Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar

Níu af hverjum tíu bílum sem keyptir voru nýir í Noregi í fyrra voru rafmagnsbílar. Markmið Norðmanna er að selja eingöngu rafmagnsbíla á árinu sem er að hefjast. Formaður sambands rafmagnsbílaeigenda segir Noreg verða fyrsta ríki heimsins til að ná því markmiði að nýskrá eingöngu rafmagnsbíla.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ævin­týrið heldur á­fram með Discovery!

Það hafa margir skaflar verið sigraðir, vöð farin og slóðar uppgötvaðir síðan Discovery fór í fyrstu ævintýraferðirnar á Íslandi fyrir 35 árum. Allar götur síðan hefur hann verið draumajeppinn fyrir ævintýragjarnar fjölskyldur sem þurfa gott pláss, góða dráttargetu ásamt lúxus og þægindum í akstri. Við hittum Karl S. Óskarsson, sölustjóra, og fengum hann til að sýna okkur þennan reynslubolta og helstu nýjungarnar sem hann státar af.

Samstarf
Fréttamynd

Svif­ryksmengun í borginni í dag og næstu daga

Styrkur svifryks sem kemur frá bílaumferð hefur mælst hár á nokkrum stöðum í Reykjavík í dag. Búast má við áframhaldandi loftmengun næstu daga vegna umferðar, kulda og þurrks og eru borgarbúar hvattir til að draga úr notkun einkabíla.

Innlent
Fréttamynd

EX90 sló í gegn á frum­sýningu hjá Brimborg

Fjölmenni mætti í Brimborg á fimmtudaginn þegar Volvo EX90 var kynntur með pompi og prakt en þessa sjö manna rafjeppa hefur verið beðið með eftirvæntingu. Nú er hægt að reynsluaka þessum bíl og upplifa lúxusinn.

Samstarf
Fréttamynd

Búið að draga tennurnar úr jagúarnum

Nýtt lógó breska lúxusbílaframleiðandans Jaguar markar ákveðna stefnubreytingu hjá félaginu að sögn eiganda vörumerkjastofu. Merkið er umdeilt en með breytingunni séu vígtennurnar dregnar úr jagúarnum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ný út­gáfa af konungi jeppans kominn til landsins

Það var enginn venjulegur dagur fyrir bílaáhugafólk hérlendis þegar Toyota á Íslandi frumsýndi með formlegum hætti Land Cruiser 250, laugardaginn 26. október. Fjöldi fólks fékk að prufukeyra tryllitækið og margar pantanir bárust þann daginn en bíllinn var til sýnis í Kauptúni, í Reykjanesbæ, á Akureyri og á Selfossi.

Samstarf
Fréttamynd

Sam­þykktu að strætó stoppi við Egils­staða­flug­völl

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings samþykktu einum rómi að strætó skuli stoppa við Egilsstaðaflugvöll á fundi sínum á mánudag. Óánægja á meðal bíleigenda blossaði upp eftir að byrjað var að rukka fyrir bílastæði við flugvöllinn fyrr á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot

Brimborg kynnir glænýjan Peugeot E-5008 sjö sæta rafbíl með framúrskarandi drægni, miklum hleðsluhraða, nýrri kynslóð af Panoramic i-Cockpit innra rými, ríkulegum búnaði og víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum ásamt 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

Samstarf
Fréttamynd

Kom verð­mætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott

Irmý Rós Þorsteinsdóttir, starfsmaður Landsbankans, varð fyrir óheppilegu atviki í gær þegar hún kom verðmætum sem hún hafði keypt í versluninni Módern í Faxafeni fyrir í bíl sem var ekki í hennar eigu. Þegar hún snéri aftur í bifreið sína áttaði hún sig á misskilningnum en þá var hin bifreiðin horfin á brott.

Innlent
Fréttamynd

Ó­á­byrgt að af­skrifa kíló­metra­gjaldið

Þingmaður Vinstri grænna og meðlimur í fjárlaganefnd segir óábyrgt af formanni nefndarinnar að lýsa yfir því að honum þyki það ólíklegt að frumvarp um kílómetragjald nái í gegn fyrir kosningar. Umræðu um málið sé hvergi nærri lokið.

Neytendur
Fréttamynd

Land Cru­iser 250: Frum­sýning á laugar­dag

Á morgun, laugardaginn 26. október, er stór dagur hjá jeppaáhugafólki og öðrum unnendum góðra bíla því þá verður nýr Land Cruiser 250 frumsýndur kl. 12 – 16 hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Selfossi og Akureyri.

Samstarf
Fréttamynd

Hefur sett saman um 100 módelbíla í Hvera­gerði

Það allra skemmtilegasta sem fimmtugur málarameistari í Hveragerði gerir er að setja saman módelbíla en hann á um eitt hundrað slíka bíla. Bronco, Land Rover og Scania vörubílar eru í mestu uppáhaldi hjá bílaáhugamanninum.

Innlent