Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Ríkið fær sitt

Núverandi ástand minnir óþæglileg á ástandið í efnahagsmálum hrunárið 2008 og árin þar á eftir.

Skoðun
Fréttamynd

Forsætisráðherra og geðheilbrigði fanga í Víglínunni

Forsætisráðherra segir algerlega nauðsynlegt að hafa Alþingi með í ráðum við þær aðstæður sem nú ríki þótt það sé í hægagangi þessar vikurnar vegna kórónufaraldursins. Ný stofnsett geðheilbrigisþjónusta við fanga tekst á við vandamál þeirra við erfiðar aðstæður þessa dagana.

Innlent
Fréttamynd

Styttist í að ræða þurfi beina styrki við fyrirtæki að mati Bjarna

Fjármálaráðherra segir að það styttist í að skoða verði beinan fjárstuðning ríkissjóðs við fyrirtæki í landinu ef þau eigi ekki að leggja upp laupana. Hann telji ólíklegt að öll brúarlán bankanna til fyrirtækja með ríkisábyrgð muni innheimtast. Krísan verði lengri en menn voru að vona.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarp um takmarkanir á landareign lagt fram

Frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag er ætlað að skýra reglur og takmarkanir á jarðakaupum. Einnig er kveðið á um skráningu upplýsinga um kaupverð og eigendur.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin bætir við sig miklu fylgi

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ekki notið meira fylgis frá því í apríl 2018 þegar fimm mánuðir voru frá myndun hennar. Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn miss fylgi frá síðustu könnun en stuðningur við aðra flokka stendur í stað samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup.

Innlent
Fréttamynd

Flugstöð og varaflugvellir

Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á að efla og fjárfesta í innviðum samfélagsins. Nú á að gera enn betur og hefja sérstakt 15 milljarða króna flýtifjárfestingarátak sem kynnt var í Hörpu sl. laugardag.

Skoðun