Burt með frumskógarlögmálið 24. maí 2005 00:01 Málefnum neytenda er stöðugt gefinn meiri gaumur í íslensku samfélagi. Það hefur allt of lengi verið lenska að neytendur láti bjóða sér að bera fjárhagslegt tjón af því að þeir aðilar sem þeir kaupa af verk og þjónustu vandi ekki til þeirrar vinnu sem þeir taka greiðslu fyrir að inna af hendi eða hreinlega svindli með fullri meðvitund á neytendum. Við og við koma þó upp mál sem minna á að frumskógarlögmálið er víða í fullu gildi í viðskiptum á Íslandi. Í Fréttablaðinu á mánudag var sagt frá fimm ára gömlu húsi í Grafarholti þar sem fram hafa komið skemmdir sem rekja má til vanrækslu verktaka, að mati íbúanna, en vandi þeirra er sá að verktakinn er til gjaldþrotameðferðar og því erfitt að sækja bætur. Í samtali blaðsins við byggingarfulltrúa borgarinnar kemur fram að margir byggingarstjórar ræki ekki skyldur sínar og láti ekki taka út þær byggingar sem þeir reisa þrátt fyrir að bygging sé í raun ekki lögformlega risin fyrr en slík úttekt hefur farið fram. Í Fréttablaðinu í gær bendir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, á að neytendur eigi í raun ekki sjálfir að þurfa að rekast í málum eins og íbúðareigendurnir í fjöleignarhúsinu í Grafarholti. Um slík mál eigi að gilda eins og önnur lögbrot í landinu, að lögreglan sjái um að góma glæpamennina. Undir þessi orð Sigurðar ber að taka því það nær auðvitað ekki nokkurri átt að neytendur bíði fjárhagslegt tjón vegna vanefnda byggingaraðila. Mál sem þessi koma iðulega upp. Þau eru vitanlega alvarlegust þegar þau tengjast byggingum og fasteignaviðskiptum vegna þess að þá er iðulega aleiga fólks að veði. Lengi hafa íslenskir neytendur litið á það eins og hverja aðra skráveifu að láta svindla á sér. Á þessu virðist sem betur fer vera að verða nokkur breyting. Almenningur sækir í auknum mæli rétt sinn gagnvart svikum sem hann verður fyrir. Félagasamtök eins og Neytendasamtökin og Húseigendafélagið hafa eflst og samtök launafólks, einkum ASÍ, hafa einnig í auknum mæli gefið málefnum neytenda gaum. Á undanförnum árum hefur verð á matvöru lækkað verulega hér á landi. Ýmsar skýringar eru á því en ein þeirra er áreiðanlega aukin verðvitund neytenda og áhugi á að gera góð kaup. Vissulega eiga Íslendingar alllangt í land með að verð hinnar daglegu innkaupakörfu verði sambærileg og í nágrannalöndum okkar þar sem launakjör eru svipuð þeim sem hér þekkjast. Enn lengra eiga íslenskir neytendur þó í land þegar litið er á verðkönnun hagstofu Evrópusambandsins á skóm og fatnaði í 30 Evrópulöndum og sagt var frá í Fréttablaðinu í gær. Þar kemur fram að verð á þessum vörum sé 49% hærra hér á landi en að meðaltali í löndunum sem könnunin náði til, þrátt fyrir að verð á þessari vöru hafi áreiðanlega lækkað talsvert síðustu ár. Það er því ljóst að íslenskir neytendur eiga verk að vinna í að veita seljendum vöru og þjónustu aðhald. Númer eitt er auðvitað að láta ekki svindla á sér og þar á eftir kemur aðhald í verðlagsmálum. Neytendasamtökin eru stofnuð utan um hagsmuni neytenda. Þau samtök þarf að efla enn frekar með aðild og virkni neytenda. Aðeins þannig verður frumskógarlögmálinu eytt í viðskiptum hins almenna neytanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun
Málefnum neytenda er stöðugt gefinn meiri gaumur í íslensku samfélagi. Það hefur allt of lengi verið lenska að neytendur láti bjóða sér að bera fjárhagslegt tjón af því að þeir aðilar sem þeir kaupa af verk og þjónustu vandi ekki til þeirrar vinnu sem þeir taka greiðslu fyrir að inna af hendi eða hreinlega svindli með fullri meðvitund á neytendum. Við og við koma þó upp mál sem minna á að frumskógarlögmálið er víða í fullu gildi í viðskiptum á Íslandi. Í Fréttablaðinu á mánudag var sagt frá fimm ára gömlu húsi í Grafarholti þar sem fram hafa komið skemmdir sem rekja má til vanrækslu verktaka, að mati íbúanna, en vandi þeirra er sá að verktakinn er til gjaldþrotameðferðar og því erfitt að sækja bætur. Í samtali blaðsins við byggingarfulltrúa borgarinnar kemur fram að margir byggingarstjórar ræki ekki skyldur sínar og láti ekki taka út þær byggingar sem þeir reisa þrátt fyrir að bygging sé í raun ekki lögformlega risin fyrr en slík úttekt hefur farið fram. Í Fréttablaðinu í gær bendir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, á að neytendur eigi í raun ekki sjálfir að þurfa að rekast í málum eins og íbúðareigendurnir í fjöleignarhúsinu í Grafarholti. Um slík mál eigi að gilda eins og önnur lögbrot í landinu, að lögreglan sjái um að góma glæpamennina. Undir þessi orð Sigurðar ber að taka því það nær auðvitað ekki nokkurri átt að neytendur bíði fjárhagslegt tjón vegna vanefnda byggingaraðila. Mál sem þessi koma iðulega upp. Þau eru vitanlega alvarlegust þegar þau tengjast byggingum og fasteignaviðskiptum vegna þess að þá er iðulega aleiga fólks að veði. Lengi hafa íslenskir neytendur litið á það eins og hverja aðra skráveifu að láta svindla á sér. Á þessu virðist sem betur fer vera að verða nokkur breyting. Almenningur sækir í auknum mæli rétt sinn gagnvart svikum sem hann verður fyrir. Félagasamtök eins og Neytendasamtökin og Húseigendafélagið hafa eflst og samtök launafólks, einkum ASÍ, hafa einnig í auknum mæli gefið málefnum neytenda gaum. Á undanförnum árum hefur verð á matvöru lækkað verulega hér á landi. Ýmsar skýringar eru á því en ein þeirra er áreiðanlega aukin verðvitund neytenda og áhugi á að gera góð kaup. Vissulega eiga Íslendingar alllangt í land með að verð hinnar daglegu innkaupakörfu verði sambærileg og í nágrannalöndum okkar þar sem launakjör eru svipuð þeim sem hér þekkjast. Enn lengra eiga íslenskir neytendur þó í land þegar litið er á verðkönnun hagstofu Evrópusambandsins á skóm og fatnaði í 30 Evrópulöndum og sagt var frá í Fréttablaðinu í gær. Þar kemur fram að verð á þessum vörum sé 49% hærra hér á landi en að meðaltali í löndunum sem könnunin náði til, þrátt fyrir að verð á þessari vöru hafi áreiðanlega lækkað talsvert síðustu ár. Það er því ljóst að íslenskir neytendur eiga verk að vinna í að veita seljendum vöru og þjónustu aðhald. Númer eitt er auðvitað að láta ekki svindla á sér og þar á eftir kemur aðhald í verðlagsmálum. Neytendasamtökin eru stofnuð utan um hagsmuni neytenda. Þau samtök þarf að efla enn frekar með aðild og virkni neytenda. Aðeins þannig verður frumskógarlögmálinu eytt í viðskiptum hins almenna neytanda.