Íslenski boltinn

Aukinn áhugi íslenskra liða á ReyCup vegna ástandsins

Ísak Hallmundarson skrifar

ReyCup er alþjóðlegt knattspyrnumót sem haldið er árlega á Íslandi, en þar kemur saman ungt og efnilegt knattspyrnufólk víðsvegar frá í 3. og 4. flokki. 

Guðmundur Breiðfjörð framkvæmdastjóri ReyCup segir áhuga íslenskra liða meiri en áður vegna ástandsins í heiminum. 

„Það er meiri áhugi núna útaf ástandinu. Íslensku liðin eru að fá tækifæri til að spila hérna heima fyrir þau lið sem komast ekki erlendis í hin ýmsu mót eins og Gothia Cup og fleira, þau komu hingað og við tókum þeim fagnandi. 

Við erum að gera mjög gott mót með því að uppfylla allar þarfir og láta allt ganga upp þannig að krakkarnir upplifi mótið og skapi minningar og hafi gaman af,“ sagði Guðmundur.

Allt innslagið má sjá efst í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×