Fótbolti

Fékk sömu með­ferð og Ron­aldo

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Styttan af Landon Donovan.
Styttan af Landon Donovan. Katharine Lotze/Getty Images

Landon Donovan, einn besti knattspyrnumaður í sögu Bandaríkjanna, fékk styttu sér til heiðurs fyrir utan heimavöll LA Galaxy en hann lék með liðinu frá 2015 til 2014. Styttan minnir um margt á fræga styttu sem gerð var til heiðurs Cristiano Ronaldo.

Hinn 39 ára gamli Landon Donovan hefur gert meira fyrir MLS-deildina í Bandaríkjunum en flestir. Það kom því lítið á óvart þegar LA Galaxy, félagið sem hann lék fyrir í níu ár, ákvað að reisa styttu honum til heiðurs. Var hún opinberuð nú á sunnudaginn var og segja má að hún hafi fengi misgóðar viðtökur.

Landon hélt tilfinningaþrungna ræðu þar sem hann tjáði stuðningsfólki Galaxy að hann elskaði það og að honum hefði alltaf liðið eins og heima hjá sér á leikvangi félagsins. Landon var töluvert blíðari er styttan var afhjúpuð heldur en styttan sjálf gefur til kynna.

Styttan gæti hrætt líftóruna úr fólki sem hættir sér of nálægt.LA Galaxy

Donovan er ekki eini knattspyrnumaðurinn sem hefur orðið fyrir vonbrigðum er stytta af honum er afhjúpuð. Fyrir rúmlega fjórum og hálfu ári síðan var stytta til heiðurs Cristiano Roanldo afhjúpuð á flugvellinum í Madeira en hann er uppalinn á eyjunni.

Eins og sjá má eiga styttan af Ronaldo og leikmaðurinn sjálfur lítið sem ekkert sameiginlegt enda var farið rakleiðis í að gera nýja styttu sem af afhjúpuð einhverju síðan. Hvort styttan af Landon verði látin standa eða ef til vill gerð aðeins blíðari verður að koma í ljós þegar fram líða stundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×