Fastir pennar

Fréttamynd

Ósamkvæmni Vinstri grænna

Sjálfsagt er að ræða á opinberum vettvangi um álver og stóriðju og eðlilegt að um slík efni séu skiptar skoðanir. En þegar til lengri tíma er litið er hætt við að menn muni fremur minnast Vinstri grænna vegna umhverfisspellvirkjanna í Nauthólsvíkinni, gangi þau fram, heldur en deilnanna um orkusölu til álvers í Helguvík.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sviptingar í R-listanum

Segja má að Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sé nú í svipaðri stöðu og þegar Árni Sigfússon tók skyndilega við leiðtogahlutverki sjálfstæðismanna nokkrum mánuðum fyrir borgarstjórnarkosningar á sínum tíma og tapaði kosningunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Svona eiga sýslumenn að vera

Ingibjörg Sólrún ber léttan farangur inn á formannsskrifstofu Samfylkingarinnar og inn í stjórnarráðið, þegar þar að kemur. Hún verður ekki sökuð um sérdrægni. Styrkur hennar sem stjórnmálamanns er m.a. fólginn í því, að hún hefur ekki bundið trúss sitt við hagsmunahópa og ekki heldur við jafnaðarflokka í öðrum löndum eða aðra strauma og stjórnmálastefnur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Schröder tapar í Þýskalandi

Ein helsta ástæða þess hvers vegna hallað hefur undan fæti hjá jafnaðarmönnum í Þýskalandi er hið mikla atvinnuleysi þar í landi. Það mælist nú um 12 af hundraði sem þýðir að um fimm milljónir manna eru atvinnulausar, þar af um ein milljón í hinu þéttbýla landi Nordhrein-Westfalen.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gott útspil Kristjáns Þórs

Staðreyndin er líka sú að Þingeyingar, og þá ekki síst Húsvíkingar, hafa unnið meira og markvissar að því að álver verði reist í þeirra heimabyggð en margir aðrir. Þeir hafa bent á verksmiðjulóð fyrir norðan bæinn og að hafnarskilyrði séu góð á Húsavík. Þá eru ónýttar orkulindir á næsta leiti og því stutt að flytja orkuna til álversins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Álver bóndi enn á ferð

Algerlega ótímabært er að taka af skarið um það hvort annar hvor þessara staða eða báðir eigi að njóta forgangs til orku og uppbyggingar stóriðju. Það er raunar ekki tímabært að segja neitt til um það hvort stóriðja eigi yfirleitt að rísa á þessum stöðum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Árangur af Kínaheimsókn forsetans

Við erum friðsöm þjóð og eigum aðild að mörgum mikilvægum alþjóðastofnunum sem Kínverjar eiga mikið undir að séu þeim vinsamlegar, en þar höfum við ekki haldið uppi mikilli gagnrýni á kínverskt samfélag líkt og sumir aðrir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fegurð fákeppninnar

Hvernig stendur á verðstríði á matvörumarkaðinum? Ríkir ekki fákeppni og samþjöppun í íslenskri verslun? Er ekki hættan af stóru viðskiptasamsteypunum einhver mesta vá sem þessi þjóð hefur staðið frammi fyrir?

Fastir pennar
Fréttamynd

Óeirðirnar í Úsbekistan

Á þessu stigi er erfitt að segja til um hvort óeirðirnar eigi eftir að teygja sig til höfuðborgarinnar Taskent. Þær eru annars eðlis en í nágrannaríkjunum og þarna er enginn þekktur andspyrnumaður enn sem komið er, sem leiðir hreyfingu gegn stjórnvöldum í landinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fréttir, trú og siðferði

Múslimar eiga rétt á því að Vesturlandabúar virði trúarbrögð þeirra og trúartilfinningar. En það er kominn tími til þess að þeir líti einnig í eigin barm og uppræti forneskjuna sem komið hefur óorði á íslam og íslamska menningu í okkar heimshluta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Samræmdu prófin í 10. bekk

Núverandi fyrirkomulag samræmdu prófanna þýðir að nemendur njóta hvorki sannmælis né jafnréttis. Hæfileikum þeirra er gert mishátt undir höfði og getan til að læra á bók er hærra metin en getan til að vinna með höndunum eða hæfileikar til mannlegra samskipta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mannlegur harmleikur

Mörgum hefur verið hugsað til Þýskalands nazismans hér og annars staðar að undanförnu, og þá ekki sist vegna myndarinnar um síðustu daga Hitlers sem sýnd hefur verið hér fyrir fullu húsi dag eftir dag. En það er fleira sem hefur verið rifjað upp og sem stendur okkur Íslendingum nær.

Fastir pennar
Fréttamynd

Menningalæsi og Kínamenn

Vissulega geta utanríkisráðuneytið og opinberir aðilar opnað ákveðnar dyr fyrir mönnum í krafti menningarlegrar sérþekkingar og sérstakrar aðstöðu, en þegar á reynir hlýtur það hins vegar að vera fyrirtækjanna sjálfra að koma sér upp þekkingu af þessu tagi til þess að starfsemin geti gengið og vaxið frá degi til dags.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ísland sem einleikshljóðfæri

Jónas vanmat áhrif tækniframfara á sveitirnar. Honum sást yfir það, að vélvæðing landbúnaðarins myndi smátt og smátt draga svo úr þörfinni fyrir vinnuafl til sveita, að þungamiðja atvinnulífs og menningar hlyti að færast í þéttbýli.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stytting vinnutíma forgangsmál

Íslendingar státa sig stundum af því að vera framarlega í jafnréttismálum. Ýmislegt bendir þó til þess að hér séum við aftar á merinni á þessu sviði en þau lönd sem við helst berum okkur saman við.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að muna og gleyma

Þjóðverjar hafa gert betur upp sögu sína en nokkur önnur þjóð í heimi. Fyrstu tuttugu árin eftir stríðið var villimennska nasista raunar lítið rædd í Þýskalandi. Þetta breyttist hins vegar gersamlega eftir uppreisn unga fólksins 1968.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kópavogur 50 ára

Kópavogur, næst stærsta bæjarfélag landsins, er 50 ára í dag. Þennan dag fyrir 50 árum fékk bærinn kaupstaðarréttindi, og þá voru íbúarnir upp undir fjögur þúsund talsins. Þeir eru nú um 26 þúsund.

Fastir pennar
Fréttamynd

Yfirburðir Ingibjargar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur ólíkt Össuri sparað stóru orðin um mótframbjóðanda sinn. Það er hennar styrkur. Þess verður og minnst þegar hún stendur uppi sem sigurvegari í formannskosningunni á samkundu flokksins síðar í mánuðinum. Það er þeim mun þægilegra að taka við forystu flokks eftir því sem óbragðið er minna í munninum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Eru góðar hliðar á skapvonsku?

Ef maður er í vondu skapi þá slekkur maður á útvarpinu þegar Hrafnaþing byrjar, reynir ekki einu sinni að vera umburðarlyndur og athuga hvort eitthvað bitastætt komi fram í þættinum. Í vondu skapi svissar maður strax á milli stöðva þegar Gísli Marteinn byrjar.....

Fastir pennar
Fréttamynd

Aukin ríkisumsvif

Frumvarp menntamálráðherra um Ríkisútvarpið er metnaðarlaust og tekur ekki á skorti stofnunarinnar á sérstöðu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gefum ofbeldi rauða spjaldið

En vandinn liggur ekki bara í því að ekki sé brugðist við ofbeldi með afgerandi hætti. Rót vandans liggur hjá ofbeldismönnunum sjálfum og í því samfélagi sem þeir alast upp í.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jón þjófur

Á Íslandi hafa menn verið í mikilli afneitun undanfarin ár varðandi umfang og eðli félagslegra vandamála.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lögleysa

Frá því var skýrt í fjölmiðlum núna á fimmtudaginn að íslensku friðargæsluliðarnir sem særðust í sprengjuárárás í Kjúklingastræti í Kabúl í Afganistan í haust hafi ekki fengið bætur frá Tryggingastofnun ríkisins, þar sem stofnunin telur að mennirnir þrír hafi ekki slasast í vinnunni heldur í frítíma sínum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lengi býr að fyrstu gerð

Hvers vegna er lýðræði reglan meðal kristinna manna og einræði meðal múslíma? Svarið virðist ekki vera að finna í inntaki trúarbragðanna, enda eru þau upp runnin á sömu slóðum í Austurlöndum nær með nokkurra alda millibili og eiga þar að auki margt annað sameiginlegt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Of margir ungir öryrkjar

Umsóknum um örorkumat fjölgaði um sjötíu af hundraði á tveimur árum. Það er ekki aðeins að það sé slæmt fyrir ungt fólk að fara á örorkubætur, heldur aukast útgjöld samfélagsins til þessa málaflokks mjög ef fólk er á örorkubótum lungann úr starfsævinni.

Fastir pennar