Fjórða fálkaorðan í fjölskylduna og framhald á Verbúð Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 3. febrúar 2023 06:00 Nína Dögg var gestur í Bakaríinu á Bylgjunni. Bylgjan „Já, ég get alveg sagt að við erum á fullu að undirbúa, hugsa og pæla fyrir einhverskonar ákveðnu framhaldi,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir sposk á svip aðspurð út í framhald á sjónvarpsseríunni Verbúð. Óvænt velgengni Verbúðarinnar erlendis Í morgunþættinum Bakaríið á Bylgjunni síðasta laugardag ræddi Nína Dögg meðal annars um Verbúðarævintýrið, kvikmyndina Villibráð, leikhúsið og lífið sjálft. Verbúð hefur hlotið mikla athygli erlendis og nú þegar sópað til sín fjölda verðlauna. Serían gengur því mjög vel á erlendum markaði sem Nína segir einstaklega gaman en þó fremur óvænt þar sem um ræðir þáttaseríu um séríslenskan raunveruleika á níunda áratugnum. „Við hugsuðum ekkert endilega að þetta myndi ná út fyrir landsteinana og hvað þá vinna til verðlauna, en það er auðvitað bara alltaf mjög ánægjulegt og hjálpar okkur að selja seríuna.“ Lofar að biðin verði ekki of löng Þó svo að Nína staðfesti að framhald á Verbúðinni sé komið í ákveðið ferli er hún treg til svara og leyndardómsfull þegar reynt er að kreista út úr henni frekari upplýsingar. Frá því að hugmyndin vaknaði fyrst af Verbúðinni liðu um tíu ár þar til sjónvarpsserían leit dagsins ljós en aðspurð hvort að áhorfendur og aðdáendur þáttanna þurfi nokkuð að bíða svo lengi eftir næstu seríu segir Nína: „Nei, ég skal lofa að þið þurfið ekki að bíða svo lengi.“ Viðtalið við Nínu Dögg í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan: Fólkið í Falcon Crest Þann 1. janúar var Nína Dögg sæmd fálkaorðunni fyrir framlag sitt til leiklistar og sjónvarpsþátta- og kvikmyndagerðar. Það mætti kannski segja að orðan góð sé orðin eins konar góðvinur fjölskyldunnar í gegnum árin. Við erum fjögur! Amma mín, Sólveig Guðlaugsdóttir fyrir framlag sitt á heilbrigðissviði, Rakel Garðarsdóttir (mágkona) fyrir vitundarvakningu á matarsóun, Gísli, fyrir allt sem hann hefur gert, og svo ég. Hús þeirra hjóna Nínu Daggar og Gísla Arnar, ber nafnið Sækambur Eystri en eftir að þau hjónin urðu bæði fálkaorðuhafar segir hún húsið komið með nokkurs konar gælunafn. „Já, við erum eiginlega búin að skíra það upp á nýtt, Falcon Crest,“ segir Nína og skellir upp úr. Þarf helst að hreyfa sig á hverjum degi Það er nóg að gera hjá Nínu þessa dagana eins og yfirleitt enda einstaklega orkumikil að eðlisfari. Já, mér finnst bara gaman að vera til. En það er ákveðinn þroski að færast yfir mig núna og ég næ orðið alveg að chilla. Lærðir þú það í Covid? Já, eiginlega. Það sem Covid kenndi mér er að anda ofan í magann, ég er frekar ör. Ég að að hreyfa mig á hverjum degi og gera eitthvað smá.“ Sama dag og Nína mætti í viðtalið var leikritið Ex frumsýnt í Þjóðleikhúsinu en þar leikur hún eitt þriggja hlutverka ásamt eiginmanni sínum, Gísla Erni, og leikkonunni Kristínu Þóru Haraldsdóttur. Hjartað í leikhúsinu Leikritið er flugbeitt sálfræðidrama þar sem venjuleg kvöldstund „virðulegra hjóna“ breytist skyndilega eftir óvænt símtal fyrrverandi kærustu. Þau eru bara heima að chilla og svo kemur símtalið sem breytir öllu og upphefst allskyns áhugavert og skemmtilegt á milli þeirra. Þrátt fyrir ágætis skammt af drama segir Nína að á forsýningunni hafi einnig verið mikið hlegið. „Þetta eru svolítið svona absúrd aðstæður og margir kannast líklega við eitthvað þarna úr hjónabandinu. Auðvitað eiga líka margir fyrrverandi og svona, svona allskonar togstreita.“ Nína hefur verið áberandi bæði í leikhúsi og sjónvarpi á sínum ferli og aðspurð hvor heimurinn höfði meira til hennar, leikhúsið eða bíó, segir hún: Leikhúsið á hjartað mitt. Ef ég þyrfti að velja þá myndi ég velja leikhúsið því ég elska leikhúsið og elska að vera í návist við áhorfendur og við séum saman í sögunni. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bakaríið Bylgjan Leikhús Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Þessi fjórtán fengu fálkaorðuna á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmdi 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2023 14:52 Villibráð vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð Villibráð er vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð og heldur Avatar: Way of Water örugglega fyrir aftan sig samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum. 16. janúar 2023 18:31 Drög lögð að framhaldi Verbúðarinnar Leikhópurinn Vesturport er að hefjasta handa við handritsskrif að framhaldi sjónvarpsþáttanna Verbúðinni. 22. nóvember 2022 16:17 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Óvænt velgengni Verbúðarinnar erlendis Í morgunþættinum Bakaríið á Bylgjunni síðasta laugardag ræddi Nína Dögg meðal annars um Verbúðarævintýrið, kvikmyndina Villibráð, leikhúsið og lífið sjálft. Verbúð hefur hlotið mikla athygli erlendis og nú þegar sópað til sín fjölda verðlauna. Serían gengur því mjög vel á erlendum markaði sem Nína segir einstaklega gaman en þó fremur óvænt þar sem um ræðir þáttaseríu um séríslenskan raunveruleika á níunda áratugnum. „Við hugsuðum ekkert endilega að þetta myndi ná út fyrir landsteinana og hvað þá vinna til verðlauna, en það er auðvitað bara alltaf mjög ánægjulegt og hjálpar okkur að selja seríuna.“ Lofar að biðin verði ekki of löng Þó svo að Nína staðfesti að framhald á Verbúðinni sé komið í ákveðið ferli er hún treg til svara og leyndardómsfull þegar reynt er að kreista út úr henni frekari upplýsingar. Frá því að hugmyndin vaknaði fyrst af Verbúðinni liðu um tíu ár þar til sjónvarpsserían leit dagsins ljós en aðspurð hvort að áhorfendur og aðdáendur þáttanna þurfi nokkuð að bíða svo lengi eftir næstu seríu segir Nína: „Nei, ég skal lofa að þið þurfið ekki að bíða svo lengi.“ Viðtalið við Nínu Dögg í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan: Fólkið í Falcon Crest Þann 1. janúar var Nína Dögg sæmd fálkaorðunni fyrir framlag sitt til leiklistar og sjónvarpsþátta- og kvikmyndagerðar. Það mætti kannski segja að orðan góð sé orðin eins konar góðvinur fjölskyldunnar í gegnum árin. Við erum fjögur! Amma mín, Sólveig Guðlaugsdóttir fyrir framlag sitt á heilbrigðissviði, Rakel Garðarsdóttir (mágkona) fyrir vitundarvakningu á matarsóun, Gísli, fyrir allt sem hann hefur gert, og svo ég. Hús þeirra hjóna Nínu Daggar og Gísla Arnar, ber nafnið Sækambur Eystri en eftir að þau hjónin urðu bæði fálkaorðuhafar segir hún húsið komið með nokkurs konar gælunafn. „Já, við erum eiginlega búin að skíra það upp á nýtt, Falcon Crest,“ segir Nína og skellir upp úr. Þarf helst að hreyfa sig á hverjum degi Það er nóg að gera hjá Nínu þessa dagana eins og yfirleitt enda einstaklega orkumikil að eðlisfari. Já, mér finnst bara gaman að vera til. En það er ákveðinn þroski að færast yfir mig núna og ég næ orðið alveg að chilla. Lærðir þú það í Covid? Já, eiginlega. Það sem Covid kenndi mér er að anda ofan í magann, ég er frekar ör. Ég að að hreyfa mig á hverjum degi og gera eitthvað smá.“ Sama dag og Nína mætti í viðtalið var leikritið Ex frumsýnt í Þjóðleikhúsinu en þar leikur hún eitt þriggja hlutverka ásamt eiginmanni sínum, Gísla Erni, og leikkonunni Kristínu Þóru Haraldsdóttur. Hjartað í leikhúsinu Leikritið er flugbeitt sálfræðidrama þar sem venjuleg kvöldstund „virðulegra hjóna“ breytist skyndilega eftir óvænt símtal fyrrverandi kærustu. Þau eru bara heima að chilla og svo kemur símtalið sem breytir öllu og upphefst allskyns áhugavert og skemmtilegt á milli þeirra. Þrátt fyrir ágætis skammt af drama segir Nína að á forsýningunni hafi einnig verið mikið hlegið. „Þetta eru svolítið svona absúrd aðstæður og margir kannast líklega við eitthvað þarna úr hjónabandinu. Auðvitað eiga líka margir fyrrverandi og svona, svona allskonar togstreita.“ Nína hefur verið áberandi bæði í leikhúsi og sjónvarpi á sínum ferli og aðspurð hvor heimurinn höfði meira til hennar, leikhúsið eða bíó, segir hún: Leikhúsið á hjartað mitt. Ef ég þyrfti að velja þá myndi ég velja leikhúsið því ég elska leikhúsið og elska að vera í návist við áhorfendur og við séum saman í sögunni. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bakaríið Bylgjan Leikhús Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Þessi fjórtán fengu fálkaorðuna á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmdi 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2023 14:52 Villibráð vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð Villibráð er vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð og heldur Avatar: Way of Water örugglega fyrir aftan sig samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum. 16. janúar 2023 18:31 Drög lögð að framhaldi Verbúðarinnar Leikhópurinn Vesturport er að hefjasta handa við handritsskrif að framhaldi sjónvarpsþáttanna Verbúðinni. 22. nóvember 2022 16:17 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Þessi fjórtán fengu fálkaorðuna á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmdi 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2023 14:52
Villibráð vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð Villibráð er vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð og heldur Avatar: Way of Water örugglega fyrir aftan sig samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum. 16. janúar 2023 18:31
Drög lögð að framhaldi Verbúðarinnar Leikhópurinn Vesturport er að hefjasta handa við handritsskrif að framhaldi sjónvarpsþáttanna Verbúðinni. 22. nóvember 2022 16:17