Fótbolti

Knattspyrnustjóri Villarreal látinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maneul Preciado, knattspyrnustjóri Villarreal á Spáni, lést úr hjartaáfalli í Valencia í gær. Preciado var 54 ára gamall.

Preciado var nýtekinn við stjórninni hjá Villarreal sem féll úr efstu deild spænska boltans í vetur. Fyrirhugað var að kynna Preciado fyrir stuðningsmönnum Villarreal á Madrigal-leikvanginum á föstudaginn.

Preciado var ætlað að koma Villarreal aftur í deild þeirra bestu. Það hafði hann áður afrekað með Sporting Gijon og Levante.

Meðal þeirra sem hafa vottað Preciado virðingu sína er landsliðsþjálfari Spánverja Vincente del Bosque.

„Hann var einn þeirra innan fótboltans sem stóð fyrir allt það besta í faginu," sagði Del Bosque.

Cesc Fabregas, miðjumaður Barcelona, skrifaði á Twitter-síðu sína:

„Ég trúi ekki þessum sorglegu fréttum sem ég heyrði þegar ég vaknaði. Ég sendi hlýjar hugsanir til fjölskyldu Manolo Preciado. Hvíldu í friði vinur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×