Fimm frumvörp og upplýsingaóreiða Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2020 13:07 Stjórnarandstaðan telur að ríkisstjórnin geti gert betur í að styðja við heimilin og nýsköpun í þeim frumvörpum sem nú eru rædd á Alþingi og öll tengjast viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveirunni. Stöð 2/Sigurjón Fimm stjórnarfrumvörp sem tengjast þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin kynnti í gær vegan kórónuveirufaraldurins verða til umræða á Alþingi í dag. Formaður Miðflokksins undrast að þjóðaröryggisráð hafi áhyggjur af upplýsingaóreiðu um þessar mundir. Stefnt er að því að ljúka fyrstu umræðu um öll frumvörpin á Alþingi í dag og koma þeim til nefnda en lokaafgreiðsla og atkvæðagreiðslur fari fram eftir helgi. Þetta eru frumvörp um fjáraukalög, um fjárstuðning til minni rekstraraðila, frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum vegna kórónufaraldursins, um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun og matvælasjóð. Auk þess kemur þingsályktunartillaga frá Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinnar um aðgerðir í þágu atvinnulausra til umræðu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins undraðist það í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að á sama tíma og glímt væri við kórónuveirufaraldurinn þar sem daglegar upplýsingar almannavarna og heilbrigðisyfirvalda væru mjög góðar hefði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra áhyggjur af upplýsingaóreiðu. Þjóðaröryggisráð Bretlands og annarra ríkja funduðu daglega um faraldurinn en lítið færi fyrir fundum ráðsins hér. „Mér skilst að íslenska þjóðaröryggisráðið hafi ekki fundað til að ræða málið. En þó ákveðið núna að stofna vinnuhóp til að kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við Covid19,” sagði Sigmundur Davíð og vildi fá að vita hvað forsætisráðherra væri að leggja til með stofnun nefndar til að fylgjast með umræðu um kórónuveirufaraldurinn. „Varla á að fara að ritskoða íslenska fjölmiðla. Er þá ætlunin að reyna að fylgjast með Netinu og leiðrétta allt það bull sem kynni að finnast þar? Þetta finnst mér afar sérkennilegt,” sagði formaður Miðflokksins. Forsætisráðherra sagði þjóðaröryggisráð hafa fundað um kórónuveirufaraldurinn og ekki stæði til að innleiða ritskoðun á íslenskum fjölmiðlum. Upplýsingaóreiða væri til umræðu hjá fjölda þjóða. „Er eðlilegt að við tökum þátt í því alþjóðlega samtali og kortleggjum hvernig þessu er háttað á Íslandi? Já. Er eðlilegt að það sé gert á vettvangi þjóðaröryggisráðs? Það tel ég vera. Er þetta nýtt umfjöllunarefni? Nei,” sagði Katrín Jakobsdóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Ekkert minnst á heimilin í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar Félagsmálaráðherra segir að aðgerðir í húsnæðismálum og til að tryggja heimilin í landinu verði kynnt í næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Hann reiknar með því að allt að tuttugu og fimm prósent vinnumarkaðarins komi, með einum eða örðum hætti, inn í atvinnuleysisbótakerfið þegar mest verður. 22. apríl 2020 12:00 Frestun á skattgreiðslum er varasamt sprengjusvæði Gott og vel - til að mæta áföllum vegna kórónuveirunnar bauð ríkisstjórnin fyrirtækjum að fresta því fram í janúar á næsta ári að skila staðgreiðsluskatti á allt að þremur greiðslum ásamt því að fresta skilum á virðisaukaskatti án sérstakrar álagningar. 22. apríl 2020 10:15 Seðlabankinn hefur skuldabréfakaupin í maí Kaup bankans á öðrum ársfjórðungi geta numið allt að 20 milljörðum króna. 22. apríl 2020 09:12 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Fimm stjórnarfrumvörp sem tengjast þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin kynnti í gær vegan kórónuveirufaraldurins verða til umræða á Alþingi í dag. Formaður Miðflokksins undrast að þjóðaröryggisráð hafi áhyggjur af upplýsingaóreiðu um þessar mundir. Stefnt er að því að ljúka fyrstu umræðu um öll frumvörpin á Alþingi í dag og koma þeim til nefnda en lokaafgreiðsla og atkvæðagreiðslur fari fram eftir helgi. Þetta eru frumvörp um fjáraukalög, um fjárstuðning til minni rekstraraðila, frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum vegna kórónufaraldursins, um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun og matvælasjóð. Auk þess kemur þingsályktunartillaga frá Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinnar um aðgerðir í þágu atvinnulausra til umræðu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins undraðist það í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að á sama tíma og glímt væri við kórónuveirufaraldurinn þar sem daglegar upplýsingar almannavarna og heilbrigðisyfirvalda væru mjög góðar hefði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra áhyggjur af upplýsingaóreiðu. Þjóðaröryggisráð Bretlands og annarra ríkja funduðu daglega um faraldurinn en lítið færi fyrir fundum ráðsins hér. „Mér skilst að íslenska þjóðaröryggisráðið hafi ekki fundað til að ræða málið. En þó ákveðið núna að stofna vinnuhóp til að kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við Covid19,” sagði Sigmundur Davíð og vildi fá að vita hvað forsætisráðherra væri að leggja til með stofnun nefndar til að fylgjast með umræðu um kórónuveirufaraldurinn. „Varla á að fara að ritskoða íslenska fjölmiðla. Er þá ætlunin að reyna að fylgjast með Netinu og leiðrétta allt það bull sem kynni að finnast þar? Þetta finnst mér afar sérkennilegt,” sagði formaður Miðflokksins. Forsætisráðherra sagði þjóðaröryggisráð hafa fundað um kórónuveirufaraldurinn og ekki stæði til að innleiða ritskoðun á íslenskum fjölmiðlum. Upplýsingaóreiða væri til umræðu hjá fjölda þjóða. „Er eðlilegt að við tökum þátt í því alþjóðlega samtali og kortleggjum hvernig þessu er háttað á Íslandi? Já. Er eðlilegt að það sé gert á vettvangi þjóðaröryggisráðs? Það tel ég vera. Er þetta nýtt umfjöllunarefni? Nei,” sagði Katrín Jakobsdóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Ekkert minnst á heimilin í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar Félagsmálaráðherra segir að aðgerðir í húsnæðismálum og til að tryggja heimilin í landinu verði kynnt í næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Hann reiknar með því að allt að tuttugu og fimm prósent vinnumarkaðarins komi, með einum eða örðum hætti, inn í atvinnuleysisbótakerfið þegar mest verður. 22. apríl 2020 12:00 Frestun á skattgreiðslum er varasamt sprengjusvæði Gott og vel - til að mæta áföllum vegna kórónuveirunnar bauð ríkisstjórnin fyrirtækjum að fresta því fram í janúar á næsta ári að skila staðgreiðsluskatti á allt að þremur greiðslum ásamt því að fresta skilum á virðisaukaskatti án sérstakrar álagningar. 22. apríl 2020 10:15 Seðlabankinn hefur skuldabréfakaupin í maí Kaup bankans á öðrum ársfjórðungi geta numið allt að 20 milljörðum króna. 22. apríl 2020 09:12 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Ekkert minnst á heimilin í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar Félagsmálaráðherra segir að aðgerðir í húsnæðismálum og til að tryggja heimilin í landinu verði kynnt í næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Hann reiknar með því að allt að tuttugu og fimm prósent vinnumarkaðarins komi, með einum eða örðum hætti, inn í atvinnuleysisbótakerfið þegar mest verður. 22. apríl 2020 12:00
Frestun á skattgreiðslum er varasamt sprengjusvæði Gott og vel - til að mæta áföllum vegna kórónuveirunnar bauð ríkisstjórnin fyrirtækjum að fresta því fram í janúar á næsta ári að skila staðgreiðsluskatti á allt að þremur greiðslum ásamt því að fresta skilum á virðisaukaskatti án sérstakrar álagningar. 22. apríl 2020 10:15
Seðlabankinn hefur skuldabréfakaupin í maí Kaup bankans á öðrum ársfjórðungi geta numið allt að 20 milljörðum króna. 22. apríl 2020 09:12