Spænski boltinn

Fréttamynd

Bojan Krkic með nýjan samning við Barcelona til 2015

Bojan Krkic er búinn að framlengja samning sinn við Barcelona um tvö ár og er því með samning við spænsku meistarana til ársins 2015. Krkic er enn einn leikmaður Barcelona sem hefur framlengt samning sinn á síðustu vikum og mánuðum.

Fótbolti
Fréttamynd

Iniesta hefur engan áhuga á peningum Man City

„Þetta félag hefur gefið mér og fjölskyldu minni allt," segir Andrés Iniesta, miðjumaðurinn magnaði hjá Barcelona. Hann hefur verið orðaður í enskum fjölmiðlum við peningaveldi Manchester City.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola: Besta spilamennskan síðan ég tók við

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að liðið sé að spila sinn besta fótbolta síðan hann tók við stjórnartaumunum. Guardiola vann þrennuna með Börsungum á sínu fyrsta tímabili og varði svo deildarmeistaratitilinn á síðasta tímabili.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea með veskið tilbúið fyrir Pepe

Chelsea er tilbúið að opna veskið til að kaupa varnarmanninn Pepe frá Real Madrid. Portúgalski landsliðsmaðurinn hefur neitað tilboðum frá spænska liðinu um nýjan samning en hann vill fá talsvert hærri laun en honum hefur verið boðið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Carlos Tevez orðaður við báða spænsku risana

Ensku blöðin eru uppfull af allskonar sögum af argentínska sóknarmanninum Carlos Tevez sem virðist vera á leið frá Manchester City. Þrátt fyrir að City vilji halda Tevez er leikmaðurinn ákveðinn í því að yfirgefa félagið þegar félagaskiptaglugginn opnar um áramótin.

Fótbolti
Fréttamynd

Dýrmætt sigurmark en dýrkeyptur fögnuður

Juan Angel Albin tryggði Getafe 1-0 sigur á Villarreal í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær en markið skoraði hann á 90. mínútu leiksins og tryggði sínu liði þar sem þriðja sigurinn í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Dómari segir að Ronaldo sé svindlari

Cristiano Ronaldo, stórstjarna Real Madrid, er óheiðarlegur leikmaður. Þetta segir danski dómarinn Claus Bo Larsen sem dæmdi í vikunni sinn síðasta leik í Meistaradeildinni þegar Ajax vann AC Milan á San Siro.

Fótbolti
Fréttamynd

Mascherano hamingusamur á bekknum

Argentínumaðurinn Javier Mascherano hefur lítið fengið að spila með Barcelona síðan hann kom til félagsins frá Liverpool síðasta sumar. Þrátt fyrir það er leikmaðurinn í góðum anda.

Fótbolti
Fréttamynd

Kaka byrjaður að æfa á ný

Brasilíumaðurinn Kaka hefur ekkert spilað með Real Madrid á þessu tímabili vegna hnéaðgerðar sem hann gekkst undir í sumar. Hann er þó farinn að geta æft með félögum sínum á nýjan leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid á eftir Milito

Svo gæti farið að framherjinn Diego Milito leiki aftur undir stjórn José Mourinho því ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Real Madrid ætli sér að gera tilboð í leikmanninn í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigrar hjá Real og Barca

Það er óbreytt staða á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir leiki gærkvöldsins. Bæði Barcelona og Real Madrid unnu leiki sína.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikur Osasuna og Barcelona fer fram

Leikur Osasuna og Barcelona fór fram eftir allt saman. Eftir dramatískan dag fór leikurinn af stað 50 mínútum síðar en áætlað var. Börsungar fengu ekki beint fullkominn undirbúning fyrir leikinn og hafa oftar en ekki fengið betri upphitun en í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Búið að fresta leik Barcelona í kvöld

Ekkert verður af leik Barcelona og Osasuna í kvöld þar sem flugvallarstarfsmenn fóru óvænt í verkfall. Leikmenn Barcelona enduðu sem strandaglópar á flugvellinum og komust ekki með flugi til Pamplona.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo spilar líklega um helgina

Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, varð fyrir meiðslum í leiknum gegn Barcelona síðasta mánudag og var óttast að hann myndi missa af einhverjum leikjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter vill líka fá Guardiola

Orðrómurinn um að Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, muni hætta með liðið næsta sumar verður sífellt háværari þó svo hann sé samningsbundinn Barcelona til ársins 2012.

Fótbolti