Fótbolti

Fréttamynd

Katrín hitti McManaman

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er yfirlýstur stuðningsmaður knattspyrnuliðsins Liverpool. Hún birti í kvöld mynd af sér á Instagram með goðsögninni Steve McManaman sem staddur er hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

Ísak Berg­mann um fagnið: „Kærastan fékk kossana“

„Tilfinningin var bara góð. Við erum samt svekktir að ná ekki að vinna leikinn á heimavelli. Fannst við vera með tökin lungann úr leiknum svo þetta er svekkjandi,“ sagði markaskorari Íslands, Ísak Bergmann Jóhannesson, í viðtali að leik loknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ian Jeffs tekur við Þrótturum

Ian Jeffs hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Þróttar R. til næstu þriggja ára, en Jeffs var aðstoðarþjálfari karlaliðs ÍBV í sumar, ásamt því að stýra kvennaliðinu seinni part sumars.

Fótbolti
Fréttamynd

Yngsti leik­maður Spánar frá upp­hafi

Hinn 17 ára gamli Pablo Gavira, kallaður Gavi, varð í kvöld yngsti leikmaður spænska A-landsliðsins í knattspyrnu frá upphafi er liðið tryggði sér sæti í úrslitum Þjóðadeildarinnar. Gavi hefur aðeins leikið sjö leiki fyrir aðallið Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Fékk sömu með­ferð og Ron­aldo

Landon Donovan, einn besti knattspyrnumaður í sögu Bandaríkjanna, fékk styttu sér til heiðurs fyrir utan heimavöll LA Galaxy en hann lék með liðinu frá 2015 til 2014. Styttan minnir um margt á fræga styttu sem gerð var til heiðurs Cristiano Ronaldo.

Fótbolti
Fréttamynd

Torres skaut Spánverjum í úrslit

Ferran Torres skoraði tvívegis er Spánn tryggði sér sæti í úrslitum Þjóðadeildarinnar með 2-1 sigri á Evrópumeisturum Ítalíu er liðin mættust á San Siro-vellinum í Mílanó-borg í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Ásta Eir: „Þetta er náttúrulega bara stærsta sviðið“

Ásta Eir Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, spilaði með liðinu gegn Paris Saint-Germain fyrir tveimur árum og hún er aftur í liðinu þegar að PSG heimsækir Breiðablik í Meistaradeild Evrópu á morgun. Hún segir að bæði Blikar og PSG séu mep breytt lið frá því seinast, og að franska liðið sé jafnvel sterkara nú en þá.

Fótbolti
Fréttamynd

City og United langdýrustu lið Evrópu

Nágrannaliðin frá Manchester, City og United, eru þau dýrustu í Evrópu samkvæmt útreikningum CIES Foot­ball Observatory. Manchester-liðin eru eru rúmum 200 milljónum punda fyrir ofan næsta lið á listanum.

Fótbolti
Fréttamynd

Í liði vikunnar þrjár vikur í röð

Kanadíska knattspyrnukonan Shelina Zadorsky, miðvörður Tottenham Hotspur, hefur verið valin í lið vikunnar í ensku Ofurdeildinni þrjár vikur í röð, en hingað til hefur liðið aðeins leikið fjóra leiki á tímabilinu.

Fótbolti