Breiðablik

Fréttamynd

Björn: Við þurfum meiri ákafa í boxið

Björn Sigurbjörnsson var að vonum svekktur eftir tap Selfoss gegn Breiðablik nú í kvöld. Breiðablik var komið yfir eftir innan við þriggja mínútna leik og það var nokkuð ljóst að Selfyssingar væru í vandræðum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta er allt í móðu“

Andrea Rut Bjarnadóttir var að vonum ánægð eftir að hafa skorað sigurmark Breiðabliks gegn FH á elleftu stundu í kvöld. Blikar unnu leik liðanna á Kópavogsvelli, 3-2.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leik lokið: Keflavík - Breiðablik 0-6 | Risasigur skaut Blikum á toppinn

Keflavík tók á móti Breiðablik í sínum fyrsta heimaleik í Bestu deild kvenna í kvöld. Breiðabliksstelpur mættu vel búnar í þessa viðureign og unnu leikinn 6-0. Breiðablik skoraði sitt fyrsta mark á upphafsmínútu leiksins og það varð áhorfendum strax ljóst hvort liðið færi héðan með þrjú stig. Með þessum sigri fer Breiðablik upp í efsta sæti deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Tindastóll - Breiðablik 0-3 | Öruggur fyrsti sigur Blika

Breiðablik sigraði nýliða Tindastóls örugglega á Sauðárkróki í kvöld í annarri umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn endaði 3-0 fyrir Breiðablik og voru þetta fyrstu stig liðsins í deildinni en þær þurftu að sætta sig við tap á móti Valskonum í fyrstu umferð. Þó að sigurinn hafi aldrei verið í hættu gáfu heimakonur þeim ágæta mótspyrnu og voru þær óheppnar að ná ekki að skora í kvöld.

Fótbolti