Kvikmyndagerð á Íslandi

Fréttamynd

Sér sjálfan sig í öðru ljósi eftir að myndin kom út

„Mér skilst að menn hafi orðið mjög hrifnir af mér svo ég fór að líta á mig öðrum augum en áður. Ég hef aldrei haft mikið álit á mér,“ segir Árni Jón Árnason, sem vann hug og hjörtu þjóðarinnar í heimildarmyndinni Velkominn Árni.

Lífið
Fréttamynd

Auk­inn á­hug­i á nor­ræn­u sjón­varps­efn­i en snarp­ar verð­hækk­an­ir mik­il á­skor­un

Framleiðslufyrirtækið Glassriver, sem meðal annars hefur framleitt Venjulegt fólk og Svörtu sanda, vinnur verkefni nokkur ár fram í tímann. Það gerir til dæmis kostnaðar- og fjármögnunaráætlanir fyrir sjónvarpsverkefni eitt til fjögur ár fram tímann. Þess vegna hafa snarpar verðhækkanir á árinu verið virkilega mikil áskorun. Þetta segir Andri Ómarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Innherji
Fréttamynd

„Það er allt í einu orðið gæðastimpill að vera Íslendingur“

„Ég er farin að finna núna hvað Íslendingatengslin eru mikil í kvikmyndageiranum erlendis. Þar sem það er orðið þekkt að það að ráða Íslending í vinnu þýðir að þú ert að fá góðan starfskraft. Sem skilar alltaf einverju nýju,“ segir Árni Filippuson kvikmyndatökumaður með meiru.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Íslensku tröllin í aðalhlutverki í nýrri ævintýramynd

Í nýrri stiklu fyrir fjölskyldu- og ævintýramyndina Jólamóðir eru kynntir til leiks landsþekkir karakterar og þjóðargersemi, íslensku tröllin. Um leikstjórn sá hinn 27 ára gamli Jakobs Hákonarsonar, sem spreytir sig á stóra tjaldinu í fyrsta skiptið.

Jól
Fréttamynd

Ganga gapandi inn í Eldborg

Sjö hundruð erlendir gestir eru væntanlegir til landsins í tengslum við Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Hörpu annað kvöld. Leikstjóri einnar vinsælustu kvikmyndar ársins og leikari úr Game of Thrones eru á meðal alþjóðlegra stórstjarna sem verða viðstaddar. Listrænn stjórnandi segir áhorfendur mega eiga von á óvæntum uppákomum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Húrra fyrir evrópskri kvik­mynda­gerð!

Það er mikið fagnaðarefni að Evrópsku kvikmyndaverðlaunin séu haldin á Íslandi í ár og ástæða er til að hrósa stjórnvöldum fyrir að leggja í þá vinnu og fjármögnun. Verðlaunin eru stórviðburður og verða afhent, eins og kunnugt er, í Hörpu næsta laugardag að viðstöddu stórskotaliði evrópskrar kvikmyndaframleiðslu. Sýnt verður frá verðlaunaafhendingunni í beinni útsendingu á RÚV og um alla Evrópu.

Skoðun
Fréttamynd

Á ferð með mömmu vinnur aðalverðlaun á Pöff

Íslenska kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut í kvöld aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar Tallinn Black Nights Film Festival, eða Pöff, í Eistlandi. Kvikmyndahátíðin er ein sú stærsta í Austur-Evrópu.

Menning
Fréttamynd

Á ferð með mömmu heimsfrumsýnd í Tallinn

Kvikmynd Hilmars Oddssonar, Á ferð með mömmu, var heimsfrumsýnd kvikmyndahátíðinni Tallinn Black Nights Film Festival (PÖFF) í Eistlandi. Myndin tekur þátt í aðalkeppni hátíðarinnar í ár.

Lífið
Fréttamynd

Hamingjubúbblur og Ítalía: „Ég segi bara sí sí við öllu“

„Ég segi bara sí sí við öllu, flóknara þarf það ekki að vera,“ segir Rakel Garðarsdóttir athafnarkona og skellir uppúr. Rakel og eiginmaðurinn hennar, Björn Hlynur Haraldsson, fluttu til Flórens á Ítalíu í haust. Þaðan starfa þau bæði. Eða ferðast á milli eftir því hvað verkefni og vinna kalla á.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Ís­lensku stjörnurnar skinu skært í Tallinn

Kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin var frumsýnd á Pöff, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn um helgina og hlaut mikið lof. Elfar Aðalsteins, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar var viðstaddur ásamt framleiðandanum Heather Millard og stórum hluta leikhópsins.

Bíó og sjónvarp