Fótbolti Tjallar héldu uppi stuðinu á Hlíðarenda: „Alveg trylltir“ Fimm Bretar vöktu mikla kátínu á meðal áhorfenda á N1-vellinum við Hlíðarenda í gær þegar Valur mætti ÍA í undanúrslitum Lengjubikarsins. Þeir héldu uppi stemningunni á vellinum og mátti vel heyra í þeim í sjónvarpsútsendingu frá leiknum. Íslenski boltinn 21.3.2024 15:00 Adam hafi nánast þvingað treyjuna upp á Gylfa: „Minn er heiðurinn“ Gylfi Þór Sigurðsson þakkar Adam Ægi Pálssyni fyrir að afhenda sér treyjunúmerið 23 hjá Val. Adam skipti um númer svo Gylfi gæti borið sömu tölu á bakinu og hann gerði á sínum bestu árum hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Íslenski boltinn 21.3.2024 12:01 „Þessir tveir mánuðir voru gríðarlega erfiðir“ Gylfi Þór Sigurðsson þreytti frumraun sína með Val gegn ÍA í Lengjubikarnum í gær. Síðustu mánuðir hafa verið honum strembnir og þá verður skrýtið fyrir hann að vera ekki með landsliðinu í kvöld. Íslenski boltinn 21.3.2024 08:00 Sviptir hulunni af heimildarmynd og sér um föstudagskvöldin á RÚV Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður til margra ára segir fyndið símtal hafa orðið til þess að hann ákvað að taka að sér framleiðslu heimildarmyndar um Ásgeir Elíasson, einn sigursælasta fótboltaþjálfara landsins. Logi er nú að vinna í gerð fleiri heimildamynda og er í ritstjórn spurningaþáttanna Er þetta frétt? sem sýndir eru á föstudagskvöldum á RÚV. Lífið 20.3.2024 15:29 „Ég hata þau öll“ Sir Jim Ratcliffe, nýr minnihlutaeigandi Manchester United, skóf ekki ofan af því er hann var spurður hvaða lið hann vildi sjá vinna ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. „Ég hata þau öll“ var einfaldlega svarið. Enski boltinn 20.3.2024 07:01 Ólíklegt að spilað verði í Grindavík í sumar Haukur Guðberg Einarsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur heimsótti bæinn í dag og sótti æfingabúnað fyrir fótboltafélagið. Hann verður fluttur yfir í Safamýri þar sem Grindavík hefur fótboltaaðstöðu í sumar. Hann telur ólíklegt að hægt verði að spila á Grindavíkurvelli í sumar. Innlent 19.3.2024 23:56 Sir Alex heiðursmeðlimur Frankfurt svo lengi sem hann lifir Þýska úrvalsdeildarfélagið Eintracht Frankfurt gerði hinn goðsagnakennda Sir Alex Ferguson að heiðursmeðlim ásamt því að gefa honum treyju með nafni hans og númerinu 10. Fótbolti 19.3.2024 23:31 „Meiddust“ allir á sama tíma í mismunandi leikjum Athyglisverð atvik áttu sér stað í lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni efstu deildar karla í knattspyrnu í Belgíu. Á sama tíma í þremur mismunandi leikjum „meiddust“ þrír markverðir. Það var þó engin tilviljun. Fótbolti 19.3.2024 23:00 Lyon í góðri stöðu eftir nauman sigur í Portúgal Lyon lagði Benfica 2-1 ytra þegar liðin mættust í fyrri viðureign sinni í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Fótbolti 19.3.2024 22:15 Sautján ára eftir allt saman og fær að spila á nýjan leik Wilfried Nathan Doualla hefur verið hreinsaður af ásökunum um að hafa logið til um aldur og fær að klára tímabilið í heimalandinu. Fótbolti 19.3.2024 21:30 Courtois meiddur á nýjan leik Litlar líkur eru á því að Thibaut Courtois, markvörður Real Madríd og belgíska landsliðsins, nái að spila leik á þessari leiktíð. Hann sleit krossband í vinstra hné síðasta sumar og hefur nú meiðst að nýju. Fótbolti 19.3.2024 20:30 Chelsea með annan fótinn í undanúrslitum Chelsea vann gríðarlega öruggan 3-0 útisigur á Ajax í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Fótbolti 19.3.2024 20:00 Åge Hareide: Alls ekki ætlun mín að særa eða móðga neinn Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, segir það ekki hafa verið ætlun sína að móðga eða særa neinn með ummælum sem féllu á blaðamannafundi síðasta föstudag. Fótbolti 19.3.2024 18:12 Ekki með Ítalíu eftir meinta kynþáttafordóma Francesco Acerbi, miðvörður toppliðs Inter Milan, hefur dregið sig úr landsliðshópi Ítalíu fyrir komandi verkefni eftir ásakanir um kynþáttafordóma í leik Inter og Napolí á dögunum. Fótbolti 19.3.2024 17:45 Klopp hélt áfram að urða yfir fjölmiðlamanninn eftir að strunsa úr viðtalinu Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var allt annað en sáttur eftir 4-3 tap sinna manna gegn Manchester United í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Svo sár var Klopp að hann strunsaði úr viðtali við Viaplay eftir leik og lét starfsmann sjónvarpsstöðvarinnar fá það óþvegið er hann gekk til búningsklefa. Enski boltinn 19.3.2024 07:00 Andrea Rán spilar á Íslandi í sumar Það stefnir í að Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir spili með FH í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Hún spilaði síðast í Mexíkó. Íslenski boltinn 18.3.2024 23:31 Ráðist að Immobile fyrir framan konu hans og barn Ciro Immobile, framherji Lazio, varð fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu á dögunum þegar ráðist var að honum fyrir framan konu hans og börn þegar hann var að sækja fjögurra ára son sinn á leikskólann. Fótbolti 18.3.2024 23:00 Utan vallar: Leikur fyrir snjallsímakynslóðina Manchester United vann 4-3 sigur á Liverpool í framlengdum leik þegar liðin mættust á Old Trafford í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta í gær, sunnudag. Má með sanni segja að leikurinn hafi haft allt sem góður fótboltaleikur þarf að hafa. Enski boltinn 18.3.2024 22:17 Óli Valur aftur í raðir Stjörnunnar Óli Valur Ómarsson mun spila með uppeldisfélagi sínu Stjörnunnar í Bestu deild karla í knattspyrnu á komandi tímabili. Hann kemur á láni frá sænska félaginu Sirius. Frá þessu greinir Stjarnan á samfélagsmiðlum sínum nú í kvöld. Íslenski boltinn 18.3.2024 21:16 Karólína Lea lagði upp í sigri Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði upp fyrra mark Bayer Leverkusen í 2-0 sigri á Köln í þýsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Fótbolti 18.3.2024 20:35 Sædís Rún lagði upp í sinum fyrsta leik í atvinnumennsku Sædís Rún Heiðarsdóttir lagði upp eitt marka Vålerenga í 3-1 sigri liðsins á Stabæk í norsku úrvalsdeildinni. Sædís Rún sem er uppalin hjá Stjörnunni var að leika sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið í kvöld. Fótbolti 18.3.2024 20:05 Núñez meiddist gegn Man United Darwin Núñez, framherji Liverpool, hefur dregið sig úr landsliðshópi Úrúgvæ fyrir komandi verkefni eftir að hafa meiðst aftan í læri í 4-3 tapi Liverpool á Old Trafford um helgina. Enski boltinn 18.3.2024 19:16 HK sækir leikmann sem hefur áður leikið með liðinu Viktor Helgi Benediktsson mun leika með HK í Bestu deild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Hann skrifar undir tveggja ára samning við félagið eftir að hafa leikið í Færeyjum síðan á síðasta ári. Íslenski boltinn 18.3.2024 18:30 Inter mistókst að ná tíu stiga forystu á ný Ríkjandi Ítalíumeistarar í Napoli náðu í eitt stig í ferð sinni til Mílanóborgar þar sem liðið mætti toppliði Inter. Fótbolti 17.3.2024 19:15 Ótrúleg dramatík þegar United sló Liverpool út úr bikarnum Manchester United er komið áfram í ensku bikarkeppninni eftir magnaðan sigur á Liverpool í framlengdum leik á Old Trafford. Amad Diallo skoraði sigurmarkið undir lok framlengingar. Enski boltinn 17.3.2024 15:01 Sóttu sigur í uppbótartíma gegn tíu mönnum Chelsea vann dramatískan 4-2 sigur á Leicester í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Leicester jafnaði leikinn eftir að hafa lent tveimur mörkum undir en misstu svo mann af velli og tókst ekki að halda út. Enski boltinn 17.3.2024 12:16 Markalaust hjá Genoa gegn gömlu frúnni Juventus gerði sér ekki kápu úr klæðinu þegar Albert Guðmundsson og félagar í Genoa heimsóttu þá í 29. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Markalaus niðurstaða þrátt fyrir fjöldan allan af færum og Dusan Vlahovic var rekinn af velli í uppbótartíma. Fótbolti 17.3.2024 11:01 Newcastle lítil fyrirstaða fyrir lærisveina Guardiola Manchester City er komið í undanúrslit FA-bikarsins í knattspyrnu eftir þægilegan 2-0 sigur á Newcastle á heimavelli í dag. Enski boltinn 16.3.2024 17:01 Pep horfir til Lundúna í leit að eftirmanni Bernardo Silva Pep Guardiola telur Brasilíumanninn Lucas Paquetá best til þess fallinn að leysa Bernardo Silva af hólmi í liði Englands-, Evrópu og bikarmeistara Manchester City. Enski boltinn 15.3.2024 18:15 „Kunnum að reikna á Hlíðarenda og þetta er vel innan allra marka“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, fagnar komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Hann segir hafa verið snúið að ganga frá samningum en þó ekki að fjármagna samninginn sem sé innan velsæmismarka. Íslenski boltinn 15.3.2024 12:31 « ‹ 45 46 47 48 49 50 51 52 53 … 334 ›
Tjallar héldu uppi stuðinu á Hlíðarenda: „Alveg trylltir“ Fimm Bretar vöktu mikla kátínu á meðal áhorfenda á N1-vellinum við Hlíðarenda í gær þegar Valur mætti ÍA í undanúrslitum Lengjubikarsins. Þeir héldu uppi stemningunni á vellinum og mátti vel heyra í þeim í sjónvarpsútsendingu frá leiknum. Íslenski boltinn 21.3.2024 15:00
Adam hafi nánast þvingað treyjuna upp á Gylfa: „Minn er heiðurinn“ Gylfi Þór Sigurðsson þakkar Adam Ægi Pálssyni fyrir að afhenda sér treyjunúmerið 23 hjá Val. Adam skipti um númer svo Gylfi gæti borið sömu tölu á bakinu og hann gerði á sínum bestu árum hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Íslenski boltinn 21.3.2024 12:01
„Þessir tveir mánuðir voru gríðarlega erfiðir“ Gylfi Þór Sigurðsson þreytti frumraun sína með Val gegn ÍA í Lengjubikarnum í gær. Síðustu mánuðir hafa verið honum strembnir og þá verður skrýtið fyrir hann að vera ekki með landsliðinu í kvöld. Íslenski boltinn 21.3.2024 08:00
Sviptir hulunni af heimildarmynd og sér um föstudagskvöldin á RÚV Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður til margra ára segir fyndið símtal hafa orðið til þess að hann ákvað að taka að sér framleiðslu heimildarmyndar um Ásgeir Elíasson, einn sigursælasta fótboltaþjálfara landsins. Logi er nú að vinna í gerð fleiri heimildamynda og er í ritstjórn spurningaþáttanna Er þetta frétt? sem sýndir eru á föstudagskvöldum á RÚV. Lífið 20.3.2024 15:29
„Ég hata þau öll“ Sir Jim Ratcliffe, nýr minnihlutaeigandi Manchester United, skóf ekki ofan af því er hann var spurður hvaða lið hann vildi sjá vinna ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. „Ég hata þau öll“ var einfaldlega svarið. Enski boltinn 20.3.2024 07:01
Ólíklegt að spilað verði í Grindavík í sumar Haukur Guðberg Einarsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur heimsótti bæinn í dag og sótti æfingabúnað fyrir fótboltafélagið. Hann verður fluttur yfir í Safamýri þar sem Grindavík hefur fótboltaaðstöðu í sumar. Hann telur ólíklegt að hægt verði að spila á Grindavíkurvelli í sumar. Innlent 19.3.2024 23:56
Sir Alex heiðursmeðlimur Frankfurt svo lengi sem hann lifir Þýska úrvalsdeildarfélagið Eintracht Frankfurt gerði hinn goðsagnakennda Sir Alex Ferguson að heiðursmeðlim ásamt því að gefa honum treyju með nafni hans og númerinu 10. Fótbolti 19.3.2024 23:31
„Meiddust“ allir á sama tíma í mismunandi leikjum Athyglisverð atvik áttu sér stað í lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni efstu deildar karla í knattspyrnu í Belgíu. Á sama tíma í þremur mismunandi leikjum „meiddust“ þrír markverðir. Það var þó engin tilviljun. Fótbolti 19.3.2024 23:00
Lyon í góðri stöðu eftir nauman sigur í Portúgal Lyon lagði Benfica 2-1 ytra þegar liðin mættust í fyrri viðureign sinni í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Fótbolti 19.3.2024 22:15
Sautján ára eftir allt saman og fær að spila á nýjan leik Wilfried Nathan Doualla hefur verið hreinsaður af ásökunum um að hafa logið til um aldur og fær að klára tímabilið í heimalandinu. Fótbolti 19.3.2024 21:30
Courtois meiddur á nýjan leik Litlar líkur eru á því að Thibaut Courtois, markvörður Real Madríd og belgíska landsliðsins, nái að spila leik á þessari leiktíð. Hann sleit krossband í vinstra hné síðasta sumar og hefur nú meiðst að nýju. Fótbolti 19.3.2024 20:30
Chelsea með annan fótinn í undanúrslitum Chelsea vann gríðarlega öruggan 3-0 útisigur á Ajax í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Fótbolti 19.3.2024 20:00
Åge Hareide: Alls ekki ætlun mín að særa eða móðga neinn Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, segir það ekki hafa verið ætlun sína að móðga eða særa neinn með ummælum sem féllu á blaðamannafundi síðasta föstudag. Fótbolti 19.3.2024 18:12
Ekki með Ítalíu eftir meinta kynþáttafordóma Francesco Acerbi, miðvörður toppliðs Inter Milan, hefur dregið sig úr landsliðshópi Ítalíu fyrir komandi verkefni eftir ásakanir um kynþáttafordóma í leik Inter og Napolí á dögunum. Fótbolti 19.3.2024 17:45
Klopp hélt áfram að urða yfir fjölmiðlamanninn eftir að strunsa úr viðtalinu Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var allt annað en sáttur eftir 4-3 tap sinna manna gegn Manchester United í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Svo sár var Klopp að hann strunsaði úr viðtali við Viaplay eftir leik og lét starfsmann sjónvarpsstöðvarinnar fá það óþvegið er hann gekk til búningsklefa. Enski boltinn 19.3.2024 07:00
Andrea Rán spilar á Íslandi í sumar Það stefnir í að Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir spili með FH í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Hún spilaði síðast í Mexíkó. Íslenski boltinn 18.3.2024 23:31
Ráðist að Immobile fyrir framan konu hans og barn Ciro Immobile, framherji Lazio, varð fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu á dögunum þegar ráðist var að honum fyrir framan konu hans og börn þegar hann var að sækja fjögurra ára son sinn á leikskólann. Fótbolti 18.3.2024 23:00
Utan vallar: Leikur fyrir snjallsímakynslóðina Manchester United vann 4-3 sigur á Liverpool í framlengdum leik þegar liðin mættust á Old Trafford í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta í gær, sunnudag. Má með sanni segja að leikurinn hafi haft allt sem góður fótboltaleikur þarf að hafa. Enski boltinn 18.3.2024 22:17
Óli Valur aftur í raðir Stjörnunnar Óli Valur Ómarsson mun spila með uppeldisfélagi sínu Stjörnunnar í Bestu deild karla í knattspyrnu á komandi tímabili. Hann kemur á láni frá sænska félaginu Sirius. Frá þessu greinir Stjarnan á samfélagsmiðlum sínum nú í kvöld. Íslenski boltinn 18.3.2024 21:16
Karólína Lea lagði upp í sigri Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði upp fyrra mark Bayer Leverkusen í 2-0 sigri á Köln í þýsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Fótbolti 18.3.2024 20:35
Sædís Rún lagði upp í sinum fyrsta leik í atvinnumennsku Sædís Rún Heiðarsdóttir lagði upp eitt marka Vålerenga í 3-1 sigri liðsins á Stabæk í norsku úrvalsdeildinni. Sædís Rún sem er uppalin hjá Stjörnunni var að leika sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið í kvöld. Fótbolti 18.3.2024 20:05
Núñez meiddist gegn Man United Darwin Núñez, framherji Liverpool, hefur dregið sig úr landsliðshópi Úrúgvæ fyrir komandi verkefni eftir að hafa meiðst aftan í læri í 4-3 tapi Liverpool á Old Trafford um helgina. Enski boltinn 18.3.2024 19:16
HK sækir leikmann sem hefur áður leikið með liðinu Viktor Helgi Benediktsson mun leika með HK í Bestu deild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Hann skrifar undir tveggja ára samning við félagið eftir að hafa leikið í Færeyjum síðan á síðasta ári. Íslenski boltinn 18.3.2024 18:30
Inter mistókst að ná tíu stiga forystu á ný Ríkjandi Ítalíumeistarar í Napoli náðu í eitt stig í ferð sinni til Mílanóborgar þar sem liðið mætti toppliði Inter. Fótbolti 17.3.2024 19:15
Ótrúleg dramatík þegar United sló Liverpool út úr bikarnum Manchester United er komið áfram í ensku bikarkeppninni eftir magnaðan sigur á Liverpool í framlengdum leik á Old Trafford. Amad Diallo skoraði sigurmarkið undir lok framlengingar. Enski boltinn 17.3.2024 15:01
Sóttu sigur í uppbótartíma gegn tíu mönnum Chelsea vann dramatískan 4-2 sigur á Leicester í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Leicester jafnaði leikinn eftir að hafa lent tveimur mörkum undir en misstu svo mann af velli og tókst ekki að halda út. Enski boltinn 17.3.2024 12:16
Markalaust hjá Genoa gegn gömlu frúnni Juventus gerði sér ekki kápu úr klæðinu þegar Albert Guðmundsson og félagar í Genoa heimsóttu þá í 29. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Markalaus niðurstaða þrátt fyrir fjöldan allan af færum og Dusan Vlahovic var rekinn af velli í uppbótartíma. Fótbolti 17.3.2024 11:01
Newcastle lítil fyrirstaða fyrir lærisveina Guardiola Manchester City er komið í undanúrslit FA-bikarsins í knattspyrnu eftir þægilegan 2-0 sigur á Newcastle á heimavelli í dag. Enski boltinn 16.3.2024 17:01
Pep horfir til Lundúna í leit að eftirmanni Bernardo Silva Pep Guardiola telur Brasilíumanninn Lucas Paquetá best til þess fallinn að leysa Bernardo Silva af hólmi í liði Englands-, Evrópu og bikarmeistara Manchester City. Enski boltinn 15.3.2024 18:15
„Kunnum að reikna á Hlíðarenda og þetta er vel innan allra marka“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, fagnar komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Hann segir hafa verið snúið að ganga frá samningum en þó ekki að fjármagna samninginn sem sé innan velsæmismarka. Íslenski boltinn 15.3.2024 12:31