Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar 14. janúar 2025 10:31 Jaa, við skulum skoða það. Um áramótin 2023/2024 voru nokkrar breytingar gerðar á ívilnana- og gjaldakerfi sem snéru að nýskráningu og notkun rafbíla. Ívilnanir færðust úr því að rafbílar voru undanþegnir virðisaukaskatti upp á allt að 1.360 þús. kr. í fastan 900 þús. kr. styrk á hvern rafbíl óháð verði. Rafbílar yfir 10 m.kr. voru og eru þó ekki styrkhæfir. Að auki bættust við 5% vörugjöld á rafbíla og kílómetragjald á sama tíma. Umræða hefur farið af stað um meint áhrif þessara breytinga og hrun í sölu rafbíla. Hvert er markmiðið? Eitt meginmarkmiða með því að styrkja kaup á rafbílum er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en stjórnvöld hafa sett sér háleit markmið í þeim efnum. Það má þó segja að besta leiðin til að draga úr losun í vegasamgöngum er að fækka eknum kílómetrum knúnum jarðefnaeldsneyti. Ódýrasta leiðin til þess er auðvitað breyttar ferðavenjur eins og hjólreiðar, ganga og almenningssamgöngur þ.e. að fækka hreinlega eknum kílómetrum. Ásamt því þarf að fækka jafnt og þétt ökutækjum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Mikilvægast er að draga úr nýskráningum glænýrra bensín- og dísilbíla sem verða á vegum landsins í 10–20 ár frá nýskráningu. Því mætti telja að eitt helsta verkefnið sé að fækka slíkum ökutækjum frekar en að fjölga rafbílum, þó það sé vissulega samhengi þarna á milli að einhverju leiti. Hverjir kaupa bensín og dísilbíla? Ef við lítum á nýskráningar allra fólksbíla frá árinu 2015 hafa þær verið nokkuð sveiflukenndar. Allt frá 11 þús. ökutækjum í 25 þús. ökutæki á ári. Helst spilar þar inn í umsvif í ferðaþjónustu og stöðu efnahagsmála hverju sinni. Skýrasta þróunin er fækkun á nýskráningum ökutækja sem ganga eingöngu fyrir jarðefnaeldsneyti. Næst er það aukningin í nýskráningum raf- og tengiltvinnbíla á kostnað þeirra fyrrnefndu. Ökutækjaleigur hafa verið stórtækar á þessum markaði til að uppfylla eftirspurn ferðamanna. Ökutækjaleigur kaupa um 30-50% nýskráðra fólksbíla á ári hverju sem er jafnvel einsdæmi í heiminum. Á árinu 2024 keyptu ökutækjaleigur um 45% allra nýskráðra fólksbíla. Sama ár voru 65% af nýskráðum bensín og dísilfólksbílum keyptir af ökutækjaleigum. Huga verður sérstaklega að því að flýta orkuskiptum í þessum geira. Hvaða bílum er að fækka? Ef við reynum þá að svara spurningunni hvort sala á rafbílum hafi hrunið má segja að hún hafi vissulega dregist saman árið 2024 en það gerði líka sala á fólksbílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Því má segja að eitt helsta verkefnið sem er að takmarka fjölda ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti gangi ágætlega. Nýskráningar þeirra voru færri árið 2024 en árið á undan sem var metár í sölu rafbíla. Heimili og fyrirtæki hafa almennt staðið sig vel þegar kemur að rafvæðingunni en betur má ef duga skal. Stór hluti fólksbíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti eru nýskráðir af ökutækjaleigum. Snúa þarf þeirri þróun hratt og örugglega með vel útfærðum hvötum og samhliða byggja upp traust ferðamanna á að innviðir séu til staðar og hið eina rétta sé að aka um Ísland á eins umhverfisvænan máta og hægt er. Olíunotkun í vegsamgöngum dregst saman Umhverfis- og orkustofnun birtir bráðabirgðagögn um mánaðarlega sölu eldsneytis í helstu notkunarflokkum, sjá hlekk hér að neðan. Í þeim gögnum sést að það stefnir í minni notkun jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum árið 2024 en árið á undan. Það er jákvæð þróun sem var ekki sjálfgefin í ljósi aukinna umsvifa eftir heimsfaraldurinn. Hana má að mestu rekja til fækkunar á bensín og dísilbílum í flota landsmanna. Hlekkur á mánaðargögn: https://orkustofnun.is/orkuskipti/eldsneytisnotkun/eldsneytistolur/vegasamgongur Höfundur er teymisstjóri orkuskipta og orkunýtni hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vistvænir bílar Bílar Bensín og olía Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Jaa, við skulum skoða það. Um áramótin 2023/2024 voru nokkrar breytingar gerðar á ívilnana- og gjaldakerfi sem snéru að nýskráningu og notkun rafbíla. Ívilnanir færðust úr því að rafbílar voru undanþegnir virðisaukaskatti upp á allt að 1.360 þús. kr. í fastan 900 þús. kr. styrk á hvern rafbíl óháð verði. Rafbílar yfir 10 m.kr. voru og eru þó ekki styrkhæfir. Að auki bættust við 5% vörugjöld á rafbíla og kílómetragjald á sama tíma. Umræða hefur farið af stað um meint áhrif þessara breytinga og hrun í sölu rafbíla. Hvert er markmiðið? Eitt meginmarkmiða með því að styrkja kaup á rafbílum er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en stjórnvöld hafa sett sér háleit markmið í þeim efnum. Það má þó segja að besta leiðin til að draga úr losun í vegasamgöngum er að fækka eknum kílómetrum knúnum jarðefnaeldsneyti. Ódýrasta leiðin til þess er auðvitað breyttar ferðavenjur eins og hjólreiðar, ganga og almenningssamgöngur þ.e. að fækka hreinlega eknum kílómetrum. Ásamt því þarf að fækka jafnt og þétt ökutækjum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Mikilvægast er að draga úr nýskráningum glænýrra bensín- og dísilbíla sem verða á vegum landsins í 10–20 ár frá nýskráningu. Því mætti telja að eitt helsta verkefnið sé að fækka slíkum ökutækjum frekar en að fjölga rafbílum, þó það sé vissulega samhengi þarna á milli að einhverju leiti. Hverjir kaupa bensín og dísilbíla? Ef við lítum á nýskráningar allra fólksbíla frá árinu 2015 hafa þær verið nokkuð sveiflukenndar. Allt frá 11 þús. ökutækjum í 25 þús. ökutæki á ári. Helst spilar þar inn í umsvif í ferðaþjónustu og stöðu efnahagsmála hverju sinni. Skýrasta þróunin er fækkun á nýskráningum ökutækja sem ganga eingöngu fyrir jarðefnaeldsneyti. Næst er það aukningin í nýskráningum raf- og tengiltvinnbíla á kostnað þeirra fyrrnefndu. Ökutækjaleigur hafa verið stórtækar á þessum markaði til að uppfylla eftirspurn ferðamanna. Ökutækjaleigur kaupa um 30-50% nýskráðra fólksbíla á ári hverju sem er jafnvel einsdæmi í heiminum. Á árinu 2024 keyptu ökutækjaleigur um 45% allra nýskráðra fólksbíla. Sama ár voru 65% af nýskráðum bensín og dísilfólksbílum keyptir af ökutækjaleigum. Huga verður sérstaklega að því að flýta orkuskiptum í þessum geira. Hvaða bílum er að fækka? Ef við reynum þá að svara spurningunni hvort sala á rafbílum hafi hrunið má segja að hún hafi vissulega dregist saman árið 2024 en það gerði líka sala á fólksbílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Því má segja að eitt helsta verkefnið sem er að takmarka fjölda ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti gangi ágætlega. Nýskráningar þeirra voru færri árið 2024 en árið á undan sem var metár í sölu rafbíla. Heimili og fyrirtæki hafa almennt staðið sig vel þegar kemur að rafvæðingunni en betur má ef duga skal. Stór hluti fólksbíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti eru nýskráðir af ökutækjaleigum. Snúa þarf þeirri þróun hratt og örugglega með vel útfærðum hvötum og samhliða byggja upp traust ferðamanna á að innviðir séu til staðar og hið eina rétta sé að aka um Ísland á eins umhverfisvænan máta og hægt er. Olíunotkun í vegsamgöngum dregst saman Umhverfis- og orkustofnun birtir bráðabirgðagögn um mánaðarlega sölu eldsneytis í helstu notkunarflokkum, sjá hlekk hér að neðan. Í þeim gögnum sést að það stefnir í minni notkun jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum árið 2024 en árið á undan. Það er jákvæð þróun sem var ekki sjálfgefin í ljósi aukinna umsvifa eftir heimsfaraldurinn. Hana má að mestu rekja til fækkunar á bensín og dísilbílum í flota landsmanna. Hlekkur á mánaðargögn: https://orkustofnun.is/orkuskipti/eldsneytisnotkun/eldsneytistolur/vegasamgongur Höfundur er teymisstjóri orkuskipta og orkunýtni hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar