Íslenski handboltinn Dramatískt jafntefli gegn Tékkum Ísland náði jafntefli gegn Tékkum, 34-34 í hreint út sagt ótrúlega dramatískum leik á HM í handbolta í Túnis nú síðdegis. Staðan í hálfleik var 20-14 fyrir Tékka sem náðu svo mest 9 marka forskoti um miðjan síðari hálfleik, 29-20. Þá tóku Íslendingar leikinn í sínar hendur og skoruðu 14 mörk á móti 5 mörkum Tékkanna. Ólafur Stefánsson var markahæstur Íslands með 11 mörk en hann skoraði jöfnunarmark Íslands úr vítaskoti, 10 sekúndum fyrir leikslok. Sport 13.10.2005 15:26 Sýndum úr hverju við erum gerðir "Þetta var bomba en við vissum vel að gætum þetta," sagði línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem hafði óvenju hljótt um sig að þessu sinni. Sport 13.10.2005 15:26 Karakter að mínu skapi Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari var einbeittur eftir leik og greinilega enn að jafna sig eftir átökin en hann var ansi líflegur á lokakaflanum. Sport 13.10.2005 15:26 Það er karakter í liðinu Lokakaflinn í leik Íslands og Tékklands á HM í Túnis í gær minnti um margt á gömlu góðu tímana. Þá sást barátta og kjarkur sem hefur verið sárt saknað hjá landsliðinu í nokkurn tíma. Með viljann að vopni snéri íslenska liðið töpuðum leik sér í hag og nældi í jafntefli, 34-34. Með örlítilli heppni hefði liðið hreinlega getað unnið leikinn. Sport 13.10.2005 15:26 Hreiðar og Ingimundur hvíla í dag Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari í handbolta tilkynnti það skömmu fyrir hádegi í dag hvaða tveir leikmenn hvíla í leiknum gegn Tékkum í dag. Markvörðurinn Hreiðar Guðmundsson úr ÍR og Ingimundur Ingimundarson verða fyrstu leikmennirnir til að sitja hjá en alls mega fjórtán leikmenn vera á skýrslu í hverjum leik. Sport 13.10.2005 15:26 Of fáir að skora mörkin Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, mun skoða íslenska landsliðið á HM og segja álit sitt í Fréttablaðinu. Sport 13.10.2005 15:26 Leið ekki vel í lokin Arnór Atlason var bæði hetja og skúrkur í þessum leik. Hann klúðraði tveim góðum færum á lokakaflanum en fiskaði síðan vítið mikilvæga undir lokin. Honum var augljóslega létt í leikslok. Sport 13.10.2005 15:26 Sættum okkur við stigið Birkir Ívar Guðmundsson kom í íslenska markið um miðjan síðari hálfleik og frábær frammistaða hans átti stóran þátt í því að íslenska liðið jafnaði leikinn. Sport 13.10.2005 15:26 Ísland 6 mörkum undir gegn Tékkum Ísland er 6 mörkum undir gegn Tékkum, 20-14 í hálfleik í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta sem fram fer í Túnis. Ólafur Stefánsson er markahæstur Íslendinga með 6 mörk og hefur Roland Eradze varið 10 skot í fyrri hálfleik. Tékkar komust mest í 7 marka forystu, 17-10. Sport 13.10.2005 15:26 Rússar og Slóvenar unnu Leikjunum í B-riðli Íslands á HM í handbolta í Túnis er nú lokið. Rússar sigruðu Alsír, 28-22 og Slóvenar völtuðu yfir Kúvæt, 34-17. Eins og fram hefur komið gerðu Ísland og Tékkland jafntefli fyrr í dag, 34-34 og eru því jöfn í 3.-4. sæti eftir fyrstu umferð með eitt stig. Slóvenía er efst með 2 stig, Rússar í öðru sæti. Sport 13.10.2005 15:26 Hreiðar og Vilhjálmur hvíla Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari mun ekki tilkynna það fyrr en á hádegi í dag hvaða tveir leikmenn hvíla í leiknum gegn Tékkum í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þó búist við því að það verði markvörðurinn Hreiðar Guðmundsson úr ÍR og stórskyttan Vilhjálmur Halldórsson úr Val en alls mega fjórtán leikmenn vera á skýrslu í hverjum leik. Sport 13.10.2005 15:26 Þurfum að klípa þá og pirra Íslenska landsliðið í handknattleik spilar sinn fyrsta leik á HM í Túnis á morgun. DV Sport fékk Sigurð Bjarnason fyrrum landsliðsmann til að rýna í leikina framundan og spurði hann hvernig honum litist á landsliðið í dag. Sport 13.10.2005 15:26 Króatar sigurstranglegastir Þýski veðbankinn betandwin.de spáir því að heims- og Ólympíumeistarar Króatíu standi uppi sem sigurvegarar á heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst í dag. Sport 13.10.2005 15:26 Lykilleikur gegn Tékkum Keppnismaðurinn Viggó Sigurðsson var strax kominn í ham eftir æfingu íslenska landsliðsins í gær en þá fékk landsliðið sína fyrstu og einu æfingu í El Menzah-íþróttahöllinni þar sem riðill Íslands verður spilaður. Viggó fékk aðeins að æfa í 50 mínútur í höllinni og það sætti hann sig illa við. Sport 13.10.2005 15:26 Bjartsýnn fyrir mótið Dagur Sigurðsson landsliðsfyrirliði hefur fengið vænan skerf af gagnrýni eftir síðustu mót og því er nokkur pressa á honum fyrir þetta mót. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari hefur tröllatrú á Degi og ætlast til þess að hann skili lykilhlutverki í þessu móti. Sport 13.10.2005 15:26 Einar klár í slaginn Einar Hólmgeirsson æfði í fyrsta skipti af einhverjum krafti í gær og komst ágætlega frá æfingunni. Hann kenndi sér lítils mein og Brynjólfur Jónsson, læknir landsliðsins, var mjög bjartsýnn á að Einar gæti spilað á mótinu. Sport 13.10.2005 15:26 Ungu strákarnir gefa nýja sýn Ólafur Stefánsson er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann lék ekki með á World Cup í Svíþjóð og svo gældi hann reyndar við að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í sumar. Þessi besti handknattleiksmaður þjóðarinnar hefur lagt vonbrigðin á ÓL á hilluna og það leynir sér ekki að honum líður mikið mun betur í dag. Sport 13.10.2005 15:26 Klár eftir tvo mánuði Línumaðurinn sterki Sigfús Sigurðsson gekkst undir aðra aðgerð vegna brjóskloss á sjúkrahúsi í Berlín og ljóst að hann verður ekki með Magdeburg næstu sex til átta vikurnar. Sport 13.10.2005 15:25 Óvænt tap Stjörnunnar Fram vann óvæntan sigur á Stjörnunni 24-20 í fyrstu deild kvenna í handbolta í gærkvöld. Þetta var annar sigur Fram í deildinni en liðið er með fimm stig í næstneðsta sæti. Stjarnan, sem vann ÍBV á dögunum, er í þriðja sæti með 15 stig. Sport 13.10.2005 15:25 Okkar riðill er spurningarmerki Heimsmeistaramótið í handbolta hefst í Túnis á sunnudag og fyrsti leikur Íslendinga er gegn Tékkum. Fréttablaðið hafði samband við einn virtasta handboltaþjálfara heims, Alfreð Gíslason, þjálfara Magdeburg, og fékk hann til þess að meta andstæðinga íslenska liðsins og möguleika Íslands á mótinu. Sport 13.10.2005 15:25 Mikill léttir Það lítur allt út fyrir að stórskyttan Einar Hólmgeirsson geti leikið með íslenska landsliðinu á HM í Túnis. Einar hefur verið meiddur síðan liðið æfði á Íslandi um daginn og um tíma var óttast að hann væri fótbrotinn. Röntgenmyndir sem landsliðið fékk af Einari á þriðjudag leiddu í ljós að hann er ekki brotinn og því hóf hann strax stífa sjúkraþjálfun hjá sjúkraþjálfara liðsins, Elís Þór Rafnssyni, en Elís vildi ekki byrja að höndla Einar fyrr en í ljós kæmi hvers kyns meiðslin væru. Sport 13.10.2005 15:24 Árni Þór nefbrotnar í æfingaleik Árni Þór Sigtryggsson, örvhenta stórskyttan sem leikur með Þór í úrvalsdeildinni í handknattleik, nefbrotnaði illa í æfingaleik gegn KA í gærkvöld. Árni Þór ætlaði til Þýskalands á föstudaginn kemur til að kanna aðstæður hjá Göppingen, sem Jaliesky Garcia leikur með, en ekkert verður af þeirri heimsókn í bili. Talið er að Árni Þór verði frá í nokkrar vikur. Sport 13.10.2005 15:24 Bambir tekur við FH-stúlkum Króatinn Slavko Bambir hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs FH í handbolta. Hann tekur við af Sigurði Gunnarssyni sem sagði upp störfum um helgina. Slavko Bambir var um tíma þjálfari kvennalandsliðsins. Sport 13.10.2005 15:24 Stjarnan mætir pólsku liði Kvennalið Stjörnunnar dróst gegn pólska liðinu Vitaral Jelfa í 16 liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu í handknattleik, en dregið var í morgun. Fyrri leikur liðanna verður í Póllandi 12. eða 13. febrúar og sá síðari í Garðabæ viku síðar. Pólska liðið sat hjá í riðlakeppni Áskorendabikarsins. Sport 13.10.2005 15:24 Verðum ekki meðal sex efstu "Ég er ekki ýkja bjartsýnn fyrir hönd landsliðsins fyrir mótið í Túnis og finnst ólíklegt að við komumst langt á því móti," segir Geir Sveinsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, um möguleika Íslendinga á Heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst um helgina. Sport 13.10.2005 15:23 Egyptar í valnum gegn Íslandi "Það hefði verið dapurlegt að tapa öllum leikjunum hér þannig að þessi sigur er afar jákvæður fyrir það sem fram undan er," sagði Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik. Ísland vann þriðja og síðasta leik sinn á æfingamóti sem fram fór á Spáni gegn Egyptum 30-21 eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum, gegn Frakklandi og Spáni. </font /> Sport 13.10.2005 15:23 FH tekur á móti Víkingi Einn leikur er í 1. deild kvenna í handbolta í kvöld. FH tekur á móti Víkingi og hefst leikurinn klukkan 19.15 í Kaplakrika. Sport 13.10.2005 15:23 Síðasti leikurinn fyrir HM Nú stendur yfir síðasti leikur íslenska karlalandsliðsins í handbolta á fjögurra þjóða mótinu á Spáni en leikið er gegn Egyptum. Liðið steinlá fyrir Spánverjum, 39-31, í gær. Róbert Gunnarsson var markahæstur og skoraði níu mörk og Guðjón Valur Sigurðsson kom næstur með sjö. Sport 13.10.2005 15:23 Rússar mörðu Svisslendinga Andstæðingar íslenska landsliðsins í handknattleik í b-riðli heimsmeistaramótsins í Túnis léku nokkra æfingaleiki í gær. Slóvenar skelltu Þjóðverjum, 32-26, Rússar mörðu sigur á Svisslendingum, 26-25, og Tékkar og Danir gerðu jafntefli, 24-24. Sport 13.10.2005 15:23 Tékkar töpuðu fyrir Svíum Tékkar, fyrstu andstæðingar Íslendinga á heimsmeistaramótinu í Túnis, biðu lægri hlut fyrir Svíum 32-30 í gær á alþjóðlegu móti í Malmö. Danir rótburstuðu Brasilíumenn 41-15 í hinum leik mótsins. Sport 13.10.2005 15:22 « ‹ 116 117 118 119 120 121 122 123 … 123 ›
Dramatískt jafntefli gegn Tékkum Ísland náði jafntefli gegn Tékkum, 34-34 í hreint út sagt ótrúlega dramatískum leik á HM í handbolta í Túnis nú síðdegis. Staðan í hálfleik var 20-14 fyrir Tékka sem náðu svo mest 9 marka forskoti um miðjan síðari hálfleik, 29-20. Þá tóku Íslendingar leikinn í sínar hendur og skoruðu 14 mörk á móti 5 mörkum Tékkanna. Ólafur Stefánsson var markahæstur Íslands með 11 mörk en hann skoraði jöfnunarmark Íslands úr vítaskoti, 10 sekúndum fyrir leikslok. Sport 13.10.2005 15:26
Sýndum úr hverju við erum gerðir "Þetta var bomba en við vissum vel að gætum þetta," sagði línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem hafði óvenju hljótt um sig að þessu sinni. Sport 13.10.2005 15:26
Karakter að mínu skapi Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari var einbeittur eftir leik og greinilega enn að jafna sig eftir átökin en hann var ansi líflegur á lokakaflanum. Sport 13.10.2005 15:26
Það er karakter í liðinu Lokakaflinn í leik Íslands og Tékklands á HM í Túnis í gær minnti um margt á gömlu góðu tímana. Þá sást barátta og kjarkur sem hefur verið sárt saknað hjá landsliðinu í nokkurn tíma. Með viljann að vopni snéri íslenska liðið töpuðum leik sér í hag og nældi í jafntefli, 34-34. Með örlítilli heppni hefði liðið hreinlega getað unnið leikinn. Sport 13.10.2005 15:26
Hreiðar og Ingimundur hvíla í dag Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari í handbolta tilkynnti það skömmu fyrir hádegi í dag hvaða tveir leikmenn hvíla í leiknum gegn Tékkum í dag. Markvörðurinn Hreiðar Guðmundsson úr ÍR og Ingimundur Ingimundarson verða fyrstu leikmennirnir til að sitja hjá en alls mega fjórtán leikmenn vera á skýrslu í hverjum leik. Sport 13.10.2005 15:26
Of fáir að skora mörkin Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, mun skoða íslenska landsliðið á HM og segja álit sitt í Fréttablaðinu. Sport 13.10.2005 15:26
Leið ekki vel í lokin Arnór Atlason var bæði hetja og skúrkur í þessum leik. Hann klúðraði tveim góðum færum á lokakaflanum en fiskaði síðan vítið mikilvæga undir lokin. Honum var augljóslega létt í leikslok. Sport 13.10.2005 15:26
Sættum okkur við stigið Birkir Ívar Guðmundsson kom í íslenska markið um miðjan síðari hálfleik og frábær frammistaða hans átti stóran þátt í því að íslenska liðið jafnaði leikinn. Sport 13.10.2005 15:26
Ísland 6 mörkum undir gegn Tékkum Ísland er 6 mörkum undir gegn Tékkum, 20-14 í hálfleik í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta sem fram fer í Túnis. Ólafur Stefánsson er markahæstur Íslendinga með 6 mörk og hefur Roland Eradze varið 10 skot í fyrri hálfleik. Tékkar komust mest í 7 marka forystu, 17-10. Sport 13.10.2005 15:26
Rússar og Slóvenar unnu Leikjunum í B-riðli Íslands á HM í handbolta í Túnis er nú lokið. Rússar sigruðu Alsír, 28-22 og Slóvenar völtuðu yfir Kúvæt, 34-17. Eins og fram hefur komið gerðu Ísland og Tékkland jafntefli fyrr í dag, 34-34 og eru því jöfn í 3.-4. sæti eftir fyrstu umferð með eitt stig. Slóvenía er efst með 2 stig, Rússar í öðru sæti. Sport 13.10.2005 15:26
Hreiðar og Vilhjálmur hvíla Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari mun ekki tilkynna það fyrr en á hádegi í dag hvaða tveir leikmenn hvíla í leiknum gegn Tékkum í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þó búist við því að það verði markvörðurinn Hreiðar Guðmundsson úr ÍR og stórskyttan Vilhjálmur Halldórsson úr Val en alls mega fjórtán leikmenn vera á skýrslu í hverjum leik. Sport 13.10.2005 15:26
Þurfum að klípa þá og pirra Íslenska landsliðið í handknattleik spilar sinn fyrsta leik á HM í Túnis á morgun. DV Sport fékk Sigurð Bjarnason fyrrum landsliðsmann til að rýna í leikina framundan og spurði hann hvernig honum litist á landsliðið í dag. Sport 13.10.2005 15:26
Króatar sigurstranglegastir Þýski veðbankinn betandwin.de spáir því að heims- og Ólympíumeistarar Króatíu standi uppi sem sigurvegarar á heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst í dag. Sport 13.10.2005 15:26
Lykilleikur gegn Tékkum Keppnismaðurinn Viggó Sigurðsson var strax kominn í ham eftir æfingu íslenska landsliðsins í gær en þá fékk landsliðið sína fyrstu og einu æfingu í El Menzah-íþróttahöllinni þar sem riðill Íslands verður spilaður. Viggó fékk aðeins að æfa í 50 mínútur í höllinni og það sætti hann sig illa við. Sport 13.10.2005 15:26
Bjartsýnn fyrir mótið Dagur Sigurðsson landsliðsfyrirliði hefur fengið vænan skerf af gagnrýni eftir síðustu mót og því er nokkur pressa á honum fyrir þetta mót. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari hefur tröllatrú á Degi og ætlast til þess að hann skili lykilhlutverki í þessu móti. Sport 13.10.2005 15:26
Einar klár í slaginn Einar Hólmgeirsson æfði í fyrsta skipti af einhverjum krafti í gær og komst ágætlega frá æfingunni. Hann kenndi sér lítils mein og Brynjólfur Jónsson, læknir landsliðsins, var mjög bjartsýnn á að Einar gæti spilað á mótinu. Sport 13.10.2005 15:26
Ungu strákarnir gefa nýja sýn Ólafur Stefánsson er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann lék ekki með á World Cup í Svíþjóð og svo gældi hann reyndar við að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í sumar. Þessi besti handknattleiksmaður þjóðarinnar hefur lagt vonbrigðin á ÓL á hilluna og það leynir sér ekki að honum líður mikið mun betur í dag. Sport 13.10.2005 15:26
Klár eftir tvo mánuði Línumaðurinn sterki Sigfús Sigurðsson gekkst undir aðra aðgerð vegna brjóskloss á sjúkrahúsi í Berlín og ljóst að hann verður ekki með Magdeburg næstu sex til átta vikurnar. Sport 13.10.2005 15:25
Óvænt tap Stjörnunnar Fram vann óvæntan sigur á Stjörnunni 24-20 í fyrstu deild kvenna í handbolta í gærkvöld. Þetta var annar sigur Fram í deildinni en liðið er með fimm stig í næstneðsta sæti. Stjarnan, sem vann ÍBV á dögunum, er í þriðja sæti með 15 stig. Sport 13.10.2005 15:25
Okkar riðill er spurningarmerki Heimsmeistaramótið í handbolta hefst í Túnis á sunnudag og fyrsti leikur Íslendinga er gegn Tékkum. Fréttablaðið hafði samband við einn virtasta handboltaþjálfara heims, Alfreð Gíslason, þjálfara Magdeburg, og fékk hann til þess að meta andstæðinga íslenska liðsins og möguleika Íslands á mótinu. Sport 13.10.2005 15:25
Mikill léttir Það lítur allt út fyrir að stórskyttan Einar Hólmgeirsson geti leikið með íslenska landsliðinu á HM í Túnis. Einar hefur verið meiddur síðan liðið æfði á Íslandi um daginn og um tíma var óttast að hann væri fótbrotinn. Röntgenmyndir sem landsliðið fékk af Einari á þriðjudag leiddu í ljós að hann er ekki brotinn og því hóf hann strax stífa sjúkraþjálfun hjá sjúkraþjálfara liðsins, Elís Þór Rafnssyni, en Elís vildi ekki byrja að höndla Einar fyrr en í ljós kæmi hvers kyns meiðslin væru. Sport 13.10.2005 15:24
Árni Þór nefbrotnar í æfingaleik Árni Þór Sigtryggsson, örvhenta stórskyttan sem leikur með Þór í úrvalsdeildinni í handknattleik, nefbrotnaði illa í æfingaleik gegn KA í gærkvöld. Árni Þór ætlaði til Þýskalands á föstudaginn kemur til að kanna aðstæður hjá Göppingen, sem Jaliesky Garcia leikur með, en ekkert verður af þeirri heimsókn í bili. Talið er að Árni Þór verði frá í nokkrar vikur. Sport 13.10.2005 15:24
Bambir tekur við FH-stúlkum Króatinn Slavko Bambir hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs FH í handbolta. Hann tekur við af Sigurði Gunnarssyni sem sagði upp störfum um helgina. Slavko Bambir var um tíma þjálfari kvennalandsliðsins. Sport 13.10.2005 15:24
Stjarnan mætir pólsku liði Kvennalið Stjörnunnar dróst gegn pólska liðinu Vitaral Jelfa í 16 liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu í handknattleik, en dregið var í morgun. Fyrri leikur liðanna verður í Póllandi 12. eða 13. febrúar og sá síðari í Garðabæ viku síðar. Pólska liðið sat hjá í riðlakeppni Áskorendabikarsins. Sport 13.10.2005 15:24
Verðum ekki meðal sex efstu "Ég er ekki ýkja bjartsýnn fyrir hönd landsliðsins fyrir mótið í Túnis og finnst ólíklegt að við komumst langt á því móti," segir Geir Sveinsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, um möguleika Íslendinga á Heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst um helgina. Sport 13.10.2005 15:23
Egyptar í valnum gegn Íslandi "Það hefði verið dapurlegt að tapa öllum leikjunum hér þannig að þessi sigur er afar jákvæður fyrir það sem fram undan er," sagði Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik. Ísland vann þriðja og síðasta leik sinn á æfingamóti sem fram fór á Spáni gegn Egyptum 30-21 eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum, gegn Frakklandi og Spáni. </font /> Sport 13.10.2005 15:23
FH tekur á móti Víkingi Einn leikur er í 1. deild kvenna í handbolta í kvöld. FH tekur á móti Víkingi og hefst leikurinn klukkan 19.15 í Kaplakrika. Sport 13.10.2005 15:23
Síðasti leikurinn fyrir HM Nú stendur yfir síðasti leikur íslenska karlalandsliðsins í handbolta á fjögurra þjóða mótinu á Spáni en leikið er gegn Egyptum. Liðið steinlá fyrir Spánverjum, 39-31, í gær. Róbert Gunnarsson var markahæstur og skoraði níu mörk og Guðjón Valur Sigurðsson kom næstur með sjö. Sport 13.10.2005 15:23
Rússar mörðu Svisslendinga Andstæðingar íslenska landsliðsins í handknattleik í b-riðli heimsmeistaramótsins í Túnis léku nokkra æfingaleiki í gær. Slóvenar skelltu Þjóðverjum, 32-26, Rússar mörðu sigur á Svisslendingum, 26-25, og Tékkar og Danir gerðu jafntefli, 24-24. Sport 13.10.2005 15:23
Tékkar töpuðu fyrir Svíum Tékkar, fyrstu andstæðingar Íslendinga á heimsmeistaramótinu í Túnis, biðu lægri hlut fyrir Svíum 32-30 í gær á alþjóðlegu móti í Malmö. Danir rótburstuðu Brasilíumenn 41-15 í hinum leik mótsins. Sport 13.10.2005 15:22