Fótbolti

Fréttamynd

Engin handabönd um helgina og íþróttaviðburðir í hættu

Það er nú þegar ljóst að kórónaveiran mun hafa gífurleg áhrif á íþróttaviðburði næstu vikna og mánuða. Líklega verða engin handabönd á íþróttaviðburðum helgarinnar og þá hafa knattspyrnumenn sett sig í samband við Fifpro um smithættu.

Sport
Fréttamynd

Aron skoraði í sigri Saint-Gilloise

Aron Sigurðarson skoraði sitt þriðja mark í treyju Saint-Gilloise er liðið vann Westerlo 3-1 í belgísku B-deildinni í kvöld. Kolbeinn Þórðarson lék þá 75 mínútur í markalausu jafntefli Lommel gegn Roeselare.

Fótbolti
Fréttamynd

Aron og Heimir fengu stig gegn Xavi

Al-Sadd og Al Arabi gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í úrvalsdeildinni í Katar í dag. Þjálfari Al-Sadd er spænska goðsögnin, Xavi, sem lék með Barcelona við frábæran orðstír.

Fótbolti
Fréttamynd

Ögmundur verður hjá Larissa til 2021

Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson verður áfram í herbúðum Larissa sem leikur í úrvalsdeildinni á Grikklandi. Framlengdi hann samning sinn við félagið um eitt ár og er nú samningsbundinn til ársins 2021. Félagið greindi frá þessu á vefsíðu sinni í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona við það að kaupa danskan sóknarmann

Barcelona er við það að ganga frá kaupum á Martin Braithwaite, framherjá Leganés. Börsungar fengu undanþágu frá spænska knattspyrnusambandinu til þess að kaupa framherja vegna meiðsla Luis Suarez og Ousmane Dembélé.

Fótbolti
Fréttamynd

Saúl: Vitum hvernig við getum meitt Liverpool

Saúl Ñíguez, miðjumaður Atletico Madrid, segir að liðið viti hvernig það geti meitt Liverpool en liðin mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Fótbolti
Fréttamynd

Fékk gult spjald er hann gekk af velli eftir kynþáttaníð | Myndband

Moussa Marega, leikmaður Porto, gekk af velli er liðið mætti Vitoria Guimarães í gærkvöld í portúgölsku úrvalsdeildinni. Marega varð fyrir kynþáttaníði er áhorfendur öskruðu apahljóð í áttinu að honum. Fékk Marega gult spjald frá dómara leiksins fyrir að ætla að ganga af velli.

Fótbolti
Fréttamynd

Viðar Örn: "Skemmtilegast að skora í svona leikjum“

Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson reiknar með því að leikur hans í dag sé með þeim stærri á ferlinum en lið hans Yeni Malatyaspor mætir tyrkneska stórveldinu Galatasaray á útivelli í úrvalsdeildinni þar í landi.

Sport