Annar aðgerðarpakki stjórnvalda mun snúa að fólki og heimilum Jóhann K. Jóhannsson og Andri Eysteinsson skrifa 11. apríl 2020 12:45 Ásmundur Einar Daðason er félags- og barnamálaráðherra. Vísir/Baldur Annar aðgerðapakki stjórnvalda til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins mun lúta að heimilum og fólki að sögn félagsmálaráðherra. Hann gerir ráð fyrir að atvinnuleysissjóður muni greiða út fimmtíu til sextíu milljarða í bætur á þessu ári. Fleiri en þrjátíu þúsund hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Tólf þúsund af þeim koma úr ferðaþjónustu og sex þúsund úr verslun og þjónustu. Stjórnvöld hafa þegar brugðist við með 230 milljarða króna aðgerðapakka til að styðja við fyrirtæki og atvinnulíf en Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni, að gangi svartsýnustu spár eftir megi gera ráð fyrir mesta samdrætti hér á landi í heila öld. „Við erum að vinna með þær tölur núna að það verða eina tekjur af ferðaþjónustu í apríl. Engar í maí og mjög litlar í júní og við þær aðstæður þá auðvitað kreppir að,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Hann segir vinnu stjórnvalda fyrir annan aðgerðarpakka í fullum gangi og gera megi ráð fyrir að hann verði kynntur eftir páska. „Ég og menntamálaráðherra settum af stað vinnu nú í vikunni sem að miðar að því að skoða úrræði fyrir námsmenn í sumar og líka stöðu námsmanna almennt á vinnumarkaði. Við erum að skoða frekari úrræði með sveitarfélögunum og vinna að því með hvaða hætti við getum gripið til vinnumarkaðsaðgerða hvað það snertir. Við eigum við á því að við munum þurfa að grípa til róttækra aðgerða enda nokkuð ljóst að atvinnuleysistryggingasjóður fer í það að greiða út á þessu ári, ef ekkert breytist, 50-60 milljarða í atvinnuleysisbætur.“ Sem er um það bil 35-40% meira en gert var ráð fyrir á þessu ári. „Við munum núna koma með pakka eftir páska sem að snýr að ýmsum úrræðum þegar það kemur að fólki og fjölskyldum en síðan í framhaldinu munum við vinna frekari vinnumarkaðsaðgerðir þegar að við sjáum aðeins hvernig gengur að aflétta þeim hömlum sem hafa verið á íslensku samfélagi.“ „Eftir því sem þetta dregst á langinn að þá þarf auðvitað víðtækari aðgerðir í félagslegum skilningi. Ég hef lagt áherslu á það að það er mikilvægt að hjálpa fyrirtækjum en þá verðum við að gera það sama fyrir fólkið og fjölskyldurnar. Fólkið og fjölskyldurnar eru í sömu stöðu eftir því sem þetta dregst á langinn, varðandi tekjuleysi. Varðandi afkomu sína. Varðandi hræðslu við að missa sínar eignir og svo framvegis og við ætlum okkur einfaldlega að reyna að grípa sem flesta í þeim vikum og mánuðum sem fram undan eru,“sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Annar aðgerðapakki stjórnvalda til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins mun lúta að heimilum og fólki að sögn félagsmálaráðherra. Hann gerir ráð fyrir að atvinnuleysissjóður muni greiða út fimmtíu til sextíu milljarða í bætur á þessu ári. Fleiri en þrjátíu þúsund hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Tólf þúsund af þeim koma úr ferðaþjónustu og sex þúsund úr verslun og þjónustu. Stjórnvöld hafa þegar brugðist við með 230 milljarða króna aðgerðapakka til að styðja við fyrirtæki og atvinnulíf en Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni, að gangi svartsýnustu spár eftir megi gera ráð fyrir mesta samdrætti hér á landi í heila öld. „Við erum að vinna með þær tölur núna að það verða eina tekjur af ferðaþjónustu í apríl. Engar í maí og mjög litlar í júní og við þær aðstæður þá auðvitað kreppir að,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Hann segir vinnu stjórnvalda fyrir annan aðgerðarpakka í fullum gangi og gera megi ráð fyrir að hann verði kynntur eftir páska. „Ég og menntamálaráðherra settum af stað vinnu nú í vikunni sem að miðar að því að skoða úrræði fyrir námsmenn í sumar og líka stöðu námsmanna almennt á vinnumarkaði. Við erum að skoða frekari úrræði með sveitarfélögunum og vinna að því með hvaða hætti við getum gripið til vinnumarkaðsaðgerða hvað það snertir. Við eigum við á því að við munum þurfa að grípa til róttækra aðgerða enda nokkuð ljóst að atvinnuleysistryggingasjóður fer í það að greiða út á þessu ári, ef ekkert breytist, 50-60 milljarða í atvinnuleysisbætur.“ Sem er um það bil 35-40% meira en gert var ráð fyrir á þessu ári. „Við munum núna koma með pakka eftir páska sem að snýr að ýmsum úrræðum þegar það kemur að fólki og fjölskyldum en síðan í framhaldinu munum við vinna frekari vinnumarkaðsaðgerðir þegar að við sjáum aðeins hvernig gengur að aflétta þeim hömlum sem hafa verið á íslensku samfélagi.“ „Eftir því sem þetta dregst á langinn að þá þarf auðvitað víðtækari aðgerðir í félagslegum skilningi. Ég hef lagt áherslu á það að það er mikilvægt að hjálpa fyrirtækjum en þá verðum við að gera það sama fyrir fólkið og fjölskyldurnar. Fólkið og fjölskyldurnar eru í sömu stöðu eftir því sem þetta dregst á langinn, varðandi tekjuleysi. Varðandi afkomu sína. Varðandi hræðslu við að missa sínar eignir og svo framvegis og við ætlum okkur einfaldlega að reyna að grípa sem flesta í þeim vikum og mánuðum sem fram undan eru,“sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.
Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira