Klár eftir tvo mánuði 20. janúar 2005 00:01 Línumaðurinn sterki Sigfús Sigurðsson gekkst undir aðra aðgerð vegna brjóskloss á sjúkrahúsi í Berlín og ljóst að hann verður ekki með Magdeburg næstu sex til átta vikurnar. Sigfús sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði fengið í bakið strax á fyrstu hlaupaæfingunni hjá sjúkraþjálfara Magdeburg og því hefði lítið annað verið hægt að gera en að fara í aðgerð á nýjan leik en Sigfús var skorinn upp fyrr í vetur. Hann sagðist vera bjartsýnn á fljótan bata og stefnir að því að vera byrjaður að æfa eftir þrjár vikur. "Ég ætla mér að vera klár í leik eftir átta vikur," sagði Sigfús sem verður á sjúkrahúsi í Berlín næstu vikurnar. "Það þýðir ekkert að leggja árar í bát. Ég ligg hérna upp í rúmi með súkkulaði og að er spila "Football Manager" í tölvunni. Ég keypti nýja leikinn heima um jólin og það er allt annað líf. Ég er að stýra Juventus núna og hef unnið 23 leiki í röð, flesta 1-0," sagði Sigfús og hló dátt. Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburgar, sagðist ekki reikna með Sigfúsi fyrr en í maí. "Ég er núna á fullu að leita að manni til að leysa Sigfús fram á vorið en það gengur lítið. Við höfum saknað hans í varnarleiknum en það verður ekki auðvelt fyrir hann að koma til baka eftir tvær aðgerðir á baki," sagði Alfreð sem getur þó glaðst yfir því að hafa náð að tryggja sér einn besta línumann heims, Frakkann Gueric Kervadec, næstu þrjú árin. Kervadec hefur áður leikið undir stjórn Alfreðs hjá Magdeburg en Alfreð sagði að Kervadec væri einfaldlega besti varnarmaður sem völ væri í heiminum í dag. Með komu Kervadec mun Sigfús Sigurðsson fá meiri samkeppni en aðspurður sagðist sigfús fagna henni. "Hann er frábær leikmaður, bæði í vörn og sókn, og ég er viss um að við eigum eftir að skipta þessu bróðurlega á milli okkar," sagði Sigfús. Íslenski handboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Sjá meira
Línumaðurinn sterki Sigfús Sigurðsson gekkst undir aðra aðgerð vegna brjóskloss á sjúkrahúsi í Berlín og ljóst að hann verður ekki með Magdeburg næstu sex til átta vikurnar. Sigfús sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði fengið í bakið strax á fyrstu hlaupaæfingunni hjá sjúkraþjálfara Magdeburg og því hefði lítið annað verið hægt að gera en að fara í aðgerð á nýjan leik en Sigfús var skorinn upp fyrr í vetur. Hann sagðist vera bjartsýnn á fljótan bata og stefnir að því að vera byrjaður að æfa eftir þrjár vikur. "Ég ætla mér að vera klár í leik eftir átta vikur," sagði Sigfús sem verður á sjúkrahúsi í Berlín næstu vikurnar. "Það þýðir ekkert að leggja árar í bát. Ég ligg hérna upp í rúmi með súkkulaði og að er spila "Football Manager" í tölvunni. Ég keypti nýja leikinn heima um jólin og það er allt annað líf. Ég er að stýra Juventus núna og hef unnið 23 leiki í röð, flesta 1-0," sagði Sigfús og hló dátt. Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburgar, sagðist ekki reikna með Sigfúsi fyrr en í maí. "Ég er núna á fullu að leita að manni til að leysa Sigfús fram á vorið en það gengur lítið. Við höfum saknað hans í varnarleiknum en það verður ekki auðvelt fyrir hann að koma til baka eftir tvær aðgerðir á baki," sagði Alfreð sem getur þó glaðst yfir því að hafa náð að tryggja sér einn besta línumann heims, Frakkann Gueric Kervadec, næstu þrjú árin. Kervadec hefur áður leikið undir stjórn Alfreðs hjá Magdeburg en Alfreð sagði að Kervadec væri einfaldlega besti varnarmaður sem völ væri í heiminum í dag. Með komu Kervadec mun Sigfús Sigurðsson fá meiri samkeppni en aðspurður sagðist sigfús fagna henni. "Hann er frábær leikmaður, bæði í vörn og sókn, og ég er viss um að við eigum eftir að skipta þessu bróðurlega á milli okkar," sagði Sigfús.
Íslenski handboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Sjá meira