Fótbolti

Fréttamynd

Versta byrjun í sögu efstu deildar

Á sunnudagskvöld vann FC Kaupmannahöfn 2-1 útisigur á Vejle. Það var 10. tap Vejle í röð í efstu deild danska fótboltans. Tapið þýðir að Vejle á nú metið yfir slökustu byrjun í sögu efstu deildar þar í landi.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrir­liðinn Popp leggur lands­liðs­skóna á hilluna

Alexandra Popp, fyrirliði þýska landsliðsins í fótbolta og samherji Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg, hefur tilkynnt að hún muni leggja landsliðsskóna á hilluna síðar í þessum mánuði. Frá þessu greindi hin 33 ára gamla Popp í dag, mánudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho fékk spjald fyrir furðu­leg mót­mæli

Portúgalinn José Mourinho er ekki þekktur fyrir að sitja á skoðunum sínum en hefur farið misjafnar leiðir í gegnum tíðina til að koma þeim á framfæri. Nýstárleg leið til að mótmæli dómi í tyrknesku deildinni um helgina hefur vakið athygli.

Fótbolti
Fréttamynd

Spilar ekki í deildinni fyrr en í nóvember

Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, fer í þriggja leikja bann vegna brots á James Maddison í 3-0 tapi Rauðu djöflanna fyrir Tottenham á Old Trafford í gær. Vera má að banninu verði áfrýjað.

Enski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: KR - Fram 7-1 | Benóný Breki og KR með sýningu

KR vann ótrúlegan 7-1 sigur á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu. Benóný Breki skoraði fjögur mörk í liði heimamanna, Óðinn Bjarkason skoraði í sínum fyrsta leik í Bestu deildinni á meðan Luke Rae og Atli Sigurjónsson skoruðu einnig. Markús Páll Ellertsson skoraði mark Fram. Uppgjör og viðtöl væntanleg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­hafið að endinum hjá Ten Hag?

Manchester United hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu og þá gerði liðið jafntefli við Twente frá Hollandi í Evrópudeildinni í vikunni. Næstu þrír leikir liðsins eru í erfiðari kantinum og gætu verið upphafið að endinum hjá þjálfara liðsins, Erik ten Hag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sjáðu fyrstu mörk Orra Steins í treyju Real Sociedad

Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson hefur opnað markareikning sinn á Spáni en hann kom inn af bekknum og skoraði tvö í 3-0 sigri liðsins á Valencia. Þetta voru hans fyrstu mörk síðan hann gekk í raðir Sociedad frá FC Kaupmannahöfn.

Fótbolti
Fréttamynd

Nökkvi Þeyr kom að marki og Messi bjargaði stigi

Nökkvi Þeyr Þórisson var með svokallaða íshokkí-stoðsendingu í 3-1 sigri sinna manna í St. Louis City á Sporting Kansas City í MLS-deildinni í knattspyrnu. Þá skoraði Lionel Messi glæsimark sem bjargaði stigi fyrir Inter Miami gegn Charlotte.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við tökum stiginu“

„Þeir áttu sín augnablik á fyrstu tíu mínútum leiksins og eftir jöfnunarmarkið en að mestu spiluðum við virkilega vel,“ sagði Pep Guardiola eftir 1-1 jafntefli sinna manna í Manchester City gegn Newcastle United.

Enski boltinn
Fréttamynd

Vand­ræði Man City án Rodri halda á­fram

Englandsmeisturum Manchester City tókst ekki að hrista af sér þá staðreynd að liðinu gengur gríðarlega illa án miðjumannsins Rodri en liðið gerði 1-1 jafntefli við Newcastle United í Norður-Englandi í fyrsta leik 6. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Enski boltinn