolinmóður Argentínski framherjinn Javier Saviola verður að vera þolinmóður og bíða lengur eftir því að forráðamenn Barcelona bjóði honum nýjan samning. Þetta segir Txiki Begiristain yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Samningur Saviola rennur út í sumar en hann hefur skorað 12 mörk í 21 leik fyrir Barca í vetur. Fótbolti 27.3.2007 18:16 Saviola lofaður nýjur samningur Argentínski framherjinn Javier Saviola hjá Barcelona býst við því að vera boðinn nýr samningur við spænska stórveldið í vikunni. Verði sú raunin fá þær vangaveltur sem segja Eið Smára Guðjohnsen á förum frá Barcelona í sumar byr undir báða vængi. Fótbolti 26.3.2007 12:09 Barcelona neitar að tjá sig um hugsanleg vistaskipti Eiðs Spænska knattspyrnufélagið Barcelona neitar að tjá sig um fréttir þess efnis að Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sé hugsanlega á leið frá félaginu og aftur til Englands. Fótbolti 23.3.2007 10:39 Rivaldo á fallegasta mark í sögu Barcelona Mark Brasilíumannsins Rivaldo gegn Valencia í lokaleik spænsku deildarinnar árið 2001 hefur verið kosið fallegasta og um leið mikilvægasta mark í sögu Barcelona á vefsíðu El Mundo Deportivo. Smelltu á hlekk í fréttinni til að sjá myndband af markinu. Fótbolti 22.3.2007 15:31 Schuster ekki í viðræðum við Real Madrid Þýski þjálfarinn Bernd Schuster hjá Getafe segir ekkert til í skrifum AS sem í dag fullyrti að hann væri í viðræðum við Real Madrid um að taka við af Fabio Capello. Schuster hefur áður lýst því yfir að hann vilji einn daginn taka við stóra liðinu í Madrid, en þvertekur fyrir að hafa rætt við forráðamenn félagsins nú. Fótbolti 22.3.2007 14:28 Getafe mætir Barcelona í bikarnum Í dag var dregið í undanúrslit Konungsbikarsins á Spáni. Smálið Getafe frá Madrid mætir þar Spánarmeisturum Barcelona, en liðið er komið í undanúrslit keppninnar í fyrsta sinn í sögunni. Barcelona hefur unnið keppnina 24 sinnum. Hin undanúrslitaviðureignin verður einvígi Sevilla og Deportivo. Leikirnir fara fram dagana 18. apríl og 9. maí en úrslitaleikurinn er ekki fyrr en 23. júní. Fótbolti 22.3.2007 15:06 Sir Alex vill Eið Smára Enska blaðið The Sun greinir frá því í morgun að Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United vilji fá Eið Smára Guðjohnsen í raðir Manchester liðsins. Samkvæmt The Sun er Eiði ætlað að taka við hlutverki sænska framherjans Henriks Larson. Enski boltinn 22.3.2007 08:01 Bann Navarro gildir í öllum keppnum Varnarmaðurinn David Navarro hjá Valencia getur nú farið að einbeita sér að golfinu næsta hálfa árið eða svo eftir að Alþjóða knattspyrnusambandið samþykkti beiðni þess evrópska um að láta sjö mánaða keppnisbann hans í Meistaradeildinni gilda í öllum keppnum. Navarro fékk bannið eftir alvarleg agabrot í uppþoti sem varð eftir leik Valencia og Inter Milan á dögunum. Fótbolti 21.3.2007 16:56 Benítez á leið til Real Madrid? Real Madrid vilja fá Rafael Benítez sem næsta þjálfara frekar en José Mourinho. Þeir munu nú reyna að lokka Benítez frá Liverpool með boði sem hann getur ekki hafnað. Frá þessu segir í The Times í dag. Benítez hafnaði boði frá Real fyrir um ári síðan en síðan þá hafa aðstæður breyst, bæði á Bernabau og Anfield. Fótbolti 21.3.2007 08:52 Þeir voru lélegri en ég hélt Sevilla komst í kvöld loksins í undanúrslitin í spænska konungsbikarnum í knattspyrnu eftir að hafa slegið út granna sína í Real Betis. Liðin léku það sem eftir var leiks þeirra frá því í lok síðasta mánaðar, en honum var frestað eftir að þjálfari Sevilla fékk flösku í höfuðið og rotaðist. Hann gat ekki stillt sig um að senda andstæðingum sínum smá skot eftir leikinn. Fótbolti 20.3.2007 22:54 Framtíð Reyes óljós Jose Antonio Reyes segist ekkert hafa rætt við forráðamenn Arsenal og Real Madrid um framtíð sína en hann er nú á eins árs lánssamningi hjá spænska liðinu frá Arsenal. Reyes hefur oft undirstrikað að hann sé ánægður hjá Real og vilji aldrei aftur spila á Englandi. Fótbolti 20.3.2007 15:03 « ‹ 238 239 240 241 242 243 244 245 246 … 266 ›
Schuster vonast eftir kraftaverki gegn Barcelona Barcelona og Getafe spila fyrri leik sinn í udanúrslitum spænska konungsbikarsins á miðvikudagskvöldið og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 18:25. Bernd Schuster, þjálfari smáliðs Getafe, segist vonast eftir kraftaverki á Nou Camp. Fótbolti 16.4.2007 15:26
Spánn: Valencia gerði Barcelona greiða Valencia lagði Sevilla 2-0 í kvöldleiknum í spænska boltanum með tveimur mörkum frá spænska landsliðsmanninum David Villa. Sigur Valencia þýðir að Barcelona er enn með fjögurra stiga forskot á toppnum. Valencia skaust með sigrinum í fjórða sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir Sevilla. Fótbolti 15.4.2007 23:05
Heilladísirnar á bandi Barcelona Barcelona náði í kvöld fjögurra stiga forskoti á toppi spænsku deildarinnar í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Mallorca á heimavelli. Markið var sjálfsmark á síðustu mínútu leiksins eftir að skot varamannsins Javier Saviola hrökk af stönginni í varnarmann og í netið. Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á bekknum hjá Barcelona. Sevilla getur minnkað forskot Barca niður í eitt stig með sigri á Valencia í stórleik kvöldsins sem er sýndur beint á Sýn. Fótbolti 15.4.2007 19:18
Súrt tap hjá Real Madrid Real Madrid missti af tækifæri til að komast á topp spænsku deildarinnar í knattspyrnu í kvöld þegar liðið lá 2-1 á útivelli fyrir Racing Santander. Real hafði ekki tapað í 9 leikjum í röð, en eftir að Raul kom Madrid yfir í upphafi leiks, skoraði varnarmaðurinn Ezequiel Garay tvö mörk úr vítaspyrnum í síðari hálfleiknum. Fótbolti 14.4.2007 20:39
Bernd Schuster tekur við Real Madrid Þýski knattspyrnuþjálfarinn Bernd Schuster hefur skrifað undir samning við spænska stórveldið Real Madrid og mun taka við þjálfun þess þann 1. júlí. Þetta fullyrða þýskir fjölmiðlar í dag og segja fulltrúa Schusters hafa staðfest tíðindin. Schuster er þjálfari Getafe í dag en fyrir hjá Real Madrid er ítalski þjálfarinn Fabio Capello. Fótbolti 12.4.2007 16:53
Real tilbúið að borga 7 milljarða fyrir Ronaldo Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag að forráðamenn Real Madrid á Spáni hafi átt fund með forráðamönnum Manchester United þar sem þeir hafi boðist til að gera enska félaginu kauptilboð í Cristiano Ronaldo upp á ríflega 7 milljarða íslenskra króna. Ef af þessum viðskiptum verður, er ljóst að Ronaldo yrði dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. Fótbolti 12.4.2007 14:46
Eiður Smári kannast ekki við áhuga Man Utd Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki kannast við meintan áhuga Manchester United um að fá hann í sínar raðir og segist reikna með að verða áfram hjá Spánarmeisturum Barcelona. Þetta segir hann í einkaviðtali við Sky sjónvarpsstöðina í dag. Fótbolti 12.4.2007 14:15
Stoichkov var ekki atvinnulaus lengi Búlgarska knattspyrnugoðið Hristo Stoichkov var ekki lengi atvinnulaus, en hann verður tilkynntur sem næsti knattspyrnustjóri spænska liðsins Celta Vigo í dag. Þessi tíðindi koma innan við sólarhring eftir að honum var sagt upp sem landsliðsþjálfara Búlgaríu. Celta Vigo er komið í fallbaráttu í spænsku deildinni eftir lélegt gengi undanfarið. Fótbolti 11.4.2007 04:22
Eiður Smári er ekki á leið til Manchester United Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, segir í samtali við Sky sjónvarpsstöðina í dag að ekkert sé til í skrifum spænsku blaðanna sem orðuðu hann við Manchester United í dag. Fótbolti 10.4.2007 14:16
Bjartsýni ríkir í herbúðum Real Madrid Leikmenn og forráðamenn Real Madrid segja að sjálfstraustið í herbúðum liðsins sé afar gott um þessar mundir og að menn hafi fulla trú á því að liðið geti komið í veg fyrir að Barcelona vinni spænska meistaratitilinn þriðja árið í röð. Sóknarmaðurinn Robinho og Ramon Calderon, forseti félagsins, eru mjög bjartsýnir. Fótbolti 9.4.2007 12:14
Allt í járnum í spænsku úrvalsdeildinni Mikil spenna er hlaupin í spænsku úrvalsdeildina í knattspyrnu eftir að Real Madrid sigraði Osasuna í kvöld á sama tíma og Sevilla náði aðeins markalausu jafntefli gegn Racing Santander á heimavelli sínum. Barcelona er því enn á toppnum, með eins stigs forskot á Sevilla, en á tvö stig á Real Madrid. Fótbolti 8.4.2007 20:38
Eiður kom inn á í tapleik Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen lék síðustu 25 mínúturnar fyrir Barcelona sem tapaði fyrir Real Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Zaragoza vann 1-0 en það var argentínski framherjinn Diego Milito sem skoraði eina mark leiksins. Barcelona er áfram með tveggja stiga forystu á Sevilla á toppi deildarinnar en síðarnefnda liðið á leik til góða. Fótbolti 7.4.2007 19:48
Reyes fór úr axlarlið Spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes hjá Real Madrid fór úr axlarlið á æfingu liðsins í dag og því verður ekkert af endurkomu hans í liðið í bráð. Reyes hafði verið meiddur á hné og átti að snúa aftur í hóp liðsins um næstu helgi. Hann er lánsmaður frá enska liðinu Arsenal. Fótbolti 5.4.2007 18:23
Eto´o hættur að fara með börn sín á völlinn Kamerúninn Samuel Eto´o hjá Barcelona segist ekki lengur treysta sér til að koma með börnin sín á leiki í spænsku deildinni vegna kynþáttafordóma. Hann kallar á forráðamenn deildarinnar og félaga á Spáni að bregðast við ástandinu. Fótbolti 4.4.2007 13:32
Beckham farinn að æfa á ný David Beckham er nú farinn að æfa með Real Madrid á ný eftir hnémeiðsli sem hann varð fyrir í leik gegn Getafe í byrjun mars. Beckham æfði lyftingar einn síns liðs á meðan hann var meiddur en er nú kominn til liðs við félaga sína á æfingasvæðinu á ný. Ekki er vitað hvort hann verður í leikmannahópi Real þegar liðið tekur á móti Osasuna um helgina. Fótbolti 3.4.2007 18:13
Lukkan á bandi Real Madrid Real Madrid var fjarri sínu besta í spænska boltanum í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á botnliði Celta Vigo á útivelli og náði þriðja sæti deildarinnar. Sevilla gerði aðeins markalaust jafntefli við Osasuna og því hefur Barcelona nú tveggja stiga forystu á toppnum. Fótbolti 1.4.2007 22:04
Laporta: Ronaldinho verður áfram hjá Barcelona Forseti Barcelona segir að brasilíski snillingurinn Ronaldinho sé ánægður hjá félaginu og segir að honum sé frjálst að leika með liði Barcelona eins lengi og hann vill. Laporta forseti átti fund með umboðsmanni leikmannsins um helgina og fullvissar stuðningsmenn Barcelona að ekkert sé til í því að hann sé á leið til AC Milan eins og rekið hefur verið í fjölmiðlum undanfarið. Fótbolti 1.4.2007 14:30
Barcelona á toppnum Barcelona vann í gærkvöld mikilvægan sigur á Deportivo 2-1 í spænsku deildinni í knattspyrnu og náði þar með þriggja stiga forystu á Sevilla sem er í öðru sætinu, en á leik til góða. Fótbolti 1.4.2007 12:39
Valencia lagði Espanyol Valencia skaust í þriðja sætið í spænsku deildinni í kvöld þegar liðið lagði Espanyol 3-2 í hörkuleik þar sem David Villa, Miguel Angulo og Vicente skoruðu mörk heimamanna á Mestalla. Luis Garcia og Alberto Riera skoruðu mörk gestanna. Real Madrid getur náð þriðja sætinu á ný með sigri á Osasuna á morgun. Fótbolti 31.3.2007 21:16
Saviola verður að vera þolinmóður Argentínski framherjinn Javier Saviola verður að vera þolinmóður og bíða lengur eftir því að forráðamenn Barcelona bjóði honum nýjan samning. Þetta segir Txiki Begiristain yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Samningur Saviola rennur út í sumar en hann hefur skorað 12 mörk í 21 leik fyrir Barca í vetur. Fótbolti 27.3.2007 18:16
Saviola lofaður nýjur samningur Argentínski framherjinn Javier Saviola hjá Barcelona býst við því að vera boðinn nýr samningur við spænska stórveldið í vikunni. Verði sú raunin fá þær vangaveltur sem segja Eið Smára Guðjohnsen á förum frá Barcelona í sumar byr undir báða vængi. Fótbolti 26.3.2007 12:09
Barcelona neitar að tjá sig um hugsanleg vistaskipti Eiðs Spænska knattspyrnufélagið Barcelona neitar að tjá sig um fréttir þess efnis að Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sé hugsanlega á leið frá félaginu og aftur til Englands. Fótbolti 23.3.2007 10:39
Rivaldo á fallegasta mark í sögu Barcelona Mark Brasilíumannsins Rivaldo gegn Valencia í lokaleik spænsku deildarinnar árið 2001 hefur verið kosið fallegasta og um leið mikilvægasta mark í sögu Barcelona á vefsíðu El Mundo Deportivo. Smelltu á hlekk í fréttinni til að sjá myndband af markinu. Fótbolti 22.3.2007 15:31
Schuster ekki í viðræðum við Real Madrid Þýski þjálfarinn Bernd Schuster hjá Getafe segir ekkert til í skrifum AS sem í dag fullyrti að hann væri í viðræðum við Real Madrid um að taka við af Fabio Capello. Schuster hefur áður lýst því yfir að hann vilji einn daginn taka við stóra liðinu í Madrid, en þvertekur fyrir að hafa rætt við forráðamenn félagsins nú. Fótbolti 22.3.2007 14:28
Getafe mætir Barcelona í bikarnum Í dag var dregið í undanúrslit Konungsbikarsins á Spáni. Smálið Getafe frá Madrid mætir þar Spánarmeisturum Barcelona, en liðið er komið í undanúrslit keppninnar í fyrsta sinn í sögunni. Barcelona hefur unnið keppnina 24 sinnum. Hin undanúrslitaviðureignin verður einvígi Sevilla og Deportivo. Leikirnir fara fram dagana 18. apríl og 9. maí en úrslitaleikurinn er ekki fyrr en 23. júní. Fótbolti 22.3.2007 15:06
Sir Alex vill Eið Smára Enska blaðið The Sun greinir frá því í morgun að Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United vilji fá Eið Smára Guðjohnsen í raðir Manchester liðsins. Samkvæmt The Sun er Eiði ætlað að taka við hlutverki sænska framherjans Henriks Larson. Enski boltinn 22.3.2007 08:01
Bann Navarro gildir í öllum keppnum Varnarmaðurinn David Navarro hjá Valencia getur nú farið að einbeita sér að golfinu næsta hálfa árið eða svo eftir að Alþjóða knattspyrnusambandið samþykkti beiðni þess evrópska um að láta sjö mánaða keppnisbann hans í Meistaradeildinni gilda í öllum keppnum. Navarro fékk bannið eftir alvarleg agabrot í uppþoti sem varð eftir leik Valencia og Inter Milan á dögunum. Fótbolti 21.3.2007 16:56
Benítez á leið til Real Madrid? Real Madrid vilja fá Rafael Benítez sem næsta þjálfara frekar en José Mourinho. Þeir munu nú reyna að lokka Benítez frá Liverpool með boði sem hann getur ekki hafnað. Frá þessu segir í The Times í dag. Benítez hafnaði boði frá Real fyrir um ári síðan en síðan þá hafa aðstæður breyst, bæði á Bernabau og Anfield. Fótbolti 21.3.2007 08:52
Þeir voru lélegri en ég hélt Sevilla komst í kvöld loksins í undanúrslitin í spænska konungsbikarnum í knattspyrnu eftir að hafa slegið út granna sína í Real Betis. Liðin léku það sem eftir var leiks þeirra frá því í lok síðasta mánaðar, en honum var frestað eftir að þjálfari Sevilla fékk flösku í höfuðið og rotaðist. Hann gat ekki stillt sig um að senda andstæðingum sínum smá skot eftir leikinn. Fótbolti 20.3.2007 22:54
Framtíð Reyes óljós Jose Antonio Reyes segist ekkert hafa rætt við forráðamenn Arsenal og Real Madrid um framtíð sína en hann er nú á eins árs lánssamningi hjá spænska liðinu frá Arsenal. Reyes hefur oft undirstrikað að hann sé ánægður hjá Real og vilji aldrei aftur spila á Englandi. Fótbolti 20.3.2007 15:03
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent