Árangur af Kínaheimsókn forsetans 20. maí 2005 00:01 Nú þegar líður að lokum heimsóknar forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar til Kína er ljóst að eftir mikla undirbúningsvinnu forsetaembættisins, sendiráðs Íslands í Kína, ráðuneyta hér heima og ýmissa fyrirtækja og stofnana hérlendis hefur náðst mikilvægur árangur í samskiptum smáríkisins Íslands og risaveldisins Kína á ýmsum sviðum. Það er umhugsunarvert hvers vegna áhugi Kínverja á Íslandi er eins mikill og raun ber vitni. Fjölmargar heimsóknir kínverskra ráðamanna hingað til lands á undanförnum árum endurspegla þennan áhuga Kínverja vel. Sagt hefur verið að Kínverjum þyki gott að kynnast vestrænum samfélögum með heimsóknum hingað. Hér séu hlutirnir aðgengilegir og þægilegra en víða annars staðar að komast í snertingu við þá. Þetta má vel vera, en það hlýtur líka að liggja að baki einhver pólitík sem Kínverjum fellur vel við hér. Við erum friðsöm þjóð og eigum aðild að mörgum mikilvægum alþjóðastofnunum sem Kínverjar eiga mikið undir að séu þeim vinsamlegar, en þar höfum við ekki haldið uppi mikilli gagnrýni á kínverskt samfélag líkt og sumir aðrir. Allt þetta fellur í kramið hjá Kinverjum, og kannski erum við nú að njóta ávaxtanna af því. Í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands til Kína hafa verið gerðir fjölmargir viðskipta- og samskiptasamningar. Við höfum um árabil átt viðskipti við Kína sem yfirleitt hafa gengið vel. Þeir sem eiga samskipti við Kína verða að setja sig inn í kínverska menningu og hugsunarhátt, rétt eins og Kínverjar verða að setja sig inn í íslenskt samfélag. Sendiráð beggja landa gegna hér miklu hlutverki. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan Íslendingar settu á stofn sendiráð í Kína við frumstæðar aðstæður og efasemdir sumra. Einn af mörgum samningum sem undirritaðir hafa verið í heimsókninni er um samstarf á sviði jarðhita. Á því sviði stöndum við mjög framarlega, og höfum komið að jarðhitaverkefnum víða um heim á undanförnum árum. Nú blasir við okkur risaverkefni í Kína varðandi lagningu hitaveitu og er mikilvægt að vel takist til, því jarðhiti mun vera á um þrjú þúsund stöðum í Kína. Þetta er afrakstur af vinnu íslenska sendiráðsins í Pekíng á undanförnum árum, íslenska fyrirtækisins Enex og fleiri hér á landi. Íslendingar luku fyrir nokkru hitaveituverkefni í Peking, þar sem 15 þúsund manna borgarhluti er nú hitaður upp með hitaveitu sem byggir á íslenskri þekkingu. Í þessu sambandi er þess að geta að Kínverjar hafa verið meðal nemenda Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðnna hér á undanförnum árum, og íslensk þekking á þessu sviði er þess vegna vel þekkt innan jarðhitageirans í Kína. Þetta er aðeins lítið dæmi um árangur af Kínaheimsókninni, en nú er mikilvægt að vinna vel úr þeim verkefnum sem við blasa, hvort sem það er á vettvangi jarðhita, flugrekstrar, háskólanáms, jarðskjálftaeftirlits, almennra viðskipta eða annars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Nú þegar líður að lokum heimsóknar forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar til Kína er ljóst að eftir mikla undirbúningsvinnu forsetaembættisins, sendiráðs Íslands í Kína, ráðuneyta hér heima og ýmissa fyrirtækja og stofnana hérlendis hefur náðst mikilvægur árangur í samskiptum smáríkisins Íslands og risaveldisins Kína á ýmsum sviðum. Það er umhugsunarvert hvers vegna áhugi Kínverja á Íslandi er eins mikill og raun ber vitni. Fjölmargar heimsóknir kínverskra ráðamanna hingað til lands á undanförnum árum endurspegla þennan áhuga Kínverja vel. Sagt hefur verið að Kínverjum þyki gott að kynnast vestrænum samfélögum með heimsóknum hingað. Hér séu hlutirnir aðgengilegir og þægilegra en víða annars staðar að komast í snertingu við þá. Þetta má vel vera, en það hlýtur líka að liggja að baki einhver pólitík sem Kínverjum fellur vel við hér. Við erum friðsöm þjóð og eigum aðild að mörgum mikilvægum alþjóðastofnunum sem Kínverjar eiga mikið undir að séu þeim vinsamlegar, en þar höfum við ekki haldið uppi mikilli gagnrýni á kínverskt samfélag líkt og sumir aðrir. Allt þetta fellur í kramið hjá Kinverjum, og kannski erum við nú að njóta ávaxtanna af því. Í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands til Kína hafa verið gerðir fjölmargir viðskipta- og samskiptasamningar. Við höfum um árabil átt viðskipti við Kína sem yfirleitt hafa gengið vel. Þeir sem eiga samskipti við Kína verða að setja sig inn í kínverska menningu og hugsunarhátt, rétt eins og Kínverjar verða að setja sig inn í íslenskt samfélag. Sendiráð beggja landa gegna hér miklu hlutverki. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan Íslendingar settu á stofn sendiráð í Kína við frumstæðar aðstæður og efasemdir sumra. Einn af mörgum samningum sem undirritaðir hafa verið í heimsókninni er um samstarf á sviði jarðhita. Á því sviði stöndum við mjög framarlega, og höfum komið að jarðhitaverkefnum víða um heim á undanförnum árum. Nú blasir við okkur risaverkefni í Kína varðandi lagningu hitaveitu og er mikilvægt að vel takist til, því jarðhiti mun vera á um þrjú þúsund stöðum í Kína. Þetta er afrakstur af vinnu íslenska sendiráðsins í Pekíng á undanförnum árum, íslenska fyrirtækisins Enex og fleiri hér á landi. Íslendingar luku fyrir nokkru hitaveituverkefni í Peking, þar sem 15 þúsund manna borgarhluti er nú hitaður upp með hitaveitu sem byggir á íslenskri þekkingu. Í þessu sambandi er þess að geta að Kínverjar hafa verið meðal nemenda Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðnna hér á undanförnum árum, og íslensk þekking á þessu sviði er þess vegna vel þekkt innan jarðhitageirans í Kína. Þetta er aðeins lítið dæmi um árangur af Kínaheimsókninni, en nú er mikilvægt að vinna vel úr þeim verkefnum sem við blasa, hvort sem það er á vettvangi jarðhita, flugrekstrar, háskólanáms, jarðskjálftaeftirlits, almennra viðskipta eða annars.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun