Spænski boltinn Ronaldo getur tekið met af Púskas í kvöld Cristano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, vantar nú aðeins tvö mörk í það að skora sitt hundraðasta deildarmark fyrir Real en Ronaldo sem er á þriðja tímabili með félaginu hefur skorað 98 mörk í 90 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Real Madrid mætir Villareal klukkan 20.30 í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Enski boltinn 21.3.2012 15:22 Gummi Ben: Forréttindi að vera uppi á sama tíma og Messi Lionel Andres Messi leikmaður Barcelona setti enn eitt metið í gær í fótboltanum þegar hann skoraði þrennu í 5-3 sigri Barcelona á Granada. Guðmundur Benediktsson var í viðtali í Boltanum á X-inu í dag og þar sagði hann meðal annars að þetta væri sýning á fjögurra daga fresti og að það væru forréttindi að fá að vera uppi á sama tíma og þessi mikli snillingur. Fótbolti 21.3.2012 14:11 Leikmenn og þjálfari Real Madrid sáu rautt í jafnteflisleik Real Madrid er hægt og bítandi að hleypa Barcelona aftur inn í slaginn um Spánarmeistaratitilinn. Real gerði jafntefli, 1-1, gegn Villarreal í kvöld og er nú aðeins með sex stiga forskot á Barcelona. Liðin eiga þess utan eftir að mætast í deildinni á nýjan leik. Fótbolti 21.3.2012 15:49 Guardiola líkir Lionel Messi við Michael Jordan Pep Guardiola, þjálfari Spánar og Evrópumeistaraliðs Barcelona í fótbolta, líkir Lionel Messi leikmanni liðsins við körfuboltastjörnuna Michael Jordan. Argentínski framherjinn setti nýtt félagsmet í gærkvöld þegar hann skoraði þrennu í 5-3 sigri Barcelona gegn Granada. Hinn 24 ára gamli Messi hefur nú skorað 234 mörk fyrir Barcelona en gamla metið var í eigu Cesar Rodriguez, 232 mörk, sem hann skoraði um miðbik síðustu aldar. Fótbolti 21.3.2012 10:04 Messi með þrennu og vippaði sér í sögubækur Barcelona Það var vel við hæfi að Lionel Messi skildi vera aðalmaðurinn í 5-3 sigri Barcelona á Granada í kvöld. Messi skoraði tvö söguleg mörk í leiknum. Þessi ótrúlegi 24 ára Argentínumaður var aðeins einu marki frá því að jafna markamet Cesar Rodriguez í kvöld og hann náði að jafna metið í fyrri hálfleik. Fótbolti 20.3.2012 16:01 Bætir Messi markametið hjá Barcelona? | bein útsending í kvöld Lionel Messi er í þeirri aðstöðu að geta jafnað og bætt markametið hjá spænska stórliðinu Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Granada í deildarkeppninni. Argentínumaðurinn hefur skorað 231 mark fyrir félagið en félagsmetið er í eigu Cesar Rodriguez sem skoraði 232 mörk á sínum ferli. Leikur Barcelona og Granada verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og hefst leikurinn kl. 20.00. Fótbolti 20.3.2012 10:58 Sigurgöngu Real Madrid lauk í kvöld | gerðu jafntefli við Málaga Real Madrid og Malaga gerðu 1-1 jafntefli í kvöld en leikurinn fór fram á Bernabeu, heimavelli Real Madrid. Malaga náði að jafna metinn þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma. Fótbolti 16.3.2012 23:21 Barcelona taplaust í síðustu 50 leikjum Iniesta Andres Iniesta jafnaði met Emilio Butragueno í gær þegar hann hjálpaði Barcelona að vinna 2-0 sigur á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni. Iniesta, sem lagði upp seinna mark liðsins fyrir Lionel Messi, hefur nefnilega ekki tapað í síðustu 50 deildarleikjum sínum með Barca. Fótbolti 17.3.2012 23:59 Messi búinn að skora 150 deildarmörk fyrir Barcelona Lionel Messi skoraði annað marka Barcelona í 2-0 sigri á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í gær en þetta var 150. deildarmark hans fyrir Barcelona og 231. mark hans fyrir félagið í öllum keppnum. Fótbolti 17.3.2012 22:24 Barcelona minnkaði forskot Real í sjö stig | Messi skoraði fallegt mark Barcelona minnkaði forskot Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í sjö stig eftir 2-0 útisigur á Sevilla á útivelli í kvöld. Real Madrid spilar við Malaga á morgun og getur þá aftur náð tíu stiga forskoti. Fótbolti 16.3.2012 17:29 Messi: Ég vil aldrei fara frá Barcelona Lionel Messi, leikmaður Barcelona, hefur verið hjá félaginu frá því að hann var ellefu ára og það kemur kannski ekki mörgum á óvart að hann ætlar sér að klára ferilinn í Katalóníu. Messi hefur skorað tólf mörk í síðustu fjórum leikjum Barcelona og næst er leikur á móti Sevilla í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld. Fótbolti 17.3.2012 11:28 Guardiola um þjálfara Athletic Bilbao: Er sá besti í heimi í dag Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, sparar ekki hrósið til Marcelo Bielsa, þjálfara Athletic Bilbao liðsins sem fór illa með ensku meistarana í Manchester United í tveimur leikjum í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Bilbao vann fyrri leikinn 2-1 í gær eftir að hafa unnið 3-2 sigur á Old Trafford í síðustu viku. Fótbolti 16.3.2012 15:14 Messi: Rooney, Van Persie og Aguero eru þeir bestu í ensku úrvalsdeildinni Lionel Messi, leikmaður Barcelona, segir að Sergio Aguero, Wayne Rooney og Robin van Persie séu þrír bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Messi hefur verið gjörsamlega óstöðvandi með Barcelona-liðinu í vetur en BBC fékk hann til að tala um þá leikmenn sem hann hefur hrifist af. Enski boltinn 15.3.2012 16:34 Abidal fer í viðamikla aðgerð | þarf að fá nýja lifur Eric Abidal, varnamaður Evrópu og Spánarmeistaraliðs Barcelona, mun á allra næstu dögum fara í viðamikla aðgerð þar sem ný lifur verður grædd í hann. Franski landsliðsmaðurinn greindist með krabbamein í lifur í mars á síðasta ári og var æxli fjarlægt með skurðaðgerð. Fótbolti 15.3.2012 12:58 Spænsk fótboltalið skulda 135 milljarða í skatt Spænsku stórveldin Barcelona og Real Madrid eru til alls líkleg í Meistaradeild Evrópu en liðin eru talin á meðal þeirra sigurstranglegustu. Það bíða margir spenntir eftir morgundeginum þegar dregið verður í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar og þar gætu "spænsku risarnir“ mæst. Fótbolti 15.3.2012 10:19 Xavi: Spánverjar kunna ekki að meta Barcelona-liðið Xavi Hernández, miðjumaður Barcelona og spænska landsliðsins segir Barcelona ekki fá þá viðurkenningu á Spáni sem liðið á skilið. Ástæðuna telur hann vera ríginn á milli Real Madrid og Barcelona. Fótbolti 13.3.2012 19:36 Cristiano Ronaldo: Mourinho verður áfram hjá Real Madrid Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid, er sannfærður um að Jose Mourinho verði áfram þjálfari Real Madrid á næsta tímabili en það hafa verið sögusagnir í gangi um að portúgalski þjálfarinn sé á leiðinni frá Bernabeu. Fótbolti 13.3.2012 19:28 Lionel Messi kann að skutla sér | 50 marka maðurinn með tilþrif Argentínumaðurinn Lionel Messi hefur farið á kostum í framlínunni hjá Evrópu – og Spánarmeistaraliði Barcelona. Framherjinn hefur skorað 50 mörk nú þegar og þar af 30 í deildarkeppninni. Messi virðist vera með allt á hreinu í fótboltanum og hann miðað við myndina sem liðsfélagi hans hjá Barcelona, Carles Puyol, tók á æfingu liðsins þá er Messi góður í marki einnig. Fótbolti 13.3.2012 14:31 Wenger gagnrýnir leikaraskapinn hjá Busquets Arsene Wenger, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, vekur oft athygli fyrir ummæli sem hann lætur falla á fréttamannafundum. Wenger sendi Sergio Busquets, leikmanni Evrópumeistaraliðs Barcelona, tóninn og segir Wenger að Busquets sé ekki heiðarlegur í sínum leik. Fótbolti 13.3.2012 10:07 Bróðir Lionel Messi með tattú af litla bróður á öxlinni Lionel Messi á eldri bróður sem heitir Matias og býr í Argentínu. Matias komst í fréttirnar í heimalandinu á dögunum þegar hann viðurkenndi í útvarpsviðtali að vera með húðflúr af litla bróður sínum á öxlinni. Matias segist líka vera mesti aðdáandi Lionel bróður síns. Fótbolti 12.3.2012 16:56 Messi: Guardiola er mikilvægari en ég Lionel Messi hefur skorað 50 mörk í 43 leikjum fyrir Barcelona á tímabilinu þar á meðal 30 í spænsku úrvalsdeildinni og tólf í Meistaradeildinni. Argentínumaðurinn er þó ekki á því að hann sé mikilvægasti maðurinn í Barcelona-liðinu. Fótbolti 12.3.2012 18:45 Messi-sýningin heldur áfram Það virðist ekkert geta stöðvað Argentínumanninn Lionel Messi þessa dagana. Hann skoraði í kvöld bæði mörk Barcelona í útisigri á Racing Santander. Fótbolti 9.3.2012 14:54 Ronaldo enn og aftur hetja Real Madrid Cristiano Ronaldo sá til þess enn eina ferðina í kvöld að Real Madrid fengi þrjú stig. Hann skoraði þá tvö mörk í 2-3 sigri á Real Betis. Fótbolti 9.3.2012 14:38 Mourinho með betri árangur en Pep í fyrstu 100 leikjunum José Mourinho, þjálfari Real Madrid, er þegar búinn að endurskrifa þjálfarasöguna á Spáni og státar nú af betra vinningshlutfalli en Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, í fyrstu 100 leikjum sínum sem þjálfari. Fótbolti 9.3.2012 13:41 Rossi segir umboðsmanni sínum að hætta að ljúga Ítalski framherjinn Giuseppe Rossi er ekki alls kostar sáttur við umboðsmann sinn þessa dagana. Sá hefur verið að gefa það út að leikmaðurinn vilji fara frá Villarreal en það ku ekki vera satt. Fótbolti 9.3.2012 09:47 Hinn fullkomni leikmaður Lionel Messi hefur enn og aftur skráð nafn sitt í sögubækur knattspyrnunnar. Hann varð fyrsti maðurinn til að skora fimm mörk í einum leik í Meistaradeildinni og er á góðri leið með að slá öll markamet sem hann á möguleika á að slá. Fótbolti 8.3.2012 22:56 Kaká hefur engan áhuga á að fara frá Madrid Brasilíumaðurinn Kaká hefur enn eina ferðina ítrekað að hann hafi nákvæmlega engan áhuga á því að yfirgefa Real Madrid. Fótbolti 7.3.2012 09:23 Bikarúrslitaleikurinn verður í Madrid - bara ekki hjá Real Stjórn spænska knattspyrnusambandsins ákvað það í dag að úrslitaleikur spænska Konungsbikarsins í fótbolta á milli Barcelona og Athletic Bilbao fari fram á Estadio Vicente Calderón í Madrid sem er heimavöllur Atlético Madrid. Fótbolti 6.3.2012 15:22 Hulk heitur fyrir Barcelona og Real Madrid Einn eftirsóttasti leikmaðurinn í Evrópu um þessar mundir er Brasilíumaðurinn Hulk hjá Porto. Nánast engar líkur eru á því að hann verði áfram hjá félaginu næsta vetur. Fótbolti 6.3.2012 09:03 Real Madrid vill ekki lána völlinn sinn fyrir bikarúrslitaleikinn Borgarstjórinn í Bilbao, Inaki Azkuna, er á því að alla auðmýkt vanti í stjórnendur Real Madrid sem hafa neitað að halda bikarúrslitaleikinn á Spáni. Hann er á milli Barcelona og Athletic Bilbao. Fótbolti 5.3.2012 13:26 « ‹ 166 167 168 169 170 171 172 173 174 … 268 ›
Ronaldo getur tekið met af Púskas í kvöld Cristano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, vantar nú aðeins tvö mörk í það að skora sitt hundraðasta deildarmark fyrir Real en Ronaldo sem er á þriðja tímabili með félaginu hefur skorað 98 mörk í 90 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Real Madrid mætir Villareal klukkan 20.30 í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Enski boltinn 21.3.2012 15:22
Gummi Ben: Forréttindi að vera uppi á sama tíma og Messi Lionel Andres Messi leikmaður Barcelona setti enn eitt metið í gær í fótboltanum þegar hann skoraði þrennu í 5-3 sigri Barcelona á Granada. Guðmundur Benediktsson var í viðtali í Boltanum á X-inu í dag og þar sagði hann meðal annars að þetta væri sýning á fjögurra daga fresti og að það væru forréttindi að fá að vera uppi á sama tíma og þessi mikli snillingur. Fótbolti 21.3.2012 14:11
Leikmenn og þjálfari Real Madrid sáu rautt í jafnteflisleik Real Madrid er hægt og bítandi að hleypa Barcelona aftur inn í slaginn um Spánarmeistaratitilinn. Real gerði jafntefli, 1-1, gegn Villarreal í kvöld og er nú aðeins með sex stiga forskot á Barcelona. Liðin eiga þess utan eftir að mætast í deildinni á nýjan leik. Fótbolti 21.3.2012 15:49
Guardiola líkir Lionel Messi við Michael Jordan Pep Guardiola, þjálfari Spánar og Evrópumeistaraliðs Barcelona í fótbolta, líkir Lionel Messi leikmanni liðsins við körfuboltastjörnuna Michael Jordan. Argentínski framherjinn setti nýtt félagsmet í gærkvöld þegar hann skoraði þrennu í 5-3 sigri Barcelona gegn Granada. Hinn 24 ára gamli Messi hefur nú skorað 234 mörk fyrir Barcelona en gamla metið var í eigu Cesar Rodriguez, 232 mörk, sem hann skoraði um miðbik síðustu aldar. Fótbolti 21.3.2012 10:04
Messi með þrennu og vippaði sér í sögubækur Barcelona Það var vel við hæfi að Lionel Messi skildi vera aðalmaðurinn í 5-3 sigri Barcelona á Granada í kvöld. Messi skoraði tvö söguleg mörk í leiknum. Þessi ótrúlegi 24 ára Argentínumaður var aðeins einu marki frá því að jafna markamet Cesar Rodriguez í kvöld og hann náði að jafna metið í fyrri hálfleik. Fótbolti 20.3.2012 16:01
Bætir Messi markametið hjá Barcelona? | bein útsending í kvöld Lionel Messi er í þeirri aðstöðu að geta jafnað og bætt markametið hjá spænska stórliðinu Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Granada í deildarkeppninni. Argentínumaðurinn hefur skorað 231 mark fyrir félagið en félagsmetið er í eigu Cesar Rodriguez sem skoraði 232 mörk á sínum ferli. Leikur Barcelona og Granada verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og hefst leikurinn kl. 20.00. Fótbolti 20.3.2012 10:58
Sigurgöngu Real Madrid lauk í kvöld | gerðu jafntefli við Málaga Real Madrid og Malaga gerðu 1-1 jafntefli í kvöld en leikurinn fór fram á Bernabeu, heimavelli Real Madrid. Malaga náði að jafna metinn þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma. Fótbolti 16.3.2012 23:21
Barcelona taplaust í síðustu 50 leikjum Iniesta Andres Iniesta jafnaði met Emilio Butragueno í gær þegar hann hjálpaði Barcelona að vinna 2-0 sigur á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni. Iniesta, sem lagði upp seinna mark liðsins fyrir Lionel Messi, hefur nefnilega ekki tapað í síðustu 50 deildarleikjum sínum með Barca. Fótbolti 17.3.2012 23:59
Messi búinn að skora 150 deildarmörk fyrir Barcelona Lionel Messi skoraði annað marka Barcelona í 2-0 sigri á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í gær en þetta var 150. deildarmark hans fyrir Barcelona og 231. mark hans fyrir félagið í öllum keppnum. Fótbolti 17.3.2012 22:24
Barcelona minnkaði forskot Real í sjö stig | Messi skoraði fallegt mark Barcelona minnkaði forskot Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í sjö stig eftir 2-0 útisigur á Sevilla á útivelli í kvöld. Real Madrid spilar við Malaga á morgun og getur þá aftur náð tíu stiga forskoti. Fótbolti 16.3.2012 17:29
Messi: Ég vil aldrei fara frá Barcelona Lionel Messi, leikmaður Barcelona, hefur verið hjá félaginu frá því að hann var ellefu ára og það kemur kannski ekki mörgum á óvart að hann ætlar sér að klára ferilinn í Katalóníu. Messi hefur skorað tólf mörk í síðustu fjórum leikjum Barcelona og næst er leikur á móti Sevilla í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld. Fótbolti 17.3.2012 11:28
Guardiola um þjálfara Athletic Bilbao: Er sá besti í heimi í dag Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, sparar ekki hrósið til Marcelo Bielsa, þjálfara Athletic Bilbao liðsins sem fór illa með ensku meistarana í Manchester United í tveimur leikjum í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Bilbao vann fyrri leikinn 2-1 í gær eftir að hafa unnið 3-2 sigur á Old Trafford í síðustu viku. Fótbolti 16.3.2012 15:14
Messi: Rooney, Van Persie og Aguero eru þeir bestu í ensku úrvalsdeildinni Lionel Messi, leikmaður Barcelona, segir að Sergio Aguero, Wayne Rooney og Robin van Persie séu þrír bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Messi hefur verið gjörsamlega óstöðvandi með Barcelona-liðinu í vetur en BBC fékk hann til að tala um þá leikmenn sem hann hefur hrifist af. Enski boltinn 15.3.2012 16:34
Abidal fer í viðamikla aðgerð | þarf að fá nýja lifur Eric Abidal, varnamaður Evrópu og Spánarmeistaraliðs Barcelona, mun á allra næstu dögum fara í viðamikla aðgerð þar sem ný lifur verður grædd í hann. Franski landsliðsmaðurinn greindist með krabbamein í lifur í mars á síðasta ári og var æxli fjarlægt með skurðaðgerð. Fótbolti 15.3.2012 12:58
Spænsk fótboltalið skulda 135 milljarða í skatt Spænsku stórveldin Barcelona og Real Madrid eru til alls líkleg í Meistaradeild Evrópu en liðin eru talin á meðal þeirra sigurstranglegustu. Það bíða margir spenntir eftir morgundeginum þegar dregið verður í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar og þar gætu "spænsku risarnir“ mæst. Fótbolti 15.3.2012 10:19
Xavi: Spánverjar kunna ekki að meta Barcelona-liðið Xavi Hernández, miðjumaður Barcelona og spænska landsliðsins segir Barcelona ekki fá þá viðurkenningu á Spáni sem liðið á skilið. Ástæðuna telur hann vera ríginn á milli Real Madrid og Barcelona. Fótbolti 13.3.2012 19:36
Cristiano Ronaldo: Mourinho verður áfram hjá Real Madrid Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid, er sannfærður um að Jose Mourinho verði áfram þjálfari Real Madrid á næsta tímabili en það hafa verið sögusagnir í gangi um að portúgalski þjálfarinn sé á leiðinni frá Bernabeu. Fótbolti 13.3.2012 19:28
Lionel Messi kann að skutla sér | 50 marka maðurinn með tilþrif Argentínumaðurinn Lionel Messi hefur farið á kostum í framlínunni hjá Evrópu – og Spánarmeistaraliði Barcelona. Framherjinn hefur skorað 50 mörk nú þegar og þar af 30 í deildarkeppninni. Messi virðist vera með allt á hreinu í fótboltanum og hann miðað við myndina sem liðsfélagi hans hjá Barcelona, Carles Puyol, tók á æfingu liðsins þá er Messi góður í marki einnig. Fótbolti 13.3.2012 14:31
Wenger gagnrýnir leikaraskapinn hjá Busquets Arsene Wenger, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, vekur oft athygli fyrir ummæli sem hann lætur falla á fréttamannafundum. Wenger sendi Sergio Busquets, leikmanni Evrópumeistaraliðs Barcelona, tóninn og segir Wenger að Busquets sé ekki heiðarlegur í sínum leik. Fótbolti 13.3.2012 10:07
Bróðir Lionel Messi með tattú af litla bróður á öxlinni Lionel Messi á eldri bróður sem heitir Matias og býr í Argentínu. Matias komst í fréttirnar í heimalandinu á dögunum þegar hann viðurkenndi í útvarpsviðtali að vera með húðflúr af litla bróður sínum á öxlinni. Matias segist líka vera mesti aðdáandi Lionel bróður síns. Fótbolti 12.3.2012 16:56
Messi: Guardiola er mikilvægari en ég Lionel Messi hefur skorað 50 mörk í 43 leikjum fyrir Barcelona á tímabilinu þar á meðal 30 í spænsku úrvalsdeildinni og tólf í Meistaradeildinni. Argentínumaðurinn er þó ekki á því að hann sé mikilvægasti maðurinn í Barcelona-liðinu. Fótbolti 12.3.2012 18:45
Messi-sýningin heldur áfram Það virðist ekkert geta stöðvað Argentínumanninn Lionel Messi þessa dagana. Hann skoraði í kvöld bæði mörk Barcelona í útisigri á Racing Santander. Fótbolti 9.3.2012 14:54
Ronaldo enn og aftur hetja Real Madrid Cristiano Ronaldo sá til þess enn eina ferðina í kvöld að Real Madrid fengi þrjú stig. Hann skoraði þá tvö mörk í 2-3 sigri á Real Betis. Fótbolti 9.3.2012 14:38
Mourinho með betri árangur en Pep í fyrstu 100 leikjunum José Mourinho, þjálfari Real Madrid, er þegar búinn að endurskrifa þjálfarasöguna á Spáni og státar nú af betra vinningshlutfalli en Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, í fyrstu 100 leikjum sínum sem þjálfari. Fótbolti 9.3.2012 13:41
Rossi segir umboðsmanni sínum að hætta að ljúga Ítalski framherjinn Giuseppe Rossi er ekki alls kostar sáttur við umboðsmann sinn þessa dagana. Sá hefur verið að gefa það út að leikmaðurinn vilji fara frá Villarreal en það ku ekki vera satt. Fótbolti 9.3.2012 09:47
Hinn fullkomni leikmaður Lionel Messi hefur enn og aftur skráð nafn sitt í sögubækur knattspyrnunnar. Hann varð fyrsti maðurinn til að skora fimm mörk í einum leik í Meistaradeildinni og er á góðri leið með að slá öll markamet sem hann á möguleika á að slá. Fótbolti 8.3.2012 22:56
Kaká hefur engan áhuga á að fara frá Madrid Brasilíumaðurinn Kaká hefur enn eina ferðina ítrekað að hann hafi nákvæmlega engan áhuga á því að yfirgefa Real Madrid. Fótbolti 7.3.2012 09:23
Bikarúrslitaleikurinn verður í Madrid - bara ekki hjá Real Stjórn spænska knattspyrnusambandsins ákvað það í dag að úrslitaleikur spænska Konungsbikarsins í fótbolta á milli Barcelona og Athletic Bilbao fari fram á Estadio Vicente Calderón í Madrid sem er heimavöllur Atlético Madrid. Fótbolti 6.3.2012 15:22
Hulk heitur fyrir Barcelona og Real Madrid Einn eftirsóttasti leikmaðurinn í Evrópu um þessar mundir er Brasilíumaðurinn Hulk hjá Porto. Nánast engar líkur eru á því að hann verði áfram hjá félaginu næsta vetur. Fótbolti 6.3.2012 09:03
Real Madrid vill ekki lána völlinn sinn fyrir bikarúrslitaleikinn Borgarstjórinn í Bilbao, Inaki Azkuna, er á því að alla auðmýkt vanti í stjórnendur Real Madrid sem hafa neitað að halda bikarúrslitaleikinn á Spáni. Hann er á milli Barcelona og Athletic Bilbao. Fótbolti 5.3.2012 13:26