Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar Snorri Másson skrifar 15. september 2021 20:20 Hver stelur spritti, skiltum og klukkum? Íslenskir unglingar á TikTok. TikTok Það geisar þjófnaðarfaraldur í íslenskum grunnskólum, þar sem eftirsóttasti fengurinn eru fábrotnir innanstokksmunir eins og klukkur eða skilti. Sökudólgarnir eru undir alþjóðlegum áhrifum og æðsta takmark þeirra er að gorta sig af þýfinu á TikTok. Þessi myndbönd eru fyrir allra augum á TikTok, þannig að það er ekki ýkja flókin rannsóknarvinna sem bíður skólayfirvalda sem ætla að hafa hendur í hári þjófanna. Að stela úr skólanum er innflutt hefð. Á TikTok er gríðarlegur fjöldi myndbanda birtur undir þeirri kaldhæðnu yfirskrift að verið sé að næla sér í „devious lick.“ Það er netslangur sem vísar til auðfengins en verðmæts ránsfengs. Þessa alþjóðlegu tískubylgju hefur greinilega borið að Íslandsströndum, en hún er talin hafa hafist í þessum mánuði. Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjóri í Rimaskóla, varð fyrst vör við þetta í síðustu viku. Síðan hefur þetta ágerst. Hún segir að áhrifagjarnir krakkar séu greinilega að taka siði að utan upp á sína arma og það sé líka að gerast víðar í skólum á höfuðborgarsvæðinu. „Og þetta er vandamál, af því að þetta kostar okkur,“ segir Þóranna. Að láta gera sérstök skilti er einkar kostnaðarsamt. Skólastjórinn hefur kallað eftir því að nemendur skili skiltunum, klukkunum og sprittinu - og hverju öðru því sem tekið hefur verið ófrjálsri hendi. Ella kynni skólinn að þurfa að ráðast í niðurskurð á móti þeim útgjöldum sem af hljótast og fyrsta afkomubætandi hugmyndin er að hafa slátur í matinn í unglingadeild, alla daga vikunnar. Skóla - og menntamál Samfélagsmiðlar Framhaldsskólar TikTok Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Þessi myndbönd eru fyrir allra augum á TikTok, þannig að það er ekki ýkja flókin rannsóknarvinna sem bíður skólayfirvalda sem ætla að hafa hendur í hári þjófanna. Að stela úr skólanum er innflutt hefð. Á TikTok er gríðarlegur fjöldi myndbanda birtur undir þeirri kaldhæðnu yfirskrift að verið sé að næla sér í „devious lick.“ Það er netslangur sem vísar til auðfengins en verðmæts ránsfengs. Þessa alþjóðlegu tískubylgju hefur greinilega borið að Íslandsströndum, en hún er talin hafa hafist í þessum mánuði. Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjóri í Rimaskóla, varð fyrst vör við þetta í síðustu viku. Síðan hefur þetta ágerst. Hún segir að áhrifagjarnir krakkar séu greinilega að taka siði að utan upp á sína arma og það sé líka að gerast víðar í skólum á höfuðborgarsvæðinu. „Og þetta er vandamál, af því að þetta kostar okkur,“ segir Þóranna. Að láta gera sérstök skilti er einkar kostnaðarsamt. Skólastjórinn hefur kallað eftir því að nemendur skili skiltunum, klukkunum og sprittinu - og hverju öðru því sem tekið hefur verið ófrjálsri hendi. Ella kynni skólinn að þurfa að ráðast í niðurskurð á móti þeim útgjöldum sem af hljótast og fyrsta afkomubætandi hugmyndin er að hafa slátur í matinn í unglingadeild, alla daga vikunnar.
Skóla - og menntamál Samfélagsmiðlar Framhaldsskólar TikTok Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira