Tónlist

Helgi Björns með splunku­nýtt tón­listar­mynd­band

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Helgi Björnsson var að senda frá sér lagið Í faðmi fjallanna sem er að finna í væntanlegu kvikmyndinni Ljósvíkingar.
Helgi Björnsson var að senda frá sér lagið Í faðmi fjallanna sem er að finna í væntanlegu kvikmyndinni Ljósvíkingar. Aðsend

Tónlistarmaðurinn sívinsæli Helgi Björnsson var að senda frá sér lagið Í faðmi fjallanna ásamt tónlistarmyndbandi sem má sjá hér í pistlinum. Lagið er úr nýju íslensku kvikmyndinni Ljósvíkingar en Helgi fer einmitt með hlutverk í henni.

Hér má sjá tónlistarmyndbandið:

Lagið er samið af Helga sjálfum og var unnið í samstarfi við ofurframleiðandann (e. producer) Þormóði Eiríkssyni sem sá um upptökur lagsins. 

Þormóður hefur unnið með mörgum af vinsælustu tónlistarmönnum landsins á borð við Herra Hnetusmjör, GDRN, JóaPé og Króla og svo lengi mætti telja.

Lagið er úr kvikmyndinni Ljósvíkingar, sem verður frumsýnd 3. september í Reykjavík og 5. september á Ísafirði. Myndin kemur í almennar sýningar 6. september.

Hér má sjá stiklu úr kvikmyndinni:

Í fréttatilkynningu segir:

„Ljósvíkingar er saga um vináttu. Æskuvinir reka vinsælan fiskveitingastað á Ísafirði. Þegar annar þeirra kemur út úr skápnum sem kona, á hinn erfitt með að sætta sig við breytinguna.

Ljósvikingar er mynd eftir Snævar Sölvason, en með aðalhlutverk fara Björn Jörundur Friðbjörnsson og Arna Magnea Danks. Í öðrum hlutverkum eru meðal annars Helgi Björnsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Vigdís Hafliðadóttir og Hjálmar Örn Jóhannsson.“

Hér má horfa á myndbandið á Youtube. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×