Ótrúleg dramatík þegar United sló Liverpool út úr bikarnum Smári Jökull Jónsson skrifar 17. mars 2024 18:17 Antony og Amad Diallo fagna sigurmarki þess síðarnefnda. Diallo virðist hins vegar vera búinn að átta sig á því að hann sé að fara að fá sitt annað gula spjald fyrir fagnaðarlætin. Vísir/Getty Manchester United er komið áfram í ensku bikarkeppninni eftir magnaðan sigur á Liverpool í framlengdum leik á Old Trafford. Amad Diallo skoraði sigurmarkið undir lok framlengingar. Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur og náðu forystunni strax á 10. mínútu eftir að hafa sótt á Liverpool af miklum krafti. Scott McTominay setti boltann í netið af stuttu færi er hann varð fyrstur í frákast af skoti Alejandro Garnacho sem Caomhin Kelleher varði. Scott McTominay delivers in the biggest moment for @ManUtd #EmiratesFACup pic.twitter.com/5PK1XZtfHh— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 17, 2024 Wataru Endo hélt að hann hefði jafnað leikinn fyrir Liverpool á 37. mínútu eftir sendingu frá Mohamed Salah, sem reyndist hárfínt rangstæður í aðdragandanum og markið því dæmt ógilt. Martraðarmínútur United Alexis Mac Allister skoraði hins vegar löglegt mark og jafnaði leikinn fyrir Liverpool skömmu síðar. Hann fékk boltann inni í vítateig frá Darwin Nunez og þrumaði að marki, skotið fór af varnarmanni og þaðan yfir línuna. Mohamed Salah kom gestunum svo yfir í uppbótartíma fyrri hálfleik. Hápressa Liverpool skilaði sér þar. Joe Gomez vann boltann og gaf fyrir á Darwin Nunez sem lagði hann út á Salah og Egyptinn knái kom honum í netið. Í raun grátleg niðurstaða fyrir United að vera 2-1 undir eftir vel spilaðan fyrri hálfleik. The right man in the right place @MoSalah grabs @LFC's second in as many minutes to give them the lead at the break! #EmiratesFACup pic.twitter.com/qFIba8eZCu— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 17, 2024 Í síðari hálfleik var Liverpool sterkari aðilinn lengi vel. Lið United virkaði þreytt og fengu leikmenn Liverpool mun meiri tíma á boltanum en í fyrri hálfleiknum. Þeir nýttu hins vegar ekki góðar stöður og náðu ekki að bæta við marki. Á 86. Mínútu fékk varamaðurinn Antony boltann í teignum. Hann sneri baki í markið, náði að snúa sér og koma boltanum í fjærhornið framhjá varnarmönnum Liverpool og markverðinum Caoimhín Kelleher. Eftir markið var lið United líklegra til að bæta við marki. Þeir pressuðu og voru mun nær því að ná inn sigurmarki en Liverpool. Á lokasekúndunni fékk Marcus Rashford algjört dauðafæri þegar hann fékk boltann aleinn gegn Kelleher. Hann skaut hins vegar framhjá og um leið var flautað til leiksloka. A HUGE chance for Marcus Rashford to win the game with the final kick of the 90 minutes #EmiratesFACup pic.twitter.com/u7iaBnS2I1— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 17, 2024 Það vantaði ekki fjörið í framlenginguna. Rétt fyrir lok fyrri hluta hennar fékk Harvey Elliot boltann fyrir utan teig og skaut að marki en boltinn fór í Christian Eriksen og í fjærhornið. Staðan orðin 3-2 fyrir Liverpool og það var ekkert sérlega miikið sem benti til þess að lið United myndi jafna. Á 112. mínútu gerði Darwin Nunez sig hins vegar sekan um slæm mistök. Hann átti misheppnaða sendingu inn á miðjan völlinn, boltinn endaði hjá Scott McTominay sem fann Marcus Rashford og í þetta sinn urðu Rashford ekki á nein mistök. ANOTHER TWIST TO THE TALE @ManUtd level the game again through @MarcusRashford! WHAT. A. GAME.#EmiratesFACup pic.twitter.com/m26AHqaIol— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 17, 2024 Á síðustu mínútu framlengingar fékk Liverpool síðan hornspyrnu. Boltinn fór út úr teignum og lið United náði skyndisókn eftir mistök leikmanna Liverpool. Alejandro Garnacho fann Amad Diallo sem kláraði frábærlega framhjá Kelleher og tryggði Manchester United ótrúlegan sigur. Diallo fagnaði ógurlega og reif af sér treyjuna. Það hefði hann ekki átt að gera því hann var á gulu spjaldi og fékk sitt annað. Hann verður því í banni í undanúrslitum bikarsins. AN INCREDIBLE END TO ONE OF THE MOST INCREDIBLE DERBY GAMES YOU WILL HAVE EVER SEEN.Step forward, Sir Amad Diallo @ManUtd have won it in extra-time with seconds to go!!!#EmiratesFACup pic.twitter.com/Avyx1vE857— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 17, 2024 Manchester United verður í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitum á eftir, ásamt Manchester City, Chelsea og Coventry úr næst efstu deild. Fótbolti Enski boltinn
Manchester United er komið áfram í ensku bikarkeppninni eftir magnaðan sigur á Liverpool í framlengdum leik á Old Trafford. Amad Diallo skoraði sigurmarkið undir lok framlengingar. Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur og náðu forystunni strax á 10. mínútu eftir að hafa sótt á Liverpool af miklum krafti. Scott McTominay setti boltann í netið af stuttu færi er hann varð fyrstur í frákast af skoti Alejandro Garnacho sem Caomhin Kelleher varði. Scott McTominay delivers in the biggest moment for @ManUtd #EmiratesFACup pic.twitter.com/5PK1XZtfHh— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 17, 2024 Wataru Endo hélt að hann hefði jafnað leikinn fyrir Liverpool á 37. mínútu eftir sendingu frá Mohamed Salah, sem reyndist hárfínt rangstæður í aðdragandanum og markið því dæmt ógilt. Martraðarmínútur United Alexis Mac Allister skoraði hins vegar löglegt mark og jafnaði leikinn fyrir Liverpool skömmu síðar. Hann fékk boltann inni í vítateig frá Darwin Nunez og þrumaði að marki, skotið fór af varnarmanni og þaðan yfir línuna. Mohamed Salah kom gestunum svo yfir í uppbótartíma fyrri hálfleik. Hápressa Liverpool skilaði sér þar. Joe Gomez vann boltann og gaf fyrir á Darwin Nunez sem lagði hann út á Salah og Egyptinn knái kom honum í netið. Í raun grátleg niðurstaða fyrir United að vera 2-1 undir eftir vel spilaðan fyrri hálfleik. The right man in the right place @MoSalah grabs @LFC's second in as many minutes to give them the lead at the break! #EmiratesFACup pic.twitter.com/qFIba8eZCu— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 17, 2024 Í síðari hálfleik var Liverpool sterkari aðilinn lengi vel. Lið United virkaði þreytt og fengu leikmenn Liverpool mun meiri tíma á boltanum en í fyrri hálfleiknum. Þeir nýttu hins vegar ekki góðar stöður og náðu ekki að bæta við marki. Á 86. Mínútu fékk varamaðurinn Antony boltann í teignum. Hann sneri baki í markið, náði að snúa sér og koma boltanum í fjærhornið framhjá varnarmönnum Liverpool og markverðinum Caoimhín Kelleher. Eftir markið var lið United líklegra til að bæta við marki. Þeir pressuðu og voru mun nær því að ná inn sigurmarki en Liverpool. Á lokasekúndunni fékk Marcus Rashford algjört dauðafæri þegar hann fékk boltann aleinn gegn Kelleher. Hann skaut hins vegar framhjá og um leið var flautað til leiksloka. A HUGE chance for Marcus Rashford to win the game with the final kick of the 90 minutes #EmiratesFACup pic.twitter.com/u7iaBnS2I1— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 17, 2024 Það vantaði ekki fjörið í framlenginguna. Rétt fyrir lok fyrri hluta hennar fékk Harvey Elliot boltann fyrir utan teig og skaut að marki en boltinn fór í Christian Eriksen og í fjærhornið. Staðan orðin 3-2 fyrir Liverpool og það var ekkert sérlega miikið sem benti til þess að lið United myndi jafna. Á 112. mínútu gerði Darwin Nunez sig hins vegar sekan um slæm mistök. Hann átti misheppnaða sendingu inn á miðjan völlinn, boltinn endaði hjá Scott McTominay sem fann Marcus Rashford og í þetta sinn urðu Rashford ekki á nein mistök. ANOTHER TWIST TO THE TALE @ManUtd level the game again through @MarcusRashford! WHAT. A. GAME.#EmiratesFACup pic.twitter.com/m26AHqaIol— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 17, 2024 Á síðustu mínútu framlengingar fékk Liverpool síðan hornspyrnu. Boltinn fór út úr teignum og lið United náði skyndisókn eftir mistök leikmanna Liverpool. Alejandro Garnacho fann Amad Diallo sem kláraði frábærlega framhjá Kelleher og tryggði Manchester United ótrúlegan sigur. Diallo fagnaði ógurlega og reif af sér treyjuna. Það hefði hann ekki átt að gera því hann var á gulu spjaldi og fékk sitt annað. Hann verður því í banni í undanúrslitum bikarsins. AN INCREDIBLE END TO ONE OF THE MOST INCREDIBLE DERBY GAMES YOU WILL HAVE EVER SEEN.Step forward, Sir Amad Diallo @ManUtd have won it in extra-time with seconds to go!!!#EmiratesFACup pic.twitter.com/Avyx1vE857— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 17, 2024 Manchester United verður í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitum á eftir, ásamt Manchester City, Chelsea og Coventry úr næst efstu deild.