Mannauðsmál Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. Atvinnulíf 14.12.2022 07:01 Árshátíðir í útlöndum styrkja starfsmannahópinn „Við finnum fyrir miklum ferðaspenningi. Það er bókað hjá okkur allar helgar í haust og fram á næsta ár. Fólk þyrstir í ferðalög og nú er akkúrat tíminn til að skipuleggja ferðir fyrir haustið 2023,“ segir Viktor Hagalín Magnason, sölu og markaðsstjóri ferðaskrifstofunnar Tripical. Samstarf 7.12.2022 14:50 „Mannleg gildi og mannvirðing þurfa alltaf að vera í öndvegi.“ Pétur Ó Einarsson er mannauðsstjóri Fjársýslu ríkisins, 57 ára Reykvíkingur, eiginmaður, faðir og afi. Áhugi Péturs á mannauðsmálum byrjaði snemma á starfsferli hans þegar hann starfaði fyrir Landsbankann sem fræðslustjóri og hefur áhuginn ekki slokknað síðan. Samhliða starfi fyrir Landsbankann lauk Pétur BSc gráðu í viðskiptafræði í fjarnámi sem viðbót við rekstrarfræði frá Tækniskólanum og í framhaldi lauk hann meistaranámi í Mannauðsstjórnun. Hann hefur starfað sem starfsmannastjóri og síðan mannauðsstjóri fyrir Fjársýsluna frá því árið 2008. Samstarf 17.11.2022 13:00 Þrennt sem virkar vel að bjóða starfsfólki annað en launahækkun Peningar eru ekki allt og peningar kaupa ekki hamingju. Sem auðvitað þýðir að í vinnunni okkar er svo margt annað sem getur talist til annað en launin sem við fáum greidd fyrir vinnuna. Atvinnulíf 14.11.2022 07:00 Að segja sannleikann: „Við vælum pínu mikið í lúxuslandi“ „En fyrst við erum að tala um þriðja æviskeiðið er kannski líka tilefni til að nefna að það er ekkert endilega eldra fólkið sem kemur verra út í mælingum. Því við fáum stundum til okkar fjölskyldur og þá er það oftar en ekki foreldrarnir sem eru að koma betur út í lífgildum en ungmennin,“ segir Lukka Pálsdóttir hjá Greenfit og vísar þar til heilsu fólks sem er 25 ára og yngra. Atvinnulíf 3.11.2022 07:00 Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. Atvinnulíf 2.11.2022 07:00 Þegar Bjarni hættir: Verður auglýst í starf forstjóra/forstýru? „Ensk starfsheiti endurspegla oftast vel hvert hlutverk starfsins er á meðan þau íslensku eru oft frekar karllæg og tákn um stöðu viðkomandi. Við viljum komast út úr þessu og færa okkur frá stöðutitlum til starfsheita þannig að fólk sé ekki skilgreint eftir því að ,,vera“ starfið sitt, heldur frekar hvað starfið felur í sér,“ segir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Atvinnulíf 28.10.2022 07:00 Fjórir hugbúnaðarsérfræðingar til Empower Nýtt starfsfólk nýsköpunarfyrirtækisins Empower vinnur að þróun hugbúnaðarlausnarinnar Empower Now, sem fer á alþjóðlegan markað á næsta ári. Lausnin gerir fyrirtækjum og stofnunum á alþjóðavísu kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttis og fjölbreytni, setja mælanleg markmið og innleiða örfræðslu fyrir starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir. Viðskipti innlent 27.10.2022 11:22 Íslenskan stundum hamlandi: „Leiðtogi er einstaklingur en ekki starfsheiti“ „Leiðtogi er einstaklingur en ekki starfsheiti. Við erum í raun öll leiðtogar; getum verið leiðtogar í eigin starfi, leiðtogar í okkar lífi og svo framvegis,“ segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus. Atvinnulíf 27.10.2022 07:00 Erum við hætt að skilja sum starfsheiti? Veistu hvað Partner Success Manager gerir? En Global Engagment & Cultural Manager? Hvað gerir sá sem er titlaður Leiðtogi? Atvinnulíf 26.10.2022 07:00 Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. Atvinnulíf 12.10.2022 07:00 Stjórnvöld verða að fara að hlusta og atvinnulífið að verða háværara „Við þurfum að taka meira pláss og verða háværari. Það er hreinlega orðið aðkallandi fyrir atvinnulífið að menntastefnan og þarfir atvinnulífsins fari að falla betur saman,“ segir Hildur Elín Vignir stjórnarkona í Mannauði, félags mannauðsfólks á Íslandi. Atvinnulíf 6.10.2022 07:00 Þurfum að breyta stjórnun og skipulagi til að halda í rétta starfsfólkið „Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Atvinnulíf 5.10.2022 07:02 „Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Atvinnulíf 29.9.2022 07:01 Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. Atvinnulíf 28.9.2022 07:00 Starfsánægja: Vandinn vex þegar „hveitibrauðsdögunum“ er lokið Flestir starfsmenn eru ánægðir í starfinu sínu og það á þá helst við um smærri fyrirtæki. Sambandið við yfirmanninn skiptir mestu máli þegar spurt er um starfsánægju og margir vinnustaðir eiga erfitt með að halda starfsfólki ánægðu eftir að nýjabrumið í nýju starfi er farið. Atvinnulíf 23.9.2022 07:00 Svansvottuð vinnuaðstaða ekki aðeins möguleg í nýbyggingum Fólk er almennt farið að þekkja ágætlega Svansvottaðar hreinlætis- og hreinsivörur, hótel og veitingastaði og fleira en síðustu misseri hefur það færst í vöxt að við séum að heyra um Svansvottaðar byggingar. Miðbærinn í Selfossi er gott dæmi um viðamikið byggingaverkefni þar sem hver einasta skrúfa er Svansvottuð og allt byggt með umhverfissjónarmið í huga. Atvinnulíf 21.9.2022 07:00 „Þá segir Jói: Veistu, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt!“ „Ég man þegar að við tókum við rekstri Rush Trampólín garðsins að þá var eitt það fyrsta sem starfsfólkið spurði okkur „Þýðir það þá að við fáum Pétur Jóhann til okkar líka?““ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna um hversu vel starf Péturs Jóhanns Sigfússonar í hlutverki Móralska er að mælast hjá starfsfólki. Atvinnulíf 16.9.2022 07:01 BYKO einn af eftirsóknarverðustu vinnustöðum Evrópu BYKO hlaut á dögunum viðurkenningu sem einn af eftirsóknarverðustu vinnustöðum í Evrópu í hópi meðalstórra fyrirtækja. Tölvuleikjafyrirtækið CCP hlaut einnig viðurkenningu í sama flokki, og auglýsingastofan Sahara hlaut viðurkenningu í hópi lítilla fyrirtækja. Samstarf 13.9.2022 12:55 Starfsfólk andlega þreyttara í blönduðu fyrirkomulagi Fjarvinna er komin til að vera, það er öllum ljóst. Hins vegar eru vísbendingar um að mögulega þurfi að skoða betur það fyrirkomulag sem almennt er kallað „blandað" (e. hybrid). Atvinnulíf 10.8.2022 07:00 Staðreynd að margt starfsfólk upplifir þunglyndi eftir sumarfrí Rannsóknir hafa sýnt að fólk er mun ánægðara áður en það fer í frí í samanburði við þegar fríinu lýkur. Sem gæti hljómað skringilega því það er einmitt eftir frí sem við eigum að vera svo úthvíld og endurnærð. Atvinnulíf 3.8.2022 08:01 Árangursríkustu leiðtogarnir og ánægja starfsfólks Áskoranir fólks í leiðtoga- og stjórnendastöðum hafa aldrei verið jafn miklar og nú og hafa jafnvel tekið stakkaskiptum í kjölfar heimsfaraldurs. Atvinnulíf 27.7.2022 08:01 Aldrei verið mikilvægara að huga að okkar mikilvægustu auðlind, mannauðnum „Ef fólki líður vel í vinnunni og það upplifir öryggi og traust líður því svo miklu betur, skilar betra starfi sem skilar sér svo bæði inná heimili þeirra og út í allt samfélagið.“ Segir Auður Þórhallsdóttir, mannauðsstjóri VIRK. Samstarf 14.7.2022 09:44 Þurfum að fara varlega í að halda að við séum best „Landslagið á Íslandi hefur breyst mikið síðustu árin og nú eru um 15% þjóðarinnar íbúar af erlendum uppruna. Samt erum við ekki að ræða nógu mikið um kynþátt, þjóðerni eða stöðu innflytjenda og tungumálið hefur ekki fylgt eftir þessum breytingum,“ segir Charlotte Biering hjá Marel. Atvinnulíf 4.7.2022 07:01 Starfsfólki tryggt aðgengi að sálfræðingum með lágmarksbiðtíma Það á að vera gaman í vinnunni, sveigjanleikinn á að vera mikill, jafnrétti, fjölbreytileiki og síðast en ekki síst góð andleg heilsa. Atvinnulíf 20.6.2022 07:01 Stóra uppsögnin: 46 prósent starfsfólks opið fyrir nýrri vinnu „Nýjasta mælingin okkar sýnir að 46% starfandi eru annað hvort í virki atvinnuleit eða opin fyrir tækifærum. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta eru niðurstöður starfandi fólks 25-64 ára sem við gerðum núna í maí,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. Atvinnulíf 8.6.2022 07:00 „Mannauðurinn er hjarta vinnustaðarins“ Vala Magnúsdóttir hefur starfað sem deildarstjóri reksturs og þjónustu hjá Borgarsögusafni í nær átta ár. Samstarf 7.6.2022 09:11 Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. Atvinnulíf 1.6.2022 07:01 Bein útsending: Viðskiptaþing sett með áherslu á sviptivinda á vinnumarkaði Viðskiptaþing 2022 fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag en yfirskrift þingsins að þessu sinni er Tímarnir breytast og vinnan með - Vatnaskil á vinnumarkaði. Hefst dagskráin klukkan 13:30 en þingsetning, ávarp forsætisráðherra og ávarp formanns Mannauðs verða send út í opnu streymi. Viðskipti innlent 20.5.2022 13:01 „Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. Atvinnulíf 20.5.2022 07:00 « ‹ 2 3 4 5 6 7 … 7 ›
Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. Atvinnulíf 14.12.2022 07:01
Árshátíðir í útlöndum styrkja starfsmannahópinn „Við finnum fyrir miklum ferðaspenningi. Það er bókað hjá okkur allar helgar í haust og fram á næsta ár. Fólk þyrstir í ferðalög og nú er akkúrat tíminn til að skipuleggja ferðir fyrir haustið 2023,“ segir Viktor Hagalín Magnason, sölu og markaðsstjóri ferðaskrifstofunnar Tripical. Samstarf 7.12.2022 14:50
„Mannleg gildi og mannvirðing þurfa alltaf að vera í öndvegi.“ Pétur Ó Einarsson er mannauðsstjóri Fjársýslu ríkisins, 57 ára Reykvíkingur, eiginmaður, faðir og afi. Áhugi Péturs á mannauðsmálum byrjaði snemma á starfsferli hans þegar hann starfaði fyrir Landsbankann sem fræðslustjóri og hefur áhuginn ekki slokknað síðan. Samhliða starfi fyrir Landsbankann lauk Pétur BSc gráðu í viðskiptafræði í fjarnámi sem viðbót við rekstrarfræði frá Tækniskólanum og í framhaldi lauk hann meistaranámi í Mannauðsstjórnun. Hann hefur starfað sem starfsmannastjóri og síðan mannauðsstjóri fyrir Fjársýsluna frá því árið 2008. Samstarf 17.11.2022 13:00
Þrennt sem virkar vel að bjóða starfsfólki annað en launahækkun Peningar eru ekki allt og peningar kaupa ekki hamingju. Sem auðvitað þýðir að í vinnunni okkar er svo margt annað sem getur talist til annað en launin sem við fáum greidd fyrir vinnuna. Atvinnulíf 14.11.2022 07:00
Að segja sannleikann: „Við vælum pínu mikið í lúxuslandi“ „En fyrst við erum að tala um þriðja æviskeiðið er kannski líka tilefni til að nefna að það er ekkert endilega eldra fólkið sem kemur verra út í mælingum. Því við fáum stundum til okkar fjölskyldur og þá er það oftar en ekki foreldrarnir sem eru að koma betur út í lífgildum en ungmennin,“ segir Lukka Pálsdóttir hjá Greenfit og vísar þar til heilsu fólks sem er 25 ára og yngra. Atvinnulíf 3.11.2022 07:00
Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. Atvinnulíf 2.11.2022 07:00
Þegar Bjarni hættir: Verður auglýst í starf forstjóra/forstýru? „Ensk starfsheiti endurspegla oftast vel hvert hlutverk starfsins er á meðan þau íslensku eru oft frekar karllæg og tákn um stöðu viðkomandi. Við viljum komast út úr þessu og færa okkur frá stöðutitlum til starfsheita þannig að fólk sé ekki skilgreint eftir því að ,,vera“ starfið sitt, heldur frekar hvað starfið felur í sér,“ segir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Atvinnulíf 28.10.2022 07:00
Fjórir hugbúnaðarsérfræðingar til Empower Nýtt starfsfólk nýsköpunarfyrirtækisins Empower vinnur að þróun hugbúnaðarlausnarinnar Empower Now, sem fer á alþjóðlegan markað á næsta ári. Lausnin gerir fyrirtækjum og stofnunum á alþjóðavísu kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttis og fjölbreytni, setja mælanleg markmið og innleiða örfræðslu fyrir starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir. Viðskipti innlent 27.10.2022 11:22
Íslenskan stundum hamlandi: „Leiðtogi er einstaklingur en ekki starfsheiti“ „Leiðtogi er einstaklingur en ekki starfsheiti. Við erum í raun öll leiðtogar; getum verið leiðtogar í eigin starfi, leiðtogar í okkar lífi og svo framvegis,“ segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus. Atvinnulíf 27.10.2022 07:00
Erum við hætt að skilja sum starfsheiti? Veistu hvað Partner Success Manager gerir? En Global Engagment & Cultural Manager? Hvað gerir sá sem er titlaður Leiðtogi? Atvinnulíf 26.10.2022 07:00
Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. Atvinnulíf 12.10.2022 07:00
Stjórnvöld verða að fara að hlusta og atvinnulífið að verða háværara „Við þurfum að taka meira pláss og verða háværari. Það er hreinlega orðið aðkallandi fyrir atvinnulífið að menntastefnan og þarfir atvinnulífsins fari að falla betur saman,“ segir Hildur Elín Vignir stjórnarkona í Mannauði, félags mannauðsfólks á Íslandi. Atvinnulíf 6.10.2022 07:00
Þurfum að breyta stjórnun og skipulagi til að halda í rétta starfsfólkið „Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Atvinnulíf 5.10.2022 07:02
„Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Atvinnulíf 29.9.2022 07:01
Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. Atvinnulíf 28.9.2022 07:00
Starfsánægja: Vandinn vex þegar „hveitibrauðsdögunum“ er lokið Flestir starfsmenn eru ánægðir í starfinu sínu og það á þá helst við um smærri fyrirtæki. Sambandið við yfirmanninn skiptir mestu máli þegar spurt er um starfsánægju og margir vinnustaðir eiga erfitt með að halda starfsfólki ánægðu eftir að nýjabrumið í nýju starfi er farið. Atvinnulíf 23.9.2022 07:00
Svansvottuð vinnuaðstaða ekki aðeins möguleg í nýbyggingum Fólk er almennt farið að þekkja ágætlega Svansvottaðar hreinlætis- og hreinsivörur, hótel og veitingastaði og fleira en síðustu misseri hefur það færst í vöxt að við séum að heyra um Svansvottaðar byggingar. Miðbærinn í Selfossi er gott dæmi um viðamikið byggingaverkefni þar sem hver einasta skrúfa er Svansvottuð og allt byggt með umhverfissjónarmið í huga. Atvinnulíf 21.9.2022 07:00
„Þá segir Jói: Veistu, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt!“ „Ég man þegar að við tókum við rekstri Rush Trampólín garðsins að þá var eitt það fyrsta sem starfsfólkið spurði okkur „Þýðir það þá að við fáum Pétur Jóhann til okkar líka?““ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna um hversu vel starf Péturs Jóhanns Sigfússonar í hlutverki Móralska er að mælast hjá starfsfólki. Atvinnulíf 16.9.2022 07:01
BYKO einn af eftirsóknarverðustu vinnustöðum Evrópu BYKO hlaut á dögunum viðurkenningu sem einn af eftirsóknarverðustu vinnustöðum í Evrópu í hópi meðalstórra fyrirtækja. Tölvuleikjafyrirtækið CCP hlaut einnig viðurkenningu í sama flokki, og auglýsingastofan Sahara hlaut viðurkenningu í hópi lítilla fyrirtækja. Samstarf 13.9.2022 12:55
Starfsfólk andlega þreyttara í blönduðu fyrirkomulagi Fjarvinna er komin til að vera, það er öllum ljóst. Hins vegar eru vísbendingar um að mögulega þurfi að skoða betur það fyrirkomulag sem almennt er kallað „blandað" (e. hybrid). Atvinnulíf 10.8.2022 07:00
Staðreynd að margt starfsfólk upplifir þunglyndi eftir sumarfrí Rannsóknir hafa sýnt að fólk er mun ánægðara áður en það fer í frí í samanburði við þegar fríinu lýkur. Sem gæti hljómað skringilega því það er einmitt eftir frí sem við eigum að vera svo úthvíld og endurnærð. Atvinnulíf 3.8.2022 08:01
Árangursríkustu leiðtogarnir og ánægja starfsfólks Áskoranir fólks í leiðtoga- og stjórnendastöðum hafa aldrei verið jafn miklar og nú og hafa jafnvel tekið stakkaskiptum í kjölfar heimsfaraldurs. Atvinnulíf 27.7.2022 08:01
Aldrei verið mikilvægara að huga að okkar mikilvægustu auðlind, mannauðnum „Ef fólki líður vel í vinnunni og það upplifir öryggi og traust líður því svo miklu betur, skilar betra starfi sem skilar sér svo bæði inná heimili þeirra og út í allt samfélagið.“ Segir Auður Þórhallsdóttir, mannauðsstjóri VIRK. Samstarf 14.7.2022 09:44
Þurfum að fara varlega í að halda að við séum best „Landslagið á Íslandi hefur breyst mikið síðustu árin og nú eru um 15% þjóðarinnar íbúar af erlendum uppruna. Samt erum við ekki að ræða nógu mikið um kynþátt, þjóðerni eða stöðu innflytjenda og tungumálið hefur ekki fylgt eftir þessum breytingum,“ segir Charlotte Biering hjá Marel. Atvinnulíf 4.7.2022 07:01
Starfsfólki tryggt aðgengi að sálfræðingum með lágmarksbiðtíma Það á að vera gaman í vinnunni, sveigjanleikinn á að vera mikill, jafnrétti, fjölbreytileiki og síðast en ekki síst góð andleg heilsa. Atvinnulíf 20.6.2022 07:01
Stóra uppsögnin: 46 prósent starfsfólks opið fyrir nýrri vinnu „Nýjasta mælingin okkar sýnir að 46% starfandi eru annað hvort í virki atvinnuleit eða opin fyrir tækifærum. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta eru niðurstöður starfandi fólks 25-64 ára sem við gerðum núna í maí,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. Atvinnulíf 8.6.2022 07:00
„Mannauðurinn er hjarta vinnustaðarins“ Vala Magnúsdóttir hefur starfað sem deildarstjóri reksturs og þjónustu hjá Borgarsögusafni í nær átta ár. Samstarf 7.6.2022 09:11
Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. Atvinnulíf 1.6.2022 07:01
Bein útsending: Viðskiptaþing sett með áherslu á sviptivinda á vinnumarkaði Viðskiptaþing 2022 fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag en yfirskrift þingsins að þessu sinni er Tímarnir breytast og vinnan með - Vatnaskil á vinnumarkaði. Hefst dagskráin klukkan 13:30 en þingsetning, ávarp forsætisráðherra og ávarp formanns Mannauðs verða send út í opnu streymi. Viðskipti innlent 20.5.2022 13:01
„Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. Atvinnulíf 20.5.2022 07:00