TikTok

Fréttamynd

Færði smituðum far­þega mat og jóla­skraut í ein­angrun: „Það er ýmis­legt sem gerist þegar fólk er á ferða­lögum“

Ragnhildur Eiríksdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, sem fjallað var um í dag að hefði hjálpað hinni bandarísku Marisu Fotieo, sem fékk jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi um borð í vél Icelandair hingað til lands, segist aðeins hafa verið að gera það sem hún hefði viljað að yrði gert fyrir sig ef hún hefði verið í sömu stöðu.

Innlent
Fréttamynd

Í mál við TikT­ok vegna starfs við að horfa á og eyða ógeðslegum myndböndum

Bandarísk kona sem starfað hefur við umræðurýnir (e. moderator) hjá TikTok, samfélagsmiðlisins vinsæla, hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu. Hún sakar fyrirtækið um að hafa ekki varið hana gegn sálfræðilegum skaða sem hún hlaut af því að horfa á grimmileg myndbönd meðal annars af nauðgunum og morðum svo klukkutímum skipti á degi hverjum.

Erlent
Fréttamynd

TikTok vin­­sælasta vef­­síða ársins

Sam­fé­lags­miðillinn og mynd­banda­veitan TikTok tók ný­verið fram úr leitar­vélinni Goog­le og er orðin vin­sælasta vef­síða ársins. Miðillinn hefur náð gríðar­legum vin­sældum á stuttum tíma.

Erlent
Fréttamynd

Byrjaði sem flösku­strákur á B5 en skemmtir nú fleiri milljónum manns út um allan heim

Fleiri milljónir manns út um allan heim horfa á íslensku TikTok-stjörnuna Lil Curly. Fyrir nokkrum mánuðum flutti Curly til London þar sem hann hugðist stækka TikTok reikning sinn enn frekar. En London ævintýrið reyndist ekki vera það sem hann hafði séð fyrir sér og ákvað hann því að flytja aftur heim. Ekkert lát er þó á vinsældum Curly og bætast um fimm þúsund manns við fylgjendahóp hans á degi hverjum.

Lífið
Fréttamynd

Lætur æsku­­drauminn rætast og leggur land undir fót

Æskudraumur athafnamannsins Nökkva Fjalars Orrasonar rætist í dag þegar hann flytur til London, þar sem hann hyggst víkka út starfsemi fyrirtækis síns Swipe Media. Óhætt er að segja að Nökkvi sé kominn langt síðan hann gerði afþreyingarefni fyrir menntskælinga með hópnum 12:00 fyrir rúmum níu árum síðan. Nökkvi segir lykilinn að velgengninni felast í litlu skrefunum.

Lífið
Fréttamynd

TikTok-stjarna skotin til bana

Hinn nítján ára gamla TikTok-stjarna Anthony Barajas var skotinn til bana í síðustu viku. Fjölskylda hans greindi frá andlátinu á laugardaginn.

Lífið
Fréttamynd

Hafði varla snert elda­vél en deilir nú upp­skriftum með þúsundum fylgj­enda

Förðunarfræðingurinn Tinna Þorradóttir var með þeim fyrstu til þess að hleypa fólki inn í líf sitt á samfélagsmiðlinum Snapchat. Fjöldi fylgjenda horfði á förðunarmyndbönd sem hún tók inni í herbergi þar sem hún bjó hjá foreldrum sínum. Í dag er Tinna verðandi tveggja barna móðir og hefur slegið í gegn fyrir uppskriftir sem hún deilir á Instagram og TikTok.

Lífið
Fréttamynd

Þóra segist ekki bera ábyrgð á fölskum TikTok-aðgangi

„Jæja, nú les ég á hinum ýmsu miðlum að ég sé komin með reikning á Tik Tok. Ég geri ráð fyrir að þeir sem mig þekkja viti að það er ekki rétt,“ skrifar Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benedikssonar fjármála- og efnahagsráðherra í færslu á Facebook í dag.

Innlent
Fréttamynd

Förðunartrendin sem hafa slegið í gegn á TikTok

TikTok er heitasti miðillinn í dag til að færa okkur nýjustu trendin beint í lófann, segja Heiður Ósk og Ingunn Sig, eigendur Reykjavík Makeup School. Í hlaðvarpsþættinum HI beauty fóru þær yfir þau förðunar og hár trend sem hafa gert allt vitlaust á TikTok.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Trump gefur TikTok blessun sína

Kínverska fyrirtækið ByteDance, eigandi samfélagsmiðilsins TikTok hefur óskað eftir því að virði TikTok verði metið á 60 milljarða Bandaríkjadala, eða um 8.178 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

YouTube keppir við TikTok með forritinu Shorts

Myndbandaveitan YouTube, sem er í eigu Google, tilkynnti í dag að nýtt forrit á vegum fyrirtækisins muni líta dagsins ljós en það mun vera miðill fyrir stutt myndbönd líkt og samfélagsmiðillinn TikTok sem nýtur gríðarlegra vinsælda.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Arnar Gauti ósáttur við Mannlíf og segir þetta leikið myndband

TikTok stjarnan Arnar Gauti, betur þekktur sem Lil Curly á samfélagsmiðlinum, er ósáttur umfjöllun Mannlífs um myndbandið hans. Þar er TikTok myndband hans frá B5 sagt „gróft og fyrirsögn fréttarinnar er Kvenhatur á B5 – Milljónir hafa séð gróft myndband Arnars Gauts: „Svona nálgast þú tíkur.“

Lífið