Mannlegur harmleikur 13. október 2005 19:12 Í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar hafa menn víða í Evrópu rifjað upp styrjaldarárin, mannfórnir í stríðinu, margskonar mannlega harmleiki sem átttu sér stað meðan á stríðinu stóð og í kjölfar þess. Rússar minntust þesara tímamóta með margvíslegum hætti um síðustu helgi. Það er ekki aðeins að Rússar hafi minnst þessara tímamóta á Rauða torginu í Moskvu, heldur hafa þeir efnt til samkoma víða um heim, þar sem þeir hafa þakkað fyrir aðstoðina í stríðinu og heiðrað fjölmarga einstaklinga sem þar komu við sögu. Rússar hafa líka margt og mikið að þakka, en þeirra fórn var mikil í stríðinu. Samkvæmt tölum sem hafa verð rifjaðar upp í tilefni af þessum tímamótum, þá létust hvorki meira né minna en 27 milljónir Sovétmanna í síðari heimsstyrjöldinni, en alls létust um 40 milljónir manna í þessum miklu stríðsátökum. Mörgum hefur verið hugsað til Þýskalands nazismans hér og annars staðar að undanförnu, og þá ekki sist vegna myndarinnar um síðustu daga Hitlers sem sýnd hefur verið hér fyrir fullu húsi dag eftir dag. En það er fleira sem hefur verið rifjað upp og sem stendur okkur Íslendingum nær. Hvernig má það vera að 10 þúsund þýsk flóttabörn hafi dáið í flóttamannabúðum í Danmörku eftir stríðið vegna lélegs aðbúnaðar, matar- og lyfjaskorts.? Það hefur ekki verið mikið rætt um örlög þessara barna fram til þessa, en nú hafa blossað upp umræður um þau í Danmörku eftir að Kirsten Lylloff varði doktrsritgerð sína við Kaupmannahafnarháskóla um örlög barnanna á dögunum. Hún er fyrrverandi yfirlæknir í Álaborg, en hóf að rannsaka örlög barnanna árið 1997. Á síðustu dögum stríðsins hröktust fleiri hundruð þúsund Þjóðverjar undan Rússum vestur á bóginn, og þeir sem ekki komust með skipum til þýskra hafna, enduðu margir í Danmörku. Talið er að um 250 þúsund flóttamenn hafi komið þangað, og þar af voru mörg börn sem höfðu misst foreldra sína í stríðinu eða orðið viðskila við þá. Það eru örlög þessara barna sem hafa orðið tilefni umræðna í Danmörku. Lylloff gagnrýnir meðferðina á þeim harðlega í doktorsritgerð sinni, og dregur fram margar ófagrar lýsingar um meðferðina á börnunum. Svo eru aðrir sem reyna að bera í bætifláka fyrir meðferðina á þeim og vitna þá gjarnan til mikils haturs margra Dana á Þjóðverjum í og eftir heimsstyrjöldina, og að Danir hafi haft nóg með sig. Við lestur á dönskum blöðum um þetta mál, er meðferðin á börnunum óskiljanleg nú til dags. Að Danir, þessi friðsama og elskulega þjóð, sem leggur mikið upp úr því að borða góðan mat og hafa það þægilegt, skuli vera með það á bakinu að hafa lokað blessuð þýsku börnin inni í gaddavírsgirtum flóttamannabúðum, þar sem mörg þeirra báru beinin. Það er erfitt fyrir nútímafólk að skilja þetta, enda hafa margir Danir , eins og Jörgen Paulsen framkvæmdastjóri Rauða krossins þar í landi, kallað þetta "myrkan kafla" í þjóðarsögunni, sem þeir eigi að skammast sín fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar hafa menn víða í Evrópu rifjað upp styrjaldarárin, mannfórnir í stríðinu, margskonar mannlega harmleiki sem átttu sér stað meðan á stríðinu stóð og í kjölfar þess. Rússar minntust þesara tímamóta með margvíslegum hætti um síðustu helgi. Það er ekki aðeins að Rússar hafi minnst þessara tímamóta á Rauða torginu í Moskvu, heldur hafa þeir efnt til samkoma víða um heim, þar sem þeir hafa þakkað fyrir aðstoðina í stríðinu og heiðrað fjölmarga einstaklinga sem þar komu við sögu. Rússar hafa líka margt og mikið að þakka, en þeirra fórn var mikil í stríðinu. Samkvæmt tölum sem hafa verð rifjaðar upp í tilefni af þessum tímamótum, þá létust hvorki meira né minna en 27 milljónir Sovétmanna í síðari heimsstyrjöldinni, en alls létust um 40 milljónir manna í þessum miklu stríðsátökum. Mörgum hefur verið hugsað til Þýskalands nazismans hér og annars staðar að undanförnu, og þá ekki sist vegna myndarinnar um síðustu daga Hitlers sem sýnd hefur verið hér fyrir fullu húsi dag eftir dag. En það er fleira sem hefur verið rifjað upp og sem stendur okkur Íslendingum nær. Hvernig má það vera að 10 þúsund þýsk flóttabörn hafi dáið í flóttamannabúðum í Danmörku eftir stríðið vegna lélegs aðbúnaðar, matar- og lyfjaskorts.? Það hefur ekki verið mikið rætt um örlög þessara barna fram til þessa, en nú hafa blossað upp umræður um þau í Danmörku eftir að Kirsten Lylloff varði doktrsritgerð sína við Kaupmannahafnarháskóla um örlög barnanna á dögunum. Hún er fyrrverandi yfirlæknir í Álaborg, en hóf að rannsaka örlög barnanna árið 1997. Á síðustu dögum stríðsins hröktust fleiri hundruð þúsund Þjóðverjar undan Rússum vestur á bóginn, og þeir sem ekki komust með skipum til þýskra hafna, enduðu margir í Danmörku. Talið er að um 250 þúsund flóttamenn hafi komið þangað, og þar af voru mörg börn sem höfðu misst foreldra sína í stríðinu eða orðið viðskila við þá. Það eru örlög þessara barna sem hafa orðið tilefni umræðna í Danmörku. Lylloff gagnrýnir meðferðina á þeim harðlega í doktorsritgerð sinni, og dregur fram margar ófagrar lýsingar um meðferðina á börnunum. Svo eru aðrir sem reyna að bera í bætifláka fyrir meðferðina á þeim og vitna þá gjarnan til mikils haturs margra Dana á Þjóðverjum í og eftir heimsstyrjöldina, og að Danir hafi haft nóg með sig. Við lestur á dönskum blöðum um þetta mál, er meðferðin á börnunum óskiljanleg nú til dags. Að Danir, þessi friðsama og elskulega þjóð, sem leggur mikið upp úr því að borða góðan mat og hafa það þægilegt, skuli vera með það á bakinu að hafa lokað blessuð þýsku börnin inni í gaddavírsgirtum flóttamannabúðum, þar sem mörg þeirra báru beinin. Það er erfitt fyrir nútímafólk að skilja þetta, enda hafa margir Danir , eins og Jörgen Paulsen framkvæmdastjóri Rauða krossins þar í landi, kallað þetta "myrkan kafla" í þjóðarsögunni, sem þeir eigi að skammast sín fyrir.