Skoðanir

Fréttamynd

Einhvern til að elska

Ég hef aldrei kosið í alþingiskosningum. Hefur aldrei verið boðið upp á valkost sem ég felli mig við. Geri mér grein fyrir því að kosningarétturinn er mikils virði en finnst sú hugmynd að kjósa flokk, sem hefur alls kyns mál sem ég sætti mig ekki við á stefnuskránni, ógeðfelld. Það væri svona álíka og að deita mann sem ég væri ekkert skotin í, bara til að deita. Sú tilhugsun höfðar ekki til mín og ég sit heima. Tek ekki þátt í leitinni að þeim rétta.

Bakþankar
Fréttamynd

Ofurskattur á samgöngum

Á dögunum birti Capacent niðurstöður úr könnun um ferðavenjur íbúa höfuðborgarsvæðisins er gerð var á tímabilinu október til desember 2011. Könnunin er um margt athyglisverð og gefur glögga mynd af ferðamáta almennings bæði á haustmánuðum sem og í samskonar könnun er gerð var í febrúar 2002. Það sem kemur ekki á óvart er að liðlega 76% aðspurðra sinna sínum daglegu erindum á einkabílnum.

Skoðun
Fréttamynd

Ótal tækifæri

Sjö fyrirtæki sem eru beint eða óbeint, að hluta eða í heild í eigu Landsbankans verða skráð í Kauphöll Íslands á næstu misserum, eins og Fréttablaðið sagði frá í gær. Þá hefur Steinþór Pálsson, forstjóri bankans, sagt að hugsanlegt sé að bankinn sjálfur verði skráður á markað á þessu ári og þá væntanlega minnihluti í honum seldur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þjóð of heimsk fyrir lýðræðið

Áberandi er andstaða stjórnarandstöðunnar við frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár. Einnig margra fræðimanna sem vara við að það fari óbreytt í þjóðaratkvæði. Afdráttarlaust er nýja stjórnarskráin sögð of flókin eða hrein tilraunastarfsemi. Lítum á dæmi.

Skoðun
Fréttamynd

Samkeppnislög skipta miklu máli á flugmarkaði

Þann 9. febrúar sl. féll dómur í Hæstarétti Íslands þar sem staðfest er að Icelandair hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á flugleiðinni milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar. Var félagið dæmt til að greiða 80 m.kr. í sektir. Um var að ræða kynningu og sölu á svokölluðum Netsmellum, sem stóðu viðskiptavinum Icelandair til boða á árinu 2004. Héraðsdómur hafði áður staðfest niðurstöðu samkeppnisyfirvalda um brot Icelandair en fellt niður sektir.

Skoðun
Fréttamynd

Ónóg vernd gegn mismunun

Í fjórðu skýrslu ECRI um Ísland, sem kom út í vikunni, kemur fram að ECRI telur að 65. grein stjórnarskrárinnar veiti ekki fullnægjandi vernd gegn mismunun og hvetur Ísland til þess að samþykkja samningsviðauka númer 12 við mannréttindasáttmála Evrópu sem bannar mismunun af hálfu „hvers konar opinbers yfirvalds af nokkurri ástæðu“. Að dómi ECRI ættu yfirvöld sem vilja í raun og veru útrýma hvers kyns mismunun (t.d. launamisrétti kynja) að samþykkja samningsviðaukann ekki síðar en í gær.

Skoðun
Fréttamynd

Skráargatið

Flestir eru sammála um að heilsan er ein aðalforsenda góðra lífsgæða. Ánægjulegt er að fylgjast með því hve áhugi á lýðheilsumálum vex á Íslandi. Æ fleiri íhuga mataræði sitt og reyna að velja hollar matvörur. Líkamsrækt í einhverju formi er líka að verða eðlilegur þáttur daglegs lífs. Stjórnvöld hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að bæta lýðheilsu. Á síðasta ári var samþykkt að takmarka hlutfall leyfilegs magns transfitusýra í mat. Neytendur geta því nú gengið að því vísu að transfitusýrur í mat séu ekki meira en 2% af fitumagni vörunnar. Ísland er annað landið í heiminum sem samþykkti slíkt, Danmörk var fyrst.

Skoðun
Fréttamynd

Ég þekki ekki stjórnarskrána

Bessaleyfi skal tekið hér í upphafi pistilsins og það fullyrt að fyrir fimm árum hafi varla nokkur einasti ólöglærður Íslendingur þekkt innihald stjórnarskrár íslenska lýðveldisins. Jú mann rámar í að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn en ekki meira en það. Og hvað þýðir þingbundin stjórn? Og hvar kemur forsetinn inn í þetta? Hvar er hann í þingbundnu stjórninni sem á að ráða? Sjálfur þjóðkjörinn höfðinginn?

Bakþankar
Fréttamynd

Hvað næst?

Flestir eru sammála um að tímabært sé að þjóðin eignist nýja og frumsamda stjórnarskrá. Sú sem staðið hefur lítið breytt frá stofnun lýðveldisins er, auk þess að vera gömul, aðlöguð útgáfa af þeirri stjórnarskrá sem gilti í Danmörku um miðjan fimmta áratug síðustu aldar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað tefur, Ögmundur?

Í nýjasta hefti Læknablaðsins er einkar áhugaverð grein eftir Þórodd Bjarnason og Svein Arnarsson um hættulegustu vegarkafla landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Staða lánþega er skýr

Það er eitt atriði í nýföllnum vaxtadómi sem skiptir öllu máli varðandi túlkun á heildarniðurstöðunni.

Skoðun
Fréttamynd

Unglingar í Reykjavík eiga það besta skilið

Unglingar í Reykjavík sýna okkur á hverjum degi hvað þeir eru frábærir. Þeir bæta sig í námi ár frá ári, þeir eru skapandi og meðvitaðir. Þeir segja nei við vímugjöfum og vekja athygli um heim allan fyrir stöðugar framfarir þegar kemur að heilbrigðu líferni. Þeir eru langflestir í skipulögðu frístundastarfi utan skóla. Unglingar í Reykjavík eiga skilið bestu hugsanlegu tækifæri til náms og félagsstarfs. Það er okkar að tryggja það.

Skoðun
Fréttamynd

Hverjir mega stela?

Síðastliðinn fimmtudag birtist í Fréttablaðinu grein eftir Helga Jóhannesson hæstaréttarlögmann. Þar ræðir hann ástandið í samfélaginu og er mikið niðri fyrir sem skiljanlegt er. Hann byrjar á því að ræða hrunið en telur að það sem gerst hafi á eftir sé að valda samfélaginu mun meira tjóni en gjaldþrot nær allra fjármálastofnana landsins og fjölda fyrirtækja.

Skoðun
Fréttamynd

Gegnheilt orðspor er ómetanlegt

Hver holskeflan af annarri hefur riðið yfir fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og einstaklinga á undanförnum vikum og mánuðum í fjölmiðlum.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðleikhúsið eða Skjár Einn?

Í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. var sagt frá því í forsíðufrétt, að haustið 2009 hafi fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lagt til „í fullri alvöru", eins og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra orðaði það, að loka Þjóðleikhúsinu til að mæta skuldum ríkissjóðs. Katrín hélt því svo fram, að ef farið hefði verið að tillögum sjóðsins, hefði það haft „gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt samfélag".

Skoðun
Fréttamynd

Sísí slekkur í sinu

Sögusviðið er Stöðvarfjörður haustið 1977. Þorpsbúar berjast við sinueld þriðja daginn í röð. Í þetta skiptið er tvísýnt hvort eldurinn nái að læsa sig í efstu húsin í þorpinu. Þeim fullorðnu er ekki skemmt en fyrir þeim yngri er þetta ævintýri, enda gera þeir sér ekki grein fyrir alvöru málsins. Þegar kvöldar tekst að ráða niðurlögum eldsins og allir ganga til síns heima. Það sem brennur á vörum allra er spurningin: Hver er það sem kveikir í?

Bakþankar
Fréttamynd

Guðríður nýtur mikils trausts

Fróðlegt hefur verið að fylgjast með atburðarás og pólitískri umræðu síðan meirihlutinn í Kópavogi sprakk á dögunum. Og ekki síst hvernig menn matreiða ástæður upphlaups síns þegar í óefni er komið. Nokkur atriði standa upp úr.

Skoðun
Fréttamynd

Sex þúsund tonn af sælgæti – Sex þúsund tonn af grænmeti

Í landskönnun á mataræði 2010 - 2011, sem Embætti landlæknis, Matvælastofnun og Háskóli Íslands kynntu nýlega kemur fram að landsmenn borða um 6 þúsund tonn af sælgæti á ári. Íslenskir grænmetisbændur sem eru í Sölufélagi garðyrkjumanna senda svipað magn, 6 þúsund tonn, af grænmeti á markaðinn árlega. Neysla á grænmeti og ávöxtum er langt frá því að ná ráðlögðum dagskammti sem er 400 grömm.

Skoðun
Fréttamynd

Alvarlegar rangfærslur Sóttvarnarlækna um eiturefni í bóluefnum

Í grein í Fréttablaðinu sem birtist þann 27. desember sl. fara þeir Haraldur Briem og Þórólfur Guðnason aftur með rangar staðhæfingar. Það getur hver sem er haft samband við efnafræðing eða lífefnafræðing og fengið þær upplýsingar strax, að innihaldsefnin í bóluefnum sem notuð eru hér eins og t.d. Aluminium phosphate/ hydroxide, Thimerosal (kvikasilfur), Formaldehyde og fleiri efni

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju læra börn ekki að lesa?

Svarið er þversagnakennt: Af því að þau lesa ekki nóg. Sökin liggur víða. Hjá skólum að því leyti að svo var um hríð að lestur var einungis sjálfstæð kennslugrein í mörgum skólum upp í 3. eða 4. bekk, en þá hafa mörg börn ekki náð fullum tökum á þessu undri sem lestur er. Um leið fjölgar svokölluðum lesgreinum auk þess sem stærðfræði krefst þess einnig að börn skilji það sem þau lesa.

Skoðun
Fréttamynd

Nýr spítali – já takk!

Á undanförnum dögum og vikum hefur töluvert verið rætt og ritað um nýjan Landspítala við Hringbraut. Eins og við er að búast eru ekki allir einhuga um þetta verkefni og steytir þar á ýmsu s.s. fjármögnun, staðsetningu, umferð, aðgengi, bílastæðum og skipulagi byggðar í borginni. Það er mikilvægt að umræðan sé lífleg og þar séu allir þættir skoðaðir, skeggræddir og til lykta leiddir. Þannig tryggjum við bestu mögulegu útkomu fyrir okkur sjálf, en þjóðin er helsti hagsmunaaðili að nýjum, vel búnum og vel mönnuðum spítala.

Skoðun
Fréttamynd

Af fæðuöryggi Íslendinga og byggðarsjónarmiðum

Í Fréttablaðinu 27. janúar sl. heldur efnahags- og viðskiptaráðherra því fram að ekki sé ráðlegt að kollvarpa landbúnaðarstefnunni á Íslandi. Ástæðan sem hann nefnir er sú að þótt það sé jákvætt í samkeppnislegu tilliti að afnema innflutningshöft þá ætti íslensk landbúnaðarframleiðsla sér ekki grundvöll ef innflutningur væri óheftur og þ.a.l. sé óráðlegt að afnema höftin.

Skoðun
Fréttamynd

Bláar myndir

Blár ís fyrir stráka: bannaður stelpum, bleikur ís fyrir stelpur: bannaður strákum. Einhverjum ofbauð og er ekki að undra. Markaðsfólk fyrirtækja hefur ýmislegt á samviskunni, svo ekki sé meira sagt. Gargandi snilldin reynist oft hróplegt bull. Viðbrögð við eðlilegri viðleitni fólks til að forða matvælum frá afkáralegu kynjamisréttinu voru upp og ofan, ef marka má netmiðla.

Skoðun
Fréttamynd

Hreinskilni einhleypa fólksins

Einhleypa fólkið. Hjörð án leiðtoga. Einmana úlfar og úlfynjur sem ráfa um með veiðihárin missýnileg. Þegar einhleypa fólkið brýnir klærnar beitir það oft flóknum brögðum til fella bráð sína. Sumt fólk villir á sér heimildir, lýgur eða spinnur upp sögur sem bráðin fellur kylliflöt fyrir og gerir eftirleikinn auðveldan. Svik hafa hins vegar afleiðingar og oft endar saklaus bráðin með þung lóð í hjarta sínu.

Bakþankar
Fréttamynd

Kraðak í Kvosinni

Í umræðunni um niðurrif Nasa munu fáir hafa nefnt annað áhyggjuefni. Fyrirhugað er að breyta hinum gömlu húsum Símans við Austurvöll og Kirkjustræti í hótel og tengja nýja hótelinu sem staðið hefur til að rísi á lóð Nasa. Í nýju hótelbyggingunni á Nasalóð og áfram við Vallarstræti skulu vera 130 herbergi og er vilji til að láta bygginguna tengjast með brúargangi við hótel í Austurstræti 6, þar sem eru 30 herbergi. Þetta eru samtals 160 herbergi.

Skoðun
Fréttamynd

Háflug og fullveldi

Þegar Benedikt Sveinsson flutti frumvarp á Alþingi um stofnun háskóla þótti ýmsum nóg um hátt flug þingmannsins. Það minnti Grím Thomsen til að mynda á flug valsins þegar hann er kallaður fálki. Nú bregður svo við að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra telur að fullveldi þjóðarinnar sé í húfi vegna háflugs opinberra starfsmanna til Brussel.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tímabært að taka sönsum

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur skilað skýrslu að beiðni ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað er um ýmsar lífseigar tillögur og tilgátur um lánamál heimilanna. Tveimur hagfræðidoktorum var meðal annars falið að meta hvort það svigrúm sem bankarnir fengu til niðurfellingar lána vegna afsláttar af lánasöfnum væri fullnýtt, hver væri líklegur kostnaður vegna tillagna Hagsmunasamtaka heimilanna (og raunar margra fleiri) um flata niðurfærslu skulda og á hverjum kostnaðurinn af slíkri niðurfellingu myndi lenda. Svörin koma ekki á óvart, enda hefur spurningunum öllum verið svarað áður. Tilgangur skýrslugerðarinnar var hins vegar að „eyða óvissu". Nú liggur málið býsna ljóst fyrir, samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að treysta neytendum

Hvað sem líður umsókn Íslands að Evrópusambandinu er ljóst að við Íslendingar þurfum að taka tolla- og vörugjaldalöggjöf okkar til gagngerrar endurskoðunar.

Skoðun
Fréttamynd

Vítahringur Vestursins

Einn ráðgjafa Clintons forseta sagðist áhugalaus um að eyða næstu jarðvist sinni sem forseti Bandaríkjanna. Hann vildi frekar endurfæðast sem skuldabréfamarkaður. Slíkir hefðu valdið, ekki Hvíta húsið. Nú sjá menn máttvana leiðtoga hinna öflugustu ríkja slaga af einum neyðarfundi á annan og bíða þess í angist að markaðir með skuldabréf opni og felli sína dóma. Sarkozy forseti er sagður viss um að stemmingin á skuldabréfamörkuðum muni ráða því hver sigrar þegar fjörutíu milljónir franskra kjósenda velja þjóð sinni leiðtoga í vor. Stefna forsetans í efnahagsmálum hefur líka mótast af þeirri trú hans að einkunnagjöf matsfyrirtækja muni ráða meiru en hugsjónir frönsku þjóðarinnar. Svo er þá komið fyrir fimmta öflugasta ríki heimsins og vöggu uppreisnar hins almenna manns.

Fastir pennar