„Haga sér eins og fávitar allan leikinn“ Atli Arason og Jón Már Ferro skrifa 2. júní 2023 23:32 Óskar Hrafn lætur í sér heyra eftir jöfnunarmark Blika. Hulda Margrét „Við vorum með yfirburði allan leikinn en gáfum þeim tvö mörk í fyrri hálfleik. Á endanum gerum við jafntefli en hefðum átt að vinna þennan leik stærra,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli í stórleik Bestu deildar karla. Með sigri hefðu Víkingar getað komist átta stigum frá Breiðabliki en munurinn er áfram fimm stig þegar tíu umferðum er lokið af mótinu. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, vildi meina að hans lið hafi verið betra. Óskar var hjartanlega ósammála því. „Ég veit ekki á hvaða leik hann var að horfa. Það er yfirleitt þannig samkvæmt honum að ef hann vinnur ekki leiki þá eru þeir betri aðilinn. Hann má alveg hafa þá skoðun. Ég ber alveg virðingu fyrir henni. Ég er algjörlega ósammála henni. Ég ætla ekki að gera lítið úr henni en ég er ósammála henni,“ sagði Óskar. Óskar gagnrýndi hegðun Víkinga í kvöld. Oftar en ekki verða leikir Víkings og Breiðabliks miklir hitaleikir en á því var engin breyting í kvöld. „Mér fannst þeir haga sér eins og fávitar allan leikinn á bekknum. Árásargjarnir, öskrandi á allt. Svo endar þetta bara svona. Það er ekkert nýtt. Þeir hafa alltaf verið svona. Það er ekkert að fara breytast. Það hefur hver sinn háttinn á. Það er hiti á milli þessara liða. Þetta eru miklir baráttuleikir. Mér fannst við vera undir í baráttunni í fyrri hálfleik. Mér fannst við ekki nógu harðir. Þeir fengu að berja dálítið á okkur. Fótboltalega var bara eitt lið á vellinum og það voru við. Ég held að það sé óþægilegt fyrir þá að vita af okkur. Við erum fimm stigum á eftir þeim og við erum að koma á eftir þeim,“ sagði Óskar. Eftir leik brutust út mikil læti þegar leikmönnum og starfsmönnum liðanna lenti saman. Óskar var hinn rólegasti er hann var spurður út í hvort lætin eftir leik hefðu einhverja eftirmála. „Það sem gerist á vellinum verður eftir á vellinum. Menn faðmast bara að leik loknum. Engir eftirmálar af minni hálfu. Það voru svo sem engin slagsmál menn voru aðeins að ýtast og kýtast," sagði Óskar. Víkingar voru mjög ósáttir við að leikurinn hafi farið fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Óskar var þeirrar skoðunar að það hefði verið hægt að bæta meiru við. „Auðvitað skiptir það Víkinga máli hvort þeir séu fimm stigum eða átta stigum á undan okkur. Ef að þeim fannst leikurinn of langur þá berum við bara virðingu fyrir því. Mér fannst þeir geta bætt nokkrum mínútum í viðbót. Þeir töfðu frá þrítugustu mínútu. Ekkert óeðlilegt að það væri mikill uppbótartími,“ sagði Óskar að lokum. Klippa: Haga sér eins og fávitar allan leikinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11 „Litlir hundar sem gelta hátt“ „Maður er aðeins að koma niður eftir skemmtilegar lokamínútur,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í viðtali eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld. 2. júní 2023 23:15 „Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11 Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10 Mest lesið Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira
Með sigri hefðu Víkingar getað komist átta stigum frá Breiðabliki en munurinn er áfram fimm stig þegar tíu umferðum er lokið af mótinu. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, vildi meina að hans lið hafi verið betra. Óskar var hjartanlega ósammála því. „Ég veit ekki á hvaða leik hann var að horfa. Það er yfirleitt þannig samkvæmt honum að ef hann vinnur ekki leiki þá eru þeir betri aðilinn. Hann má alveg hafa þá skoðun. Ég ber alveg virðingu fyrir henni. Ég er algjörlega ósammála henni. Ég ætla ekki að gera lítið úr henni en ég er ósammála henni,“ sagði Óskar. Óskar gagnrýndi hegðun Víkinga í kvöld. Oftar en ekki verða leikir Víkings og Breiðabliks miklir hitaleikir en á því var engin breyting í kvöld. „Mér fannst þeir haga sér eins og fávitar allan leikinn á bekknum. Árásargjarnir, öskrandi á allt. Svo endar þetta bara svona. Það er ekkert nýtt. Þeir hafa alltaf verið svona. Það er ekkert að fara breytast. Það hefur hver sinn háttinn á. Það er hiti á milli þessara liða. Þetta eru miklir baráttuleikir. Mér fannst við vera undir í baráttunni í fyrri hálfleik. Mér fannst við ekki nógu harðir. Þeir fengu að berja dálítið á okkur. Fótboltalega var bara eitt lið á vellinum og það voru við. Ég held að það sé óþægilegt fyrir þá að vita af okkur. Við erum fimm stigum á eftir þeim og við erum að koma á eftir þeim,“ sagði Óskar. Eftir leik brutust út mikil læti þegar leikmönnum og starfsmönnum liðanna lenti saman. Óskar var hinn rólegasti er hann var spurður út í hvort lætin eftir leik hefðu einhverja eftirmála. „Það sem gerist á vellinum verður eftir á vellinum. Menn faðmast bara að leik loknum. Engir eftirmálar af minni hálfu. Það voru svo sem engin slagsmál menn voru aðeins að ýtast og kýtast," sagði Óskar. Víkingar voru mjög ósáttir við að leikurinn hafi farið fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Óskar var þeirrar skoðunar að það hefði verið hægt að bæta meiru við. „Auðvitað skiptir það Víkinga máli hvort þeir séu fimm stigum eða átta stigum á undan okkur. Ef að þeim fannst leikurinn of langur þá berum við bara virðingu fyrir því. Mér fannst þeir geta bætt nokkrum mínútum í viðbót. Þeir töfðu frá þrítugustu mínútu. Ekkert óeðlilegt að það væri mikill uppbótartími,“ sagði Óskar að lokum. Klippa: Haga sér eins og fávitar allan leikinn
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11 „Litlir hundar sem gelta hátt“ „Maður er aðeins að koma niður eftir skemmtilegar lokamínútur,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í viðtali eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld. 2. júní 2023 23:15 „Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11 Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10 Mest lesið Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira
„Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11
„Litlir hundar sem gelta hátt“ „Maður er aðeins að koma niður eftir skemmtilegar lokamínútur,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í viðtali eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld. 2. júní 2023 23:15
„Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11
Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10