Færði smituðum farþega mat og jólaskraut í einangrun: „Það er ýmislegt sem gerist þegar fólk er á ferðalögum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. desember 2021 20:18 Ragnhildur færði Marisu meðal annars popp, kókosbollur, kerti og jólatré. Samsett Ragnhildur Eiríksdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, sem fjallað var um í dag að hefði hjálpað hinni bandarísku Marisu Fotieo, sem fékk jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi um borð í vél Icelandair hingað til lands, segist aðeins hafa verið að gera það sem hún hefði viljað að yrði gert fyrir sig ef hún hefði verið í sömu stöðu. Ragnhildur ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, en Vísir fjallaði fyrr í dag um að eftir að lent hefði verið á Íslandi þann 20. desember hefði Ragnhildur fært Marisu blóm og jólatré á farsóttarhúsið þar sem sú síðarnefnda dvelur nú. Þá vakti einnig athygli að Marisa varði drjúgum hluta flugsins inni á salerni vélarinnar, til þess að smita ekki aðra farþega. „Þetta er eftir flugið, ég veit að hún er bara ein á Íslandi og fjölskyldan hennar heldur áfram, og ég hugsa bara „Hvað ef ég eða einhver náinn mér myndi vera í þessum aðstæðum? Hvernig myndi ég vilja að aðrir myndu bregðast við?“ Þannig að ég bara gerði eins og flestir myndu gera, bara gerði mitt besta til að gera þetta eftirminnilegt fyrir hana,“ segir Ragnhildur. Marisa hefur sjálf sýnt frá því á samfélagsmiðlinum TikTok að Ragnhildur, eða Rocky eins og Marisa kallar hana, hafi fært henni ýmiskonar góðgæti og blóm. @marisaefotieo UPDATE: We LOVE Rocky from @icelandair.is she makes the world a happier place #christmas #sunnyday #vaccinated #covid #quarantine #fyp #viralvideo Sunny Day - Ramol Fari alltaf aðeins lengra Aðspurð um hvort það felist í starfi hennar að sjá um farþega eftir að úr vélinni segist Ragnheiður telja að flestir í hennar stöðu líti ekki þannig á starfið að því sé alveg lokið þegar úr vélinni er komið. „Ég held svo sem að núverandi og fyrrverandi flugfólk, við förum öll alltaf aðeins lengra. Það er ýmislegt sem gerist þegar fólk er á ferðalögum og það að vera á ferðalagi er streituvaldur. Ég held að við berum öll mikinn skilning til þess og við reynum að gera eins og við getum til að auðvelda fólki lífið, og ef við getum gert eitthvað, þó að við séum komin á jörðina, þá gerum við það held ég bara flestöll.“ Ragnhildur sendi Marisu tvær sendingar, sú fyrri innihélt meðal annars jólaljós og seríu, sem Ragnhildur segir að hafi verið ætlað að koma á smá jólastemningu í hótelherberginu sem Marisa dvelur nú ein á. „Seinni pokinn sem kom, það var á aðfangadag. Þá var fjölskyldan hennar búin að hafa samband við mig og bað mig að útvega jólamat fyrir hana. Við fórum á VOX og sóttum mat, forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Ég held að hún hafi fengið nauta-carpaccio, hreindýrasteik og súkkulaðimús,“ en Marisa hafði sýnt frá því á TikTok að hún væri ekki sérlega hrifin af matnum á farsóttarhótelinu. Þá hafi öll áhöfn vélarinnar gefið Marisu litlar jólagjafir. Ragnhildur segist ekki hafa fengið veður af því hversu vinsæl saga Marisu hefur orðið á TikTok fyrr en í dag, en myndband af Marisu inni á salerni vélarinnar hefur fengið 1,5 milljón „like“ á samfélagsmiðlinum. @marisaefotieo Shout out to @Icelandair for my VIP quarantine quarters.. ##luxuryliving ##imsolucky ##covid ##vaccinated ##fyp ##viralvideotiktok ##quarantine I'm So Lucky Lucky - Grandzz Salernið ekki hugsað til einangrunar Ragnhildur segist ekki merkja mikinn mun á flugfreyjustarfinu í dag og fyrir tíma faraldursins. „Þegar ekkert var að frétta um borð nema að við vorum öryggisverðir, og vorum ekki með neina þjónustu, þá náttúrulega var þetta svolítið öðruvísi. Þá voru engin tengsl við farþegana og við vorum aldrei augliti til auglitis. En ég finn engan mun í rauninni, eins og þetta er í dag.“ Hún segir salerni flugvéla þá ekki vera hugsað sem einangrunarstað ef veikindi koma upp um borð. „Nei, ekki kannski beint. Þetta fer svolítið eftir. Við fórum í það áhöfnin að færa til farþega þannig að það væri hægt að koma henni í sæti, þannig að við gerðum þetta allt eftir bókinni,“ segir Ragnhildur og bætir við að Marisa hafi verið í sæti við lendingu. Alltaf „Rocky“ á útlensku Athygli vekur að Marisa kallar Ragnhildi ekki Ragnhildi í færslum sínum á samfélagsmiðlum, heldur Rocky. Hvað veldur því? „Ég var skiptinemi í Bandaríkjunum og þurfti auðvitað að segja nöfn allra hinna þarna úti, þannig að mér fannst bara allt í lagi að þau myndu segja nafnið mitt, sem er ekki beint auðvelt. Þangað til að tveir vinir mínir komu með nafnið Rocky, og þetta eru orðin 35 ár síðan. Þegar ég kynni mig á erlendu tungumáli þá kynni ég mig alltaf sem Rocky og finnst ég heita það jafn mikið og Ragnhildur.“ Hún segist eiga von á því að heimsækja Marisu vinkonu sína, næst þegar hún verði að störfum í flugi til Chicago. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Ragnhildur ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, en Vísir fjallaði fyrr í dag um að eftir að lent hefði verið á Íslandi þann 20. desember hefði Ragnhildur fært Marisu blóm og jólatré á farsóttarhúsið þar sem sú síðarnefnda dvelur nú. Þá vakti einnig athygli að Marisa varði drjúgum hluta flugsins inni á salerni vélarinnar, til þess að smita ekki aðra farþega. „Þetta er eftir flugið, ég veit að hún er bara ein á Íslandi og fjölskyldan hennar heldur áfram, og ég hugsa bara „Hvað ef ég eða einhver náinn mér myndi vera í þessum aðstæðum? Hvernig myndi ég vilja að aðrir myndu bregðast við?“ Þannig að ég bara gerði eins og flestir myndu gera, bara gerði mitt besta til að gera þetta eftirminnilegt fyrir hana,“ segir Ragnhildur. Marisa hefur sjálf sýnt frá því á samfélagsmiðlinum TikTok að Ragnhildur, eða Rocky eins og Marisa kallar hana, hafi fært henni ýmiskonar góðgæti og blóm. @marisaefotieo UPDATE: We LOVE Rocky from @icelandair.is she makes the world a happier place #christmas #sunnyday #vaccinated #covid #quarantine #fyp #viralvideo Sunny Day - Ramol Fari alltaf aðeins lengra Aðspurð um hvort það felist í starfi hennar að sjá um farþega eftir að úr vélinni segist Ragnheiður telja að flestir í hennar stöðu líti ekki þannig á starfið að því sé alveg lokið þegar úr vélinni er komið. „Ég held svo sem að núverandi og fyrrverandi flugfólk, við förum öll alltaf aðeins lengra. Það er ýmislegt sem gerist þegar fólk er á ferðalögum og það að vera á ferðalagi er streituvaldur. Ég held að við berum öll mikinn skilning til þess og við reynum að gera eins og við getum til að auðvelda fólki lífið, og ef við getum gert eitthvað, þó að við séum komin á jörðina, þá gerum við það held ég bara flestöll.“ Ragnhildur sendi Marisu tvær sendingar, sú fyrri innihélt meðal annars jólaljós og seríu, sem Ragnhildur segir að hafi verið ætlað að koma á smá jólastemningu í hótelherberginu sem Marisa dvelur nú ein á. „Seinni pokinn sem kom, það var á aðfangadag. Þá var fjölskyldan hennar búin að hafa samband við mig og bað mig að útvega jólamat fyrir hana. Við fórum á VOX og sóttum mat, forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Ég held að hún hafi fengið nauta-carpaccio, hreindýrasteik og súkkulaðimús,“ en Marisa hafði sýnt frá því á TikTok að hún væri ekki sérlega hrifin af matnum á farsóttarhótelinu. Þá hafi öll áhöfn vélarinnar gefið Marisu litlar jólagjafir. Ragnhildur segist ekki hafa fengið veður af því hversu vinsæl saga Marisu hefur orðið á TikTok fyrr en í dag, en myndband af Marisu inni á salerni vélarinnar hefur fengið 1,5 milljón „like“ á samfélagsmiðlinum. @marisaefotieo Shout out to @Icelandair for my VIP quarantine quarters.. ##luxuryliving ##imsolucky ##covid ##vaccinated ##fyp ##viralvideotiktok ##quarantine I'm So Lucky Lucky - Grandzz Salernið ekki hugsað til einangrunar Ragnhildur segist ekki merkja mikinn mun á flugfreyjustarfinu í dag og fyrir tíma faraldursins. „Þegar ekkert var að frétta um borð nema að við vorum öryggisverðir, og vorum ekki með neina þjónustu, þá náttúrulega var þetta svolítið öðruvísi. Þá voru engin tengsl við farþegana og við vorum aldrei augliti til auglitis. En ég finn engan mun í rauninni, eins og þetta er í dag.“ Hún segir salerni flugvéla þá ekki vera hugsað sem einangrunarstað ef veikindi koma upp um borð. „Nei, ekki kannski beint. Þetta fer svolítið eftir. Við fórum í það áhöfnin að færa til farþega þannig að það væri hægt að koma henni í sæti, þannig að við gerðum þetta allt eftir bókinni,“ segir Ragnhildur og bætir við að Marisa hafi verið í sæti við lendingu. Alltaf „Rocky“ á útlensku Athygli vekur að Marisa kallar Ragnhildi ekki Ragnhildi í færslum sínum á samfélagsmiðlum, heldur Rocky. Hvað veldur því? „Ég var skiptinemi í Bandaríkjunum og þurfti auðvitað að segja nöfn allra hinna þarna úti, þannig að mér fannst bara allt í lagi að þau myndu segja nafnið mitt, sem er ekki beint auðvelt. Þangað til að tveir vinir mínir komu með nafnið Rocky, og þetta eru orðin 35 ár síðan. Þegar ég kynni mig á erlendu tungumáli þá kynni ég mig alltaf sem Rocky og finnst ég heita það jafn mikið og Ragnhildur.“ Hún segist eiga von á því að heimsækja Marisu vinkonu sína, næst þegar hún verði að störfum í flugi til Chicago.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira