Fótbolti

Mætast Real Madrid og Barcelona fjórum sinnum á fjórtán dögum?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi fer hér framhjá Sergio Ramos í 5-0 sigri Barcelona á Real Madrid fyrr á þessu tímabili.
Lionel Messi fer hér framhjá Sergio Ramos í 5-0 sigri Barcelona á Real Madrid fyrr á þessu tímabili. Mynd/AFP
Real Madrid og Barcelona verða bæði í pottinum þegar það verður dregið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á föstudaginn. Þar verða einnig Chelsea, Inter Milan, Manchester United, Schalke, Shakhtar Donetsk og Tottenham.

Ólíkt því sem var við gildi í drættinum fyrir sextán liða úrslitin þá geta nú lið frá sama landi mæst en það verða ekki neinar reglur um hvaða lið mega og mega ekki mætast.

Spænski stórliðin Real Madrid og Barcelona eiga því á hættu á því að dragast saman sem myndi þýða að þau gætu spilað fjóra Clasico leiki á aðeins fjórum dögum.

Leikirnir í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar fara fram á bilinu 5. til 13. apríl en undanúrslitin fara síðan fram frá 26. apríl til 4. maí.

Barcelona kemur í heimsókn á Santiago Bernabeu í spænsku deildinni 17. apríl næstkomandi og liðin mætast síðan í bikarúrslitaleiknum í Valencia þremur dögum síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×