Kvikmyndagerð á Íslandi

Fréttamynd

Við það að landa Theron og Balta

Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron er sögð vera við það að skrifa undir samning um að leika í nýrri kvikmynd sem Baltasar Kormákur er sagður ætla að leikstýra.

Lífið
Fréttamynd

„Maður er að rifna af monti“

Á blaðamannafundi klukkan tíu í morgun tilkynnti Alberto Barbera, listrænn stjórnandi hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Feneyjum, fyrstu myndirnar sem hafa verið valdar fyrir komandi hátíð í haust. Og þeirra á meðal er nýjasta stuttmynd leikstjórans RÚnars Rúnarssonar. 0 (Hringur), með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki, hefur verið valin til að keppa um aðalverðlaun stuttmyndakeppni í Feneyjum.

Lífið
Fréttamynd

Ben McKenzie á Kaffi Vest

Bandaríski leikarinn Ben McKenzie sem sló í gegn í sjónvarpsþáttunum The O.C. upp úr aldamótum er staddur hér á landi. Hann skellti sér á Kaffihús Vesturbæjar í samnefndum hluta Reykjavíkur í dag á meðan eiginkona, móðir og börn busluðu í Vesturbæjarlauginni.

Lífið
Fréttamynd

Dauð­þreyttur Jón eyddi átta milljónum króna

Jón Gnarr segist aldrei á ævinni hafa verið jafnþreyttur og nú, daginn eftir lok strembinnar kosningabaráttu. Hann segir að framboðið hafi kostað um átta milljónir króna en hann hafi komið út á sléttu eftir styrki.

Innlent
Fréttamynd

Balti hélt að Pálmi myndi aldrei mæta

Baltasar Kormákur, leikstjóri kvikmyndarinnar Snerting, lýsir ótrúlegum tilþrifum Egils Ólafssonar, í hlutverki Kristófers í myndinni sem byggir á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Baltasar segist einnig hafa leitað, árangurslaust, logandi ljósi að rétta leikaranum í hlutverk Kristófers á yngri árum. Þegar stungið var upp á syni hans, Pálma Kormáki, hafi hann ekki haft neina trú á að sonurinn myndi hafa nokkurn áhuga.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Snerting Egils Ólafs­sonar við lífið og til­veruna

Egill Ólafsson segir mikilvægt að hreyfa sig til að vinna gegn framþróun Parkinson sjúkdómsins. Heimir Már slóst í gönguferð með Agli þar sem þeir ræddu um hlutverk hans í kvikmyndinni Snertingu og allt milli himins og jarðar.

Lífið
Fréttamynd

Netflix, Stöð2+, Prime og Disney greiði til menningar

Menningar-og viðskiptaráðuneytið leggur til að innlendar og erlendar streymisveitur greiði svokallað „menningarframlag“ til íslensks samfélags. Markmiðið er að efla íslenska menningu og íslenska tungu með því að hvetja til fjárfestingar í framleiðslu á innlendu efni. Framlagið á ekki að ná til steymisveitna með litla veltu eða fáa notendur og ekki til Ríkisútvarpsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forðast drama eins og heitan eldinn

Sunneva Ása Weisshappel listakona segir að hún forðist drama eins og heitan eldinn. Hún býr með sambýlismanni sínum, Baltasar Kormáki kvikmyndagerðamanni, stjúpsyninum Stormi ásamt hænum, hestum og kettinum Ösku. Sunneva segir að sér líði best úti í náttúrunni.

Lífið
Fréttamynd

Milljónir hafa horft á stikluna fyrir Snertingu

Stikla fyrir kvikmyndina Snertingu var heimsfrumsýnd í vikunni og hafa frá því nærri átta milljónir horft á stikluna, þar af tæpar fimm milljónir á YouTube og rest á samfélagsmiðlunum X, Facebook og Instagram. Þá hefur íslenska útgáfan af stiklunni fengið yfir tvö hundruð þúsund spilanir.

Lífið
Fréttamynd

Þurfum við að tala um endó?

Endósamtökin og Silfra Productions frumsýna í dag, þriðjudaginn 16. apríl, nýja íslenska heimildarmynd um endómetríósu. Myndin er sýnd í Bíó Paradís og heitir: Tölum um endó. Þóra Karítas Árnadóttir leikstýrir myndinni.

Skoðun
Fréttamynd

„Stundum þarf enga bé­vítans heimild“

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid veittu verðlaun í flokknum Heimildamynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Guðni notaði tækifærið og impraði á mikilvægi þess að geta heimilda og að hafa eitthvað fyrir sér. Eliza sagði hann yfirleitt skemmtilegri en þetta á laugardagskvöldum. 

Lífið
Fréttamynd

Á ferð með mömmu hlaut níu Eddur

Kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut alls níu Eddur þegar á verðlaunafhending á vegum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían fór fram við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Myndin hlaut meðal annars verðlaun fyrir leikstjórn, handrit, leikara og leikkonu í aðalhlutverki, auk þess að hreppa eftirsótta titilinn kvikmynd ársins.

Menning
Fréttamynd

Grétu og viður­kenndu mis­tök á erfiðum fundi

Baltasar Kormákur bindur vonir við að hægt verði að fá íslenska reiðmenn til að taka við af spænsku þjálfarateymi, sem uppvíst varð að illri meðferð á hrossum við kvikmyndaframleiðslu Baltasars. Þjálfarateymið hafi viðurkennt mistök á erfiðum fundi, þar sem hópnum var sagt upp störfum.

Innlent
Fréttamynd

Baltasar sleginn yfir hestamálinu

Baltasar Kormáki og hans teymi var verulega brugðið þegar þeim barst veður af hrottafenginni meðferð hesta sem verið var að þjálfa fyrir kvikmyndaverkefni þeirra. Hann segir þjálfarana hafa verið rekna um leið og upp komst um málið.

Innlent
Fréttamynd

Hesta­mis­þyrmingar fyrir ís­lenska kvik­mynda­fram­leiðslu

Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu.

Innlent